Fréttablaðið - 16.06.2015, Side 38
16. júní 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 34
Mörkin: 0-1 Jón Arnar Barðdal (42.), 0-2 Halldór
Orri Björnsson (72.).
FYLKIR (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 6 -
Stefán Ragnar Guðlaugsson 5, Tonci Radovnikovic
6, Ásgeir Eyþórsson 7, Tómas Joð Þorsteinsson
7 - Jóhannes Karl Guðjónsson 6 (86. Ásgeir Örn
Arnþórsson -), Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5, Oddur
Ingi Guðmundsson 4 (67. Ingimundur Níels
Óskarsson 6) - Ragnar Bragi Sveinsson 5, Andrés
Már Jóhannesson 6 (80. Hákon Ingi Jónsson -),
Albert Brynjar Ingason 5.
STJARNAN (4-3-3): Sveinn Sigurður Jóhannesson
7 - Heiðar Ægisson 7, *Brynjar Gauti Guðjónsson
8, Daníel Laxdal 7, Hörður Árnason 8 - Þorri Geir
Rúnarsson 4, Michael Præst 5, Jón Arnar Barðdal
6 (89. Atli Jóhannesson -) - Arnar Már Björg-
vinsson 4 (46. Halldór Orri Björnsson 7), Ólafur
Karl Finsen 6, Jeppe Hansen 4 (81. Veigar Páll
Gunnarsson -).
Skot (á mark): 13-7 (4-5) Horn: 5-1
Varin skot: Bjarni 3 - Sveinn 4
0-2
Fylkisvöllur
Áhorf: 977
Guðmundur
Ársæll G. (6)
PEPSI-DEILDIN 2015
STAÐAN
FH 8 6 1 1 19-8 19
Breiðablik 8 5 3 0 15-5 18
Fjölnir 8 5 2 1 12-7 17
Valur 8 4 2 2 15-10 14
KR 8 4 2 2 14-10 14
Stjarnan 8 3 3 2 10-10 12
Fylkir 8 2 3 3 9-11 9
Leiknir R 8 2 2 4 10-11 8
Víkingur 8 1 3 4 11-16 6
ÍA 8 1 3 4 4-10 6
Keflavík 8 1 1 6 7-17 4
ÍBV 8 1 1 6 7-18 4
NÆSTU LEIKIR
Sunnudagur 21. júní: 17.00 Valur - ÍBV, 20.00
FH - Breiðablik. Mánudagur 22. júní: 19.15
Leiknir - Fylkir, Víkingur - Fjölnir, ÍA - Keflavík,
20.00 Stjarnan - KR.
Mörkin: 0-1 Ásgeir Marteinsson (44.), 1-1 Almarr
Ormarsson (61.).
KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 4 - Aron
Bjarki Jósepsson 5 (85. Gonzalo Balbi -), Skúli
Jón Friðgeirsson 6, Grétar Sigfinnur Sigurðarson
5, Gunnar Þór Gunnarsson 5 - Kristinn Jóhannes
Magnússon 5, Pálmi Rafn Pálmason 6, Jacob
Schoop 6 - Almarr Ormarsson 7, Óskar Örn
Hauksson 6, Sören Fredriksen 5 (75. Þorsteinn
Már Ragnarsson -).
ÍA (4-3-3): Árni Snær Ólafsson 5 - Þórður Þor-
steinn Þórðarson 6, Ármann Smári Björnsson 6,
Gylfi Veigar Gylfason 6, Darren Lough 5 - Ingimar
Elí Hlynsson 5, Albert Hafsteinsson 5, *Jón
Vilhelm Ákason 7 - Ólafur Valur Valdimarsson 7
(87. Hallur Flosason -), Arsenij Buinickij 5, Ásgeir
Marteinsson 7 (71. Steinar Þorsteinsson -).
Skot (á mark): 13-10 (6-6) Horn: 11-2
Varin skot: Stefán Logi 5 - Árni Snær 4
1-1
KR-völlur
Áhorf: 1477
Þorvaldur
Árnason (7)
Mörkin: 1-0 Aron Sigurðarson (59.), 2-0 Þórir Guð-
jónsson (88.), 3-0 Aron (90.).
FJÖLNIR (4-3-3): Þórður Ingason 6 - Arnór Eyvar
Ólafsson 6, Daniel Ivanovski 7 (87. Atli Már
Þorbergsson -), Bergsveinn Ólafsson 5, Viðar Ari
Jónsson 6 - Ólafur Páll Snorrason 7 (90. Ægir
Jarl Jónasson -), Emil Pálsson 6, Gunnar Már
Guðmundsson 6 - *Aron Sigurðarson 8, Þórir
Guðjónsson 7, Guðmundur Karl Guðmundsson 6
(70. Ragnar Leósson -).
LEIKNIR (4-3-3): Eyjólfur Tómasson 5 - Eiríkur
Ingi Magnússon 5, Halldór Kristinn Halldórsson 5,
Óttar Bjarni Guðmundsson 4, Charley Fomen 5 -
Atli Arnarsson 4, Sindri Björnsson 5 (82. Elvar Páll
Sigurðsson -), Hilmar Árni Halldórsson 6 - Amath
Diedhiou 4 (59. Kolbeinn Kárason 5), Kristján
Páll Jónsson 4 (82. Elvar Páll Sigurðsson -), Ólafur
Hrannar Kristjánsson 4.
Skot (á mark): 18-8 (6-4) Horn: 3-6
Varin skot: Þórður 4 - Eyjólfur 3
3-0
Fjölnisvöllur
Áhorf: 1347
Þóroddur
Hjaltalín (3)
FÓTBOLTI Knattspyrnuáhugamenn
á Íslandi svífa enn um á bleiku
skýi eftir magnaðan sigur strák-
anna okkar á Tékkum á Laugar-
dalsvellinum á föstudag. Með sigr-
inum komst Ísland á topp riðilsins
og upp í annan styrkleikaflokk
fyrir undankeppni HM 2018 en
dregið verður í riðla í næsta mán-
uði. Markatalan ein og sér [14-
3] sýnir hvers konar gæðaflokki
íslenska knattspyrnulandsliðið er
komið í.
Hróður íslenska landsliðsins er
fyrir löngu farinn að berast út um
allar trissur og hefur árangurinn
vakið verðskuldaða athygli. En
öskubuskuævintýrin gerast víðar
en á Íslandi og óvænt úrslit hafa
víða litið dagsins ljós.
Töframaðurinn Gareth Bale
Fyrir fjórum árum var knatt-
spyrnan í Wales á mjög svipuðum
slóðum og sú íslenska. Staða lið-
anna á lista FIFA var svo slæm
að bæði voru í allra neðsta styrk-
leikaflokki þegar dregið var í riðla
– þar sem lið eins og San Marínó,
Andorra, Lúxemborg og Liechten-
stein eru fastagestir.
Wales var í 112. sæti og Ísland
í 121. sæti. Á meðan okkar menn
blómstruðu og fóru alla leið í
umspilið þar sem þeir töpuðu fyrir
Króatíu voru þeir velsku í basli í
sínum riðli og voru í næstneðsta
sæti hans. Meðal annars mátti
Wales þola 6-1 tap fyrir Serbíu.
Síðan þá hefur uppgangur liðs-
ins verið jafn og þéttur. Það hefur
aðeins tapað einum leik í tæp tvö
ár (vináttuleik gegn Hollandi í júní
í fyrra) og um leið rokið upp styrk-
leikatöfluna. Sigur liðsins á Belgíu
á föstudag, þar sem hinn magnaði
Gareth Bale skoraði eina mark
leiksins, mun væntanlega fleyta
liðinu alla leið upp í sjöunda sæti
næsta styrkleikalista FIFA og þar
með upp í efsta styrkleikaflokk
Öskubuskuævintýri Evrópu
Ísland er ekki eina landið sem hefur rokið upp styrkleikalista FIFA undanfarin ár. Wales og Rúmenía eru á
mikilli siglingu og skjóta mörgum stórþjóðum ref fyrir rass. Færeyjar láta einnig til sín taka svo um munar.
fyrir HM-dráttinn í næsta mánuði.
Bale hefur skorað fimm af þrett-
án mörkum Wales í keppninni til
þessa.
Wales hefur aðeins einu sinni
komist á stórmót – á HM 1958.
„Þetta sýnir hversu langt við
höfum náð sem þjóð,“ sagði Liver-
pool-maðurinn Joe Allen um árang-
urinn. „Og það er frábær tilfinning
að sjá allt erfiðið borga sig.“
Rúmenar svífa hátt
Rúmenía þekkir það vel að spila á
stórmótum en eftir HM 1994, þar
sem Gheorghe Hagi fór með eft-
irminnilegt lið Rúmena í 8-liða
úrslitin, hefur liðið tvisvar komist
á stórmót.
Rúmenar hafa þó oftast staðið
sig afar vel í undankeppnunum og
aldrei fallið langt niður á styrk-
leikalista FIFA. Þó að engin stór-
stjarna sé í liðinu og fáir spili með
evrópskum stórliðum hafa úrslit-
in sannað að fáir standast Rúmen-
um snúning þessa stundina. Liðið
er enn ósigrað í sínum riðli í und-
ankeppni EM og verður, rétt eins
og Wales, í efsta styrkleikaflokki
fyrir undankeppni HM 2018 sem
fjórða besta Evrópuþjóðin.
Færeyjar í fjórða flokki
Fleiri ævintýri hafa verið að ger-
ast víða um Evrópu og eitt besta
og nærtækasta dæmið er í Færeyj-
um. Sigur liðsins á Grikkjum um
helgina kom á hárréttum tíma því
samkvæmt útreikningum spek-
inga um FIFA-listann verða Fær-
eyjar í fyrsta sinn á meðal 100
efstu þjóða á listanum og í fjórða
styrkleikaflokki fyrir undan-
keppni HM 2018.
Í þeim flokki verða einnig öflug-
ar knattspyrnuþjóðir eins og Tyrk-
land, Slóvenía, Írland og Noregur.
Þar á bæ þykir mörgum það sjálf-
sagt slæmur vitnisburður að vera
settur í sama flokk og smálið Fær-
eyja en það ber vitni um hversu
góður árangur þessarar 50 þúsund
manna þjóðar í raun er.
Dregið verður í riðla í undan-
keppni EM í St. Pétursborg þann
25. júlí og verður þá stuðst við nýj-
asta styrkleikalista FIFA sem ekki
kemur út fyrr en 9. júlí. En hér til
hliðar má sjá hvernig flokkarnir
líta út miðað við útreikninga Dales
Johnson, blaðamanns ESPN.
eirikur@frettabladid.is
HM 2018
Styrkleikaflokkar fyrir undankeppni HM 2018
miða við stöðu liða á styrkleikalista FIFA sem
kemur ú 9. júlí. Hér má sjá niðurröðunina sam-
kvæmt útreikningum Dale Johnson hjá ESPN
miðað við úrslit síðustu leikja.
1. STYRKLEIKAFLOKKUR
Þýskaland, Belgía, Holland, Rúmenía, England,
Wales, Portúgal, Spánn og Króatía/Ítalía.
2. STYRKLEIKAFLOKKUR
Króatía/Ítalía, Slóvakía, Austurríki, Sviss, Tékkland,
Frakkland, Ísland, Danmör og Bosnía.
3. STYRKLEIKAFLOKKUR
Pólland, Úkraína, Skotland, Ungverjaland, Svíþjóð,
Albanía, N-Írland, Serbía og Grikkland.
4. STYRKLEIKAFLOKKUR
Tyrkland, Slóvenía, Ísrael, Írland, Noregur, Búlgaría,
Færeyjar, Svartfjallaland, Eistland.
5. STYRKLEIKAFLOKKUR
Kýpur, Lettland, Armenía, Finnland, Hvíta-Rússland,
Makedónía, Aserbaídsjan, Litháen, Moldóva.
6. STYRKLEIKAFLOKKUR
Kasakstan, Lúxemborg, Liechtenstein, Georgía,
Malta, San Marínó og Andorra.
ÆVINTÝRIN GERAST VÍÐA Eins og sakir standa gætu Wales og Ísland dregist saman í riðil í undankeppni HM 2018 sem tvö
hæst skrifuðu liðin. Færeyjar gætu svo bæst í hópinn sem fjórða sterkasta liðið. Frá vinstri eru Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði
Íslands, Gunnar Nielsen, markvörður Stjörnunnar og færeyska liðsins, og Gareth Bale, stórstjarna Wales. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR/GETTY
Eru með þriggja
stiga forskot á
toppi síns riðils
Hafa unnið Grikki
tvisvar á
sjö mánuðum
Hafa unnið 5 af 6
leikjum sínum og
eru með 11 mörk
í plús
SPORT
SJÓÐHEITT
KOLAGRILL
í garðinn, á pallinn eða í ferðalagið.
KOLAGRILL
TILBÚIÐ Á
3
MÍNÚTUM
Verð frá kr. 34.000,-
Veit á vandaða lausn
Opið mán - fös 8.30 - 17.00
FÓTBOLTI Sjöttu umferð Pepsi-deildar kvenna lýkur í kvöld með
fjórum leikjum. Þar ber helst að nefna leik Vals og Breiðabliks á
Vodafone-vellinum. Blikakonur eru með 13 stig á toppi deildar-
innar og geta með sigri endurheimt fjögurra stiga forskot á
Stjörnuna sem vann öruggan 5-1 sigur á Þór/KA í fyrra-
dag. Breiðablik hefur skorað flest mörk allra í deildinni
(16) og Valsvarnarinnar bíður erfitt verkefni að stoppa
Fanndísi Friðriksdóttur og Thelmu Hjaltalín
Þrastardóttur og stöllur þeirra í framlínu Blika.
Selfoss getur unnið fimmta leikinn í röð þegar
Afturelding kemur í heimsókn en Sunnlendingar
eru aðeins einu stigi á eftir Breiðabliki. ÍBV getur
líka stimplað sig fyrir alvöru inn í toppbaráttuna
með því að vinna Fylki á útivelli. Þá mætast KR
og Þróttur í botnslag vestur í bæ en bæði lið eru
aðeins með eitt stig, líkt og Afturelding. - iþs
Heldur sigurganga Blika áfram?
FÓTBOLTI Áttundu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta lauk í gærkvöldi
með þremur leikjum.
Fjölnismenn lyftu sér upp í 3. sæti deildarinnar með 3-0 sigri á Leikni í
Grafarvoginum. Aron Sigurðarson skoraði tvö mörk og Þórir Guðjónsson
eitt fyrir Fjölni sem hefur aðeins fengið á sig eitt mark á heimavelli í
sumar. Leiknismenn hafa hins vegar tapað þremur leikjum í röð. Þeir voru
ósáttir við nokkrar ákvarðanir dómaratríósins í gær en svo virtist sem
löglegt mark hefði verið tekið af þeim í stöðunni 1-0 í seinni hálfleik.
Stjörnumenn gerðu góða ferð í Árbæinn og unnu 0-2 sigur en þetta var
fyrsti deildarsigur Íslandsmeistaranna síðan 10. maí. Jón Arnar Barðdal og
Halldór Orri Björnsson skoruðu mörk Stjörnunnar en mark þess fyrrnefnda
var hans fyrsta í efstu deild.
KR og ÍA skildu jöfn, 1-1, á KR-vellinum. Ásgeir Marteinsson kom ÍA yfir
á 44. mínútu en Almarr Ormarsson jafnaði eftir rúmlega klukkutíma leik.
Vesturbæingar eru í 5. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði FH,
en ÍA er með sex stig í 10. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. - iþs
Fjölnismenn komnir upp í 3. sætið
HEITUR Þórir Guðjónsson skoraði
annað mark Fjölnis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
2
C
-0
7
0
C
1
6
2
C
-0
5
D
0
1
6
2
C
-0
4
9
4
1
6
2
C
-0
3
5
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K