Fréttablaðið - 16.06.2015, Síða 8
16. júní 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Þ
Í
14
05
20
15
R
R
S
Hægt er að skoða mat einstakra eigna á Skrá.is. Fasteignaeigendur geta einnig fengið
matið sent í bréfpósti með því að hringja í síma 515 5300.
Frestur til athugasemda er til 1. september 2015.
Frekari upplýsingar er að finna á www.skra.is
Í pósthólfi ykkar á mínum síðum á Ísland.is er tilkynning
um fasteignamat eigna ykkar sem gildir árið 2016.
Fasteignaeigendur
ÁSTRALÍA Grunur leikur á að ástr-
ölsk stjórnvöld hafi nýtt opinbert
skattfé til að múta skipstjórum
flóttamannabáta til að snúa frá
Ástralíu.
Stjórnarand-
staðan í ástr-
alska þinginu
hefur kallað
eftir rannsókn
vegna máls-
ins en Tony
Abbott forsætis-
ráðherra hefur
hafnað ásökunum.
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst
því yfir að ásakanirnar séu alvar-
legar ef þær reynast réttar en
starfsmenn Sameinuðu þjóðanna
hafa heimildir um að skipstjórar
hafi þegið allt að þúsund doll-
ara fyrir að flytja flóttamenn til
baka. - srs
Vilja rannsókn á málinu:
Segja stjórnvöld
beita mútum
TONY ABBOTT
SAMFÉLAG Refsiréttarnefnd, sem
starfar á vegum innanríkisráðu-
neytisins, er að leggja lokahönd á
samningu frumvarps um breyting-
ar á hegningarlögum. Frumvarpið
lýtur að nýju ákvæði um heimilis-
ofbeldi.
Á Íslandi er ekki að finna
ákvæði sem tekur sérstaklega
á ofbeldi sem beitt er í nánum
samböndum heldur eru ákvæði
almennra hegningarlaga látin
nægja.
Refsiréttarnefnd semur frum-
varpið að beiðni Ólafar Nordal
innanríkisráðherra og samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins er
nefndin að leggja lokahönd á gerð
frumvarpsins.
„Ráðherra hefur ekki fengið
frumvarpið á borð til sín og því
getum við ekki sagt nákvæmlega
hvaða breytingar verða gerðar á
hegningarlögunum,“ segir Þórdís
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,
aðstoðarkona innanríkisráðherra.
Þórdís staðfestir þó að verið sé
að vinna í umræddu frumvarpi og
að ráðherra eigi eftir að fara yfir
það. „Stefnt er að því að ráðherra
leggi frumvarpið fram í haust,“
segir Þórdís Kolbrún.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins felst frumvarpið í því að
endurskoða refsilöggjöfina með
hliðsjón af Istan-
búlsamningi sem
Ísland er aðili að.
Samningurinn er
alþjóðasamning-
ur um að koma
í veg fyrir og
berjast gegn
ofbeldi gagnvart
konum og heim-
ilisofbeldi. Með
frumvarpinu er stefnt að því að
mæta ákvæðum samningsins svo
Ísland geti fullgilt hann. Þá hefur
Fréttablaðið heimildir fyrir því að
í frumvarpinu sé tekið á fyrning-
arreglum, en í dag er fyrningar-
frestur vegna heimilisofbeldis sá
sami og annarra ofbeldisbrota.
„Með frumvarpinu langar
okkur að sjá ótalmargt og þá aðal-
lega að lögin skilgreini betur
ofbeldi í nánum samböndum,“
segir Sigþrúður Guðmundsdóttir,
framkvæmdastýra Samtaka um
kvennaathvarf, sem fagnar vænt-
anlegum breytingum á hegningar-
lögunum. „Sök vegna heimilisof-
beldis fyrnist eftir sömu reglum
og gilda um ofbeldi milli ókunn-
ugra og þar með er ekki tekið tillit
til þess hve þungbært er að kæra
ofbeldisverk maka og hve erfitt er
að gera það meðan á sambandinu
stendur,“ segir Sigþrúður sem seg-
ist vilja sjá breytingar á fyrning-
arreglum meðal annars.
Þá vill hún að umrætt laga-
ákvæði fjalli um heimilisofbeldi
sem brotasamfellu en ekki sem
einstakt afbrot hverju sinni eins
og staðan sé í dag.
„Við viljum sjá að það sé horft á
heimilisofbeldi sem heildarpakka
og viljum einnig vernd eftir að
sambandi lýkur, til dæmis breyt-
ingar á reglum um nálgunarbann,“
segir Sigþrúður og bætir við að þó
að sambandi ljúki milli ofbeldis-
manns og fórnarlambs sé ekki þar
með sagt að öll hætta sé úti.
Að lokum segist Sigþrúður von-
ast til þess að með lagabreyting-
unni verði sérstaða ofbeldisins við-
urkennd. nadine@frettabladid.is
Lagaákvæði er lýtur að
heimilisofbeldi væntanlegt
Refsiréttarnefnd hefur samið lagafrumvarp um breytingar á hegningarlögum um nýtt ákvæði sem skilgreinir
heimilisofbeldi. Innanríkisráðherra hyggst leggja frumvarpið fram næsta haust. Kvennaathvarfið fagnar vænt-
anlegri breytingu og vonast til þess að með lagabreytingunni verði sérstaða ofbeldisins viðurkennd.
HEIMILISOFBELDI Framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf segir þungbært
að kæra ofbeldisverk maka og vill að tekið verði tillit til þess. NORDICPHOTOS/GETTY
SIGÞRÚÐUR GUÐ-
MUNDSDÓTTIR
MANNRÉTTINDI Mansal hefur tíðk-
ast í fiskiðnaði í Taílandi um ára-
bil. Human Rights Watch og Anti-
Slavery samtökin hafa greint frá
slæmum aðstæðum starfsmanna
á smábátum í Taílandi. Dæmi
eru um að verkamenn frá Búrma
gangi kaupum og sölum á milli
skipstjóra.
ORA kaupir túnfisk frá Taílandi
en Leifur Þórsson, framkvæmda-
stjóri ORA, leggur mikla áherslu
á að starfsfólk sinna viðskiptavina
búi við viðunandi starfsskilyrði.
„Það er líka þannig að allir sem
stunda verslun við Evrópumark-
að þurfa að vera með tilheyrandi
starfsskilyrði og vottun. Og ef eitt-
hvað er að er gerð úttekt á því að
viðkomandi standist allar tilsettar
kröfur.“
Fyrr á árinu setti Evrópusam-
bandið þau skilyrði að taílensk
stjórnvöld ynnu markvisst gegn
mansali í starfsgreininni og hótaði
að setja innflutningsbann á fisk til
ESB ef engar bætur yrðu á. Taí-
land er þriðja stærsta fiskútflutn-
ingsþjóð í heimi.
Í fyrra greindi
The Guardian
frá því að alþjóð-
lega fiskveiði-
fyrirtækið CP
Foods frá Taí-
landi verslaði
með afurðir sem
veiddar hefðu
verið af fórnar-
lömbum mansals.
„Við hjá ORA höfum síðustu
áratugi keypt nær allan túnfisk
sem við höfum selt hér á landi af
taílenska framleiðandanum Thai
Union. Allur túnfiskur sem seld-
ur hefur verið í nafni ORA á smá-
sölumarkaði hefur komið frá þeim
framleiðanda.“
Í tilfelli Thai Union höfðu við-
skipti við mansalsmenn ekki átt
sér stað en forsvarsmenn Thai
Union hafa harðlega fordæmt ólög-
lega starfsemi af þeim toga.
Leifur leggur áherslu á viðun-
andi viðskiptavini. „Það skiptir
okkur gífurlega miklu máli að þeir
sem við stundum verslun við séu
ábyrgir framleiðendur.“ - srs
ORA fylgist með aðstæðum starfsfólks ytra:
Mansal er vandamál
í útgerð á Taílandi
LEIFUR ÞÓRSSON
TAÍLENSKUR FISKUR Stjórnvöld á Taílandi vinna að því að uppræta mansal í fisk-
iðnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
SVONA ERUM VIÐ
4.375 lifandi börn fædd-ust á Íslandi
árið 2014. Yfir sama tímabil fædd-
ust 11 andvana börn hér á landi.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
D
-4
7
F
C
1
6
2
D
-4
6
C
0
1
6
2
D
-4
5
8
4
1
6
2
D
-4
4
4
8
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K