Fréttablaðið - 31.07.2015, Page 24

Fréttablaðið - 31.07.2015, Page 24
6 • LÍFIÐ 31. JÚLÍ 2015 F jölmargir Íslendingar hafa sótt matreiðslunámskeið af ýmsu tagi í kennslueldhús- ið Salt Eldhús en fyrirtæk- ið er kærkomin viðbót við ís- lenska matarmenningu. Hugmynd- ina að eldhúsinu á Auður Ögn Árnadóttir en hún hefur frá barn- æsku haft ástríðu fyrir matargerð. „Ég man eftir því að það opnað- ist fyrir mér nýr heimur þegar ég var um níu til tíu ára en þá fékk ég í hendur Matreiðslubók Mikka og Mínu. Ég hafði litla þolinmæði haft fyrir alls kyns handverki þrátt fyrir að ekkert vantaði upp á hugmyndaflugið, en í matreiðsl- unni fann ég farveg fyrir listræna útrás sem í mér bjó,“ segir hún. Auður Ögn er alin upp á Sel- fossi og bjó þar til unglingsára. Hún var einungis fimm mánaða þegar faðir hennar lést af slysför- um. „Þetta hefur verið erfiður tími fyrir móður mína að verða ekkja aðeins tuttugu og tveggja ára með þrjú ung börn. Þau voru svo til nýflutt frá Akureyri, þaðan sem þau voru bæði, til Selfoss þar sem pabbi fékk vinnu við Búrfellsvirkj- un. Um tveimur árum síðar kynn- ist mamma svo stjúpföður mínum en hann gekk mér í föðurstað og hefur reynst mér rosalega vel. Það er foreldrum mínum að þakka að ég elti alltaf drauma mína, en þau, ásamt eiginmanninum, eru mínir dyggustu stuðningsmenn. Þau búa núna á sveitabæ með hænur og hesta rétt fyrir utan Selfoss.“ Auður Ögn er einstaklega hug- myndarík og frjó kona en sjálf segist hún ekki vera handlagin og að skaparinn hafi ekki gefið henni ögn af þolinmæði í vöggugjöf. „Í menntaskóla heillaðist ég af franskri menningu og fór sem au pair til Frakklands, eftir það hóf ég svo nám í frönsku í Háskólan- um en hvarf frá því þar sem ég sá litla atvinnumöguleika eftir námið sem vöktu áhuga hjá mér. Ég sá fyrir mér að mín biði það að vera frönskukennari í menntaskóla og það var nokkuð sem hin óþolin- móða ég gat ekki hugsað mér.“ Póstkortið sem breytti öllu Segja má að það hafi verið hrein tilviljun sem réð því að Auður Ögn Árnadóttir stofnaði kennslu- eldhúsið Salt Eldhús á sínum tíma „Það er svolítið skemmti- leg saga að segja frá því hvern- ig þetta byrjaði allt saman. Þannig er mál með vexti að ég er búin að vera í leshring í fimmtán ár og við sem erum í honum vorum búnar að ákveða að ferðast á söguslóð- ir þess verks sem við kæmum til með að lesa á tíu ára afmæli hóps- ins. Það vildi svo heppilega til að við rákumst á auglýsingu um að Jane Austen-hátíðin í Bath yrði tíu ára þetta saman ár. Við tók undir- búningur sem fólst í því að lesa allar bækur eftir og um höfund- inn og við létum sauma á okkur búninga fyrir tilefnið, en það er hefð fyrir skrúðgöngu fólks í full- um skrúða á þessari hátíð,“ segir Auður Ögn. Svo virtist sem þessi ferð væri skrifuð í skýin en tímasetningin á hátíðinni var þó ekki eina tilvilj- unin sem Auður upplifði í Suður- Englandi. „Fyrir ferðina hafði ég verið, eins og svo oft áður, að skoða matreiðslubækur á Amazon. Ég pantaði mér nokkrar bækur sem mér leist vel á og fékk þær sendar heim stuttu síðar. Það var ein bók í bunkanum sem vakti áhuga minn en það var bók um brauðbakstur. Þegar ég fer að rýna í bókina þá dettur póstkort í fangið á mér sem hafði verið stungið inn í bókina frá höfundinum en þar var hann að vekja athygli á því að hann væri búinn að opna matreiðsluskóla í Bath.“ Auður Ögn fór að sjálfsögðu beint og skráði sig á eitt af nám- skeiðunum. Þegar þær stöllur komu til borg- arinnar var systir Auðar búin að leigja fyrir þær íbúð á besta stað. „Ég hafði ekkert verið með putt- ana í því að leigja íbúðina en þegar leigubíllinn rennir upp að húsnæð- inu þá segi ég við systur mína að þetta hljóti að vera rangt heimilis- fang og að hér sé kokkaskólinn sem ég sé að fara í en ekki íbúð- in. Stuttu síðar komumst við svo að því að skólinn er við sömu götu, meira að segja beint á móti íbúð- inni,“ segir Auður Ögn og hlær. Það var sem Auður Ögn hefði verið leidd að næsta verkefni, því að stofna matreiðsluskóla á Íslandi, því hún heillaðist algjörlega af konseptinu eftir veruna í Bath. „Ég var lengi búin að vera að velta því fyrir mér af hverju enginn væri búinn að stofna svona skóla á Ís- landi en fannst ég ekki geta verið sú sem gerði það þar sem ég er ekki menntaður kokkur. Ég sé það núna að það voru óþarfa áhyggjur og algjört vanmat á sjálfri mér. Ég fæ bara fagmenn með mér í lið til að kenna og hef verið mjög heppin með þá matreiðslumenn sem hafa verið að kenna hjá mér hingað til. En ég þurfti smá tíma til að telja í mig kjark.“ Með súpermódel í vinnu Á þessum tíma rak Auður Ögn lítið fyrirtæki sem hét Tilefni og tók að sér að stílisera heimili, fyrir- tæki og brúðkaup svo eitthvað sé nefnt, ásamt því að hanna og selja textíllínu fyrir heimilið sem aðal- lega samanstóð af dúkum, púðum og viskustykkjum. „Þetta var mjög skemmtilegur tími og hent- aði mér ákaflega vel með með þrjú lítil börn, en þegar yngsta barnið var komið í grunnskóla fannst mér tími til kominn að gera eitthvað meira krefjandi. Ég eignaðist börn- in mín frekar seint en það fyrsta FARVEGUR FYRIR LISTRÆNA ÚTRÁS Auður Ögn Árnadóttir, stofnandi og eigandi Salt Eldhúss sem heldur fjölbreytt matreiðslunámskeið, bæði í tengslum við bakstur og matreiðslu framandi rétta. „Ég hafði litla þolinmæði haft fyrir alls kyns handverki þrátt fyrir að ekkert vantaði upp á hugmyndarflugið, en í matreiðslunni fann ég farveg fyrir listræna útrás sem í mér bjó“ Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk. opið til 22 alla daga. 3 0 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 B -C 9 F 4 1 5 9 B -C 8 B 8 1 5 9 B -C 7 7 C 1 5 9 B -C 6 4 0 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.