Fréttablaðið - 16.06.2015, Page 36

Fréttablaðið - 16.06.2015, Page 36
16. júní 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 32 „Þessi mynd er eins lókal og hún getur orðið, stútfull af heima- mönnum eins og Pálma Gests- syni og Mugga, pabba tónlist- armannsins Mugisons, ásamt vinum og vandamönnum úr öllum áttum,“ segir Ævar Örn Jóhannsson, aðalleikari og fram- leiðandi kvikmyndarinnar Alba- tross, sem forsýnd verður í kvöld í Hátíðarsal Háskólabíós og lokar þannig forsýningarhring hóps- ins. „Við fjármögnuðum mynd- ina á Karolina Fund og margar hendur unnu létt verk, því nú er hún komin í bíó og við viljum þakka fyrir okkur með því að bjóða þeim sem stóðu við bakið á okkur með því að blása til for- sýninga,“ útskýrir Ævar. Nú þegar hefur hópurinn hald- ið tvær sýningar á Bolungar- vík, þar sem tökur fóru fram, og mættu fjögur hundruð manns til að sjá myndina og rass í hverju sæti eins og Ævar lýsti. Í gær- kvöldi var myndin svo sýnd á Akureyri. „Þetta er fólkið sem gerði okkur kleift að koma mynd- inni á koppinn og heldur hvað mest með okkur,“ útskýrir Ævar og bætir við að að enginn hafi komið með stóra summu heldur hafi fjölmörg smærri framlög safnast saman. „Við erum nát túrulega nýgræðingar í þessum bransa og það kom á daginn að ekki er eins auðvelt að fjármagna svona eftirvinnsluferli til að koma myndum í bíó eins og við héld- um, verandi með engin sambönd og svoleiðis,“ útskýrir Ævar og heldur áfram: „Eftir dálitla bið- stöðu ákváðum við að setja þetta í hendur almennings og þá skot- gekk þetta.“ Gekk reyndar svo vel að safn- aðist töluvert umfram markmið- ið. „Sá peningur var þá nýttur til að vinna tónlistarmyndband úr myndinni, sem Halldór Gunn- ar Fjallabróðir sá um og fékk Sverri Bergmann til að syngja, svo nú höfum við tónlistarmynd- band líka,“ sagði Ævar glaður í bragði. Myndin hefur fengið gríðar- lega góð viðbrögð, en Ævar segir það ekki endilega að marka, þar sem flestir þeirra sem hafa séð myndina séu velunnarar hópsins. „Það verður spennandi að sjá hvernig almenningur tekur í þessa frumraun okkar, en mynd- in fer í almenna sýningu á föstu- daginn, 19. júní,“ segir hann og bætir við að hvað taki við hjá þeim í framhaldinu velti dálítið á viðbrögðunum: „Þá sjáum við hvort þetta er eitthvað sem við eigum erindi í, ég veit að okkur langar alla að gera þetta aftur.“ gudrun@frettabladid.is Hægt með hjálp almennings Söfnuðu fyrir eft irvinnsluferli Albatross á Karolina Fund og gefa nú til baka með forsýningum um allt land. Kvikmyndin Jurassic World hefur slegið öll met í innkomu á fyrstu helgi kvikmyndar í sýn- ingu. Alls halaði myndin inn 511 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega 68 milljarða króna. Hún er fyrsta myndin sem fer yfir 500 milljón dala markið fyrstu sýningarhelgina og sló met myndarinnar Harry Potter and the Deathly Hallows – Part 2, sem halaði inn 483 milljónir dala fyrstu helgina í sýningu, eða um 64 milljarða króna. Myndin hefur fengið góða dóma frá fjölda gagn- rýnenda og er með meðalein- kunnina 7,7 á kvikmyndagagna- grunninum IMDb.com. - kak Jurassic World slær öll met Leikarinn Chris Pratt, sem hefur slegið í gegn fyrir frammistöðu sína í Jurassic World, þykir lík- legur sem næsti Indiana Jones. Leikstjórinn og framleiðand- inn Steven Spielberg er sagð- ur hrifinn af Pratt, en Spiel- berg, sem er maðurinn á bak við Jurassic Park-myndirnar, vann að Jurassic World og myndunum um Indiana Jones. Harrison Ford hefur hingað til túlkað fornleifa- fræðinginn Henry „Indiana“ Jones jr. á hvíta tjaldinu. River Phoenix túlkaði Jones þegar hann var sýndur á yngri árum sínum í myndinni Indiana Jones and the Last Crusade. Pratt hefur blásið á þennan orðróm hingað til, en bandarískir fjölmiðlar segjast þó hafa heimildir fyrir því að þessi hugmynd sé uppi á borðinu. - kak Pratt næsti Indiana Jones? STJARNA Chris Pratt hefur skotið upp á stjörnuhimininn með góðri frammi- stöðu í stórmyndum. Hann lék áður í þáttunum Parks and Recreation. VINSÆL Myndin Jurassic World hefur fengið frábærar viðtökur. FERÐALANGAR Logi Ingimarsson tökumaður, Snævar S. Sölvason, leikstjóri og handritshöfundur, Guðgeir Arngrímsson framleiðandi og Ævar Örn Jóhannsson leikari splæsa í sjálfu á forsýningarferðalaginu um landið. MYND/AÐSEND Við erum náttúru- lega nýgræðingar í þessum bransa og það kom á daginn að ekki er eins auðvelt að fjármagna svona eftirvinnsluferli til að koma myndum í bíó eins og við héldum, verandi með engin sambönd og svoleiðis. KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA bio. siSAM EMPIRE TOTAL FILM DWAYNE JOHNSON FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG BRETLANDI. SUMARSTÓRMYNDIR VERÐA EKKI STÆRRI EN ÞESSI! Frá leikstjóra Mission Impossible: Ghost Protocol og The Incredibles JURASSIC WORLD 2D 5, 8, 10:30 HRÚTAR 4, 6, 8 SPY 8 PITCH PERFECT 2 5, 10 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ POWERSÝNING KL. 10:35 FRÁ LEIKSTJÓRA BRIDESMAIDS OG THE HEAT ÞRIÐJ UDAGS TILBO Ð ÞRIÐJ UDAGS TILBO Ð 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 C -4 2 4 C 1 6 2 C -4 1 1 0 1 6 2 C -3 F D 4 1 6 2 C -3 E 9 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.