Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2015, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 15.04.2015, Qupperneq 2
15. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SAMGÖNGUR Í dag lýkur notk- unar tíma nagladekkja yfir vet- urinn en notkun nagladekkja er óheimil á milli 15. apríl og 1. nóvember. Þetta kemur fram á heimasíðu lögreglunnar. Þá mun lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu ekki byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja fyrr en vetraraðstæðum lýkur. Sekt fyrir að aka á nagla- dekkjum yfir sumartímann er 5.000 krónur. - srs Nagladekkin fara af í dag: Engar sektir vegna veðurs VEÐUR Hæg suðvestlæg átt, víða bjart og sólríkt. Hiti 2 til 8 stig. 3° 4° 4° 4° 6° 3 4 4 9 7 SJÁ SÍÐU 16 Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR SAMFÉLAG Starfsmenn Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar báru kjöt- mjöl á Kópavogshluta golfvallar félagsins í síðustu viku. Heyrst hefur um nágranna sem hafa kvartað undan ólykt og flokkum af mávum en Guðmundur Árni Gunnarsson vallarstjóri segist ekki kannast við það. - gar Kjötmjöl var borið á hluta golfvallar Golfklúbbs Kópavogs: Matarveisla fyrir mávahópa KOMNIR Í FEITT Mikið hefur sést af mávum á golfvelli í Kópavogi eftir að kjötmjöl var borið á hluta vallarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Í vikunni verður farið fram á mat frá geðlækni í kyn- ferðisbrotamáli þar sem kona er ákærð fyrir kynferðisbrot gegn annarri konu. Atvikið átti sér stað í heimahúsi á Selfossi í ágúst á síðasta ári. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ber hin ákærða fyrir sig að hafa verið sofandi þegar atvikið átti sér stað og muni þess vegna ekki eftir því. Lögmaður hinnar ákærðu, Kristrún Elsa Harðardóttir, stað- festir að í vikunni verði lögð fram matsbeiðni í Héraðsdómi, þar sem farið verður fram á að geð- læknir geri mat á því hvort konan þjáist af kynferðislegri svefn- röskun eða sexsomnia. Um er að ræða viðurkennda svefnröskun sem lýsir sér þann- ig að manneskja tekur þátt í eða viðhefur kynferðislegar athafnir í svefni og man ekki eftir því. Oft bitnar það á þeim sem deilir rúmi með viðkomandi þar sem sá er ekki endilega samþykkur gjörð- unum. Röskunin er sjaldgæf og algengari meðal karla heldur en kvenna. Eftir því sem Fréttablað- ið kemst næst hefur ekki verið farið fram á slíkt mat áður hér- lendis. Hins vegar eru fordæmi fyrir því erlendis, meðal annars í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi og Kanada. Dæmi eru um að sýknað hafi verið í kynferðisbrotamálum þar sem viðkomandi hefur verið haldinn þessari röskun. - vh Vill fá geðlækni til að meta hvort ákærða þjáist af kynferðislegri svefnröskun eða sexsomnia: Telur sig hafa framið kynferðisbrot í svefni SVEFNRÖSKUN Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins segist konan ekki muna eftir atvikinu þar sem hún hafi verið sofandi. NORDICPHOTOS/GETTY VELFERÐARMÁL „Við mætum þeim þar sem þau eru stödd. Að þau upplifi að rýmið í Frú Ragn- heiði sé fyrir þau, að þar eru þau ekki dæmd, þurfa ekki að upplifa skömm og geta talað um þessa hluti á mjög eðlilegan hátt. Þannig geta þau treyst okkur fyrir spurning- um sem liggja á þeim og spjallað við okkur um vímuefnaneysluna og bara lífið,“ segir Svala Jóhannes- dóttir, verkefnastýra Frú Ragn- heiðar, skaðaminnkandi verkefnis á vegum Rauða krossins í Reykjavík. Verkefnið hefur verið starfrækt frá árinu 2009 og hefur þann til- gang að ná til jaðarhópa samfélags- ins sem erfitt reynist að nálgast, eins og heimilislausra og einstak- linga í miklum fíknivanda, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd í þeirra nær- umhverfi. Um 450 einstaklingar hafa nýtt sér þjónustuna. Svala segir fjölgun vera á meðal þeirra sem nýta sér þjónustuna en þau viti þó ekki hvort hópur- inn sé að stækka eða þau séu að ná til fleiri. Þjónustan er starfrækt fimm sinnum í viku frá klukkan 18 til 21 og fer á ákveðna staði til þess að hitta fólk þar sem það getur fengið heilbrigðisaðstoð og sótt sér hreinan sprautubúnað. Í janúar var tekin upp ný þjón- usta, notendasími, þar sem hægt er að hringja og biðja um að láta hitta sig á ákveðnum stöðum. Að sögn Svölu hefur það skilað miklu árangri. „Þessi þjónusta hefur mest verið notuð af ungum konum og nær eingöngu af konum. Það er mikið fagnaðarefni að vera komin með tæki sem nær til kvenna, hingað til hafa um 60 prósent þeirra sem leita í Frú Ragnheiði verið karlmenn þannig að við erum mjög ánægð að vera komin með tæki sem nær til kvenna.“ Svala segir Frú Ragnheiði hafa skilað árangri, meðal annars í fækkun á HIV-smitum á meðal fólks sem sprautar vímuefnum í æð. „Það hefur orðið gríðarleg lækkun. Á árunum 2009 til 2012 voru 34 einstaklingar sem smituð- ust af HIV úr þessum hópi, en 2013 og 2014 var aðeins einn á ári sem smitaðist af HIV. Það bendir allt til þess að Frú Ragnheiður hafi haft gríðarlega mikil áhrif á viðhorf og gildi fólks sem sprautar vímuefn- um í æð, en fræðslugildið er eitt af aðalmarkmiðum okkar. Að fræða fólk um skaðaminnkandi leiðir í sprautunotkun og gefa þeim tæki- færi á að taka ábyrgð á eigin vímu- efnaneyslu. Það hefur til dæmis orðið mikil aukning í að fólk komi til okkar og skili nálaboxum sem við förum svo með í förgun.“ viktoria@frettabladid.is Ná betur til kvenna í vímuefnaneyslu Frú Ragnheiður hefur sinnt um 450 einstaklingum frá árinu 2009. Sífellt fleiri sækja sér þjónustuna á ári hverju. Þjónustan hefur meðal annars skilað sér í töluverðri fækkun á HIV-smitum á meðal fólks sem sprautar vímuefnum í æð. FRÚ RAGNHEIÐUR Svala er verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Bíllinn keyrir um fimm daga í viku frá 18-21. Nýlega var tekinn í notkun notendasími sem hægt er að hringja í og biðja um að láta hitta sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það hefur til dæmis orðið mikil aukning í að fólk komi til okkar og skili nálaboxum sem við förum svo með í förgun. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. STJÓRNSÝSLA Í erindi Félags atvinnurekenda (FA) til atvinnuvegaráðuneytisins er farið fram á að ráðgjafar nefnd um inn- og útflutning landbúnaðar- afurða verði kölluð saman vegna yfirvofandi verk- falls dýralækna frá og með næstkomandi mánudegi. Í bréfinu er vísað til fréttar Fréttablaðsins í gær um að slátrun muni stöðvast í verkfallinu og að þá sé stutt í skort á svína-, kjúklinga- og nautakjöti í verslunum. Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri FA, bendir í bréfinu á að land- búnaðarráðherra beri, samkvæmt 65. grein búvörulaga, skylda til að gefa út opinn innflutningskvóta á lægri tollum, þegar framboð búvöru er ekki nægjanlegt á innanlands- markaði. „Félag atvinnurekenda fer þess á leit við ráðuneytið að það kalli saman ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarafurða og nefndin undirbúi að gefa þegar í stað út opinn tollkvóta fyrir fjölbreytilegt úrval nauta-, alifugla- og svínakjöts, komi til verkfalls,“ segir í bréfinu. Með skjótum við- brögðum nefndarinnar og ráðherra megi afstýra kjöt- skorti og tryggja fæðuöryggi landsmanna. „Aðgerða- leysi stjórnvalda mun á hinn bóginn, að óbreyttu, valda skorti á nauðsynlegum matvælum, skerða lífs- gæði og skaða allan almenning í landinu.“ - aí, óká Aðgerðaleysi sagt að óbreyttu valda skorti á matvælum og skerða lífsgæði: Ráðherra eigi að gefa út kvóta KJÖT Í KÆLI BÓNUSS Birgðir lambakjöts eru sagðar duga til hausts dragist verkföll á langinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN STJÓRNMÁL Jón Þór Ólafs- son, þingmaður Pírata, lagði í gær fram fyrirspurn til forseta Alþingis um kostnaðaráætlun með nefndarálitum. Jón spyr hvort for- seti hafi kallað eftir auknu fjár- magni til að þingið geti sinnt sínu lögbundna hlutverki við að útbúa kostnaðaráætlanir háð áliti fram- kvæmdavaldsins. Alþingi hefur í dag ekki aðstöðu til að búa til sjálfstætt mat eftir meðferð mála í nefndum. - srs Aðstöðu þingsins ábótavant: Spyr um aukið fé til þingsins 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 C -8 9 8 C 1 6 3 C -8 8 5 0 1 6 3 C -8 7 1 4 1 6 3 C -8 5 D 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.