Fréttablaðið - 31.07.2015, Síða 20

Fréttablaðið - 31.07.2015, Síða 20
2 • LÍFIÐ 31. JÚLÍ 2015 ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is ● Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir erlabjorg@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Ernir Eyjólfsson Lífi ð www.visir.is/lifid LÍFIÐ MÆLIR MEÐ SALT ELDHÚSI Hver kannast ekki við að langa til að bæta færni sína í eldhúsinu og geta borið fram framandi kræs- ingar fyrir fjölskyldu og vini? Í kennslueldhúsi Salt eldhúss eru haldin margvísleg námskeið þar sem þátttakendur elda frá upphafi til enda allan mat- inn. Hægt er að velja um ansi fjölbreytt námskeið og hvort sem þig langar til að bæta færni þína í bakstri makkaróna eða prófa þig áfram í austur- lenskri matargerð er hægt að finna sér námskeið við hæfi. Þetta gæti verið kjörið hópefli fyrir vina- hópa eða jafnvel bara góð gjöf til einstaklings sem hefur gaman af því að elda, og auðvitað borða. Um komandi helgi ná útileg- ur og grillveislur algjöru há- marki en sjálfsagt hefur þjóð- in verið iðin við kolann þrátt fyrir húrrandi rigningu og rok. Við Íslendingar gefumst nefnilega ekki upp, við grill- um ef við ætlum að grilla. Ef rétt er að farið geta grillrétt- ir verið ansi hollir og bragð- góðir en það er auðvelt að breyta því með tilheyrandi sósum, meðlæti og drykkjar- föngum. Við eigum að njóta sumarsins og samverunnar við grillið en það breytir því ekki að það er ákjósanlegt að huga að því hvað við setjum ofan í okkur, það er hægt að grilla fleira en hamborgara og pylsur. Hér koma örfá ráð sem gott er að hafa í huga við grillið: Grænmeti Sem fyrri daginn er okkur mannfólkinu ráðlagt að borða okkar daglega skammt af grænmeti og það á líka við um sumartímann. Að mínu mati er grænmeti sjaldan betra en beint af grillinu og þá sérstak- lega ef búið er að nostra við það örlítið með góðri mariner- ingu og kryddi. Gættu þess bara að sverta það ekki of mikið því þá er gleðin fuðruð upp í kosmósið. Sósur Íslendingar elska sósur hver svo sem ástæðan er fyrir því. Ég er alls ekki á móti sósum, þvert á móti sver ég mig í ætt- ina og elska sósur eins og hver annar en sósa er ekki bara sósa. Það er hvergi höggvið í stein að sósur þurfi að vera óhollasti hluti máltíðarinnar. Mér finnst ágætt ráð að blanda majónesi og léttum sýrðum rjóma saman til helminga, þá verður hún fituminni og léttari í sér. Svo er líka hægt að bera grillmat fram með heimatilbúinni salsa, guacamole eða chimichurri. Kjötið Það er aðdáunarverð kúnst að grilla kjöt rétt og vel. Það skipt- ir miklu máli að vanda sig á grillinu og breyta ekki fallegri nautalund í kolamola og með því gera það óhollt í leiðinni. Veldu góða bita á grillið. Fiskur Fátt er betra en vel grillaður fiskur, stútfullur af næringar- efnum. Sumum reynist það mikil áskorun að grilla fiskinn því hann á það til að festast við og detta í sundur þegar kemur að því að snúa. Notaðu þar til gerða fiskigrind, það gerir lífið örlítið auðveldara, nú ef þú átt ekki eina slíka, skelltu þá bara fisknum á álpappír og lokaðu grillinu í stutta stund eða þar til að fiskurinn er fulleldaður. VELJUM RÉTT Á GRILLIÐ Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is Allt sem þú þarft ... Taktu þátt í bíóleik Fréttablaðsins Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt í laufléttum bíóleik Fréttablaðsins er að senda okkur tölvupóst á leikur@frettabladid.is með nafni, kennitölu, símanúmeri og netfangi. Glæsilegir vinningar í boði 1. Dróni 2. Armbandsúr með myndavél 3. Miðar á Mission: Impossible – Rogue Nation Dregið verður 4. ágúst BRUNAÐ UPP BREKKU Birgitta Elín Hassel er annar eigenda bókaútgáfunn- ar Bókabeitan sem gefur út bækur fyrir börn og unglinga. Þegar hún fer út að skokka þá er heldur betur góður stuðtakt- ur í tónunum og ætti þetta að hvetja hvern þann sem er úti á landi til að hlaupa upp á næstu hæð eða hól. AIN‘T GOT NOBODY SÍSÝ EY KNOCKED OUT OF HEAVEN BRUNO MARS MIRRORS JUSTIN TIMBERLAKE CANT HOLD US MACKLEMORE & LEWIS TITANIUM DAVID GUETTA ROSES OUTKAST RAISE YOUR GLASS PINK NUTBUSH CITY LIMITS TINA TURNER AS MARY J. BLIGE OG GEORGE MICHAEL CHANDELIER SIA Heilsuvísir 3 0 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 B -F 1 7 4 1 5 9 B -F 0 3 8 1 5 9 B -E E F C 1 5 9 B -E D C 0 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.