Fréttablaðið - 15.04.2015, Page 10
15. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10
AÐALFUNDUR
Félags tæknifólks
í rafiðnaði
Félag tæknifólks í rafiðnaði
Aðalfundur Félags tæknifólks í rafiðnaði
verður haldinn í húsnæði RSÍ að
Stórhöfða 31, Grafarvogsmeginn
miðvikudaginn 22. apríl 2015 kl. 17.
Reykjavík 10.04.2015
Stjórn
Félags Tæknifólks í rafiðnaði
Viðurkenning
Öldrunarráðs Íslands 2015
Starfslok starfsmanna
Hér með óskar Öldrunarráð eftir tilnefningum til
viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands. Öllum er heimilit
að senda inn tilnefningar.
Frestur til að senda inn tilnefningar er til og með
26. apríl 2015 og skulu tilnefningar sendar til Öldrunarráðs
Íslands, Hrafnistu við Laugarás, 104 Reykjavík eða á
netfangið oldrunarrad@oldrunarrad.is
Öldrunarráð Íslands veitir sérstaka viðurkenningu
til fyrirtækja eða stofnanna sem hafa myndað sér
framúrskarandi stefnu varðandi starfslok starfs-
manna sinna og framfylgja henni á ábyrgan máta.
Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá
árinu 1972 þegar Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu
hans á Akureyri. Fyrirmynd hans er Jarlsberg,
frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með
örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna.
Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða
bara einn og sér.
www.odalsostar.is
ÓÐALSOSTUR
TIGNARLEGUR
FRAMKVÆMDIR Bygging nýs hótels
við Austurhöfn í Reykjavík hefst í
haust gangi áætlanir eftir. Hótel-
ið rís vestan við tónlistar- og ráð-
stefnuhúsið Hörpu, líkt og gert
hefur verið ráð fyrir í skipulagi
svæðisins.
Gert er ráð fyrir að bygging hót-
elsins taki tvö ár, að því er fram
kom í máli Richards L. Friedman,
forstjóra bandaríska fasteigna-
félagsins Carpenter & Company,
sem annast byggingu hótelsins, á
blaðamannafundi í Hörpu í gær, þar
sem upplýst var um áformin.
Þá kom fram í máli Friedmans að
fyrirtækið hefði og myndi hafa sam-
starf við innlenda verktaka, hönnuði
og fleiri við verkið, en þegar hefur
verið samið við verkfræðistofuna
Mannvit og T.ark-arkitekta um
hönnun og stjórnun framkvæmda.
Friedman sagði hins vegar ekki
tímabært að upplýsa um hvaða
hótel keðja fengi inni í byggingunni,
því enn væri verið að leggja loka-
hönd á samninga. Upplýsa ætti um
það eftir þrjár til fjórar vikur.
Í spjalli við blaðamann upplýsti
Friedman að kostnaður við bygg-
ingu hótelsins yrði í grennd við
hundrað milljónir Bandaríkjadala,
eða 10 til 15 milljarðar íslenskra
króna. „Í verkefni af þessari
stærðar gráðu og með þann árang-
ur í huga sem á að ná dugar ekki
að hafa neitt annars flokks,“ segir
Friedman. Það eigi jafnt við um
bygginguna sjálfa og innanstokks-
muni. Allt verði fyrsta flokks. „Stað-
setning sem þessi á ekkert skilið
nema það besta. Við ætlum að gera
hlutina rétt í fyrstu tilraun.“
Dagur B. Eggertsson, borgar-
stjóri í Reykjavík, sagði í ræðu sinni
fagnaðarefni að óvissunni væri
eytt um framtíðaruppbyggingu við
Hörpu. „Þetta er mikið fagnaðar-
efni fyrir alla sem hafa komið að
þessu húsi, þetta er fagnaðarefni
fyrir Reykjavíkurborg og þetta
er í raun ný vídd fyrir ferðaþjón-
ustuna hjá okkur að fá hingað fimm
stjörnu hótel.“ Það segir Dagur
styrkja Reykjavík sem ráðstefnu-
og fundaborg. „En síðast en ekki síst
var orðið mjög tímabært að fara að
fylla upp í holuna, því það var svona
alveg á mörkunum að menn færu að
aldursfriða hana,“ gantaðist Dagur
í ræðu sinni.
Létt var yfir gestum í Hörpu í
gær, enda útlit fyrir að loksins komi
bygging í húsgrunninn sem staðið
hefur tómur við hlið hússins. Hall-
dór Guðmundsson, forstjóri Hörpu,
kvaðst ekki hafa miklar áhyggjur af
því að nýtt hótel skyggði á Hörpu.
„Og þótt svo væri, þá vildi ég frekar
að skyggði á húsið úr þessari áttinni
en að hafa þess holu áfram hér við
hliðina.“ olikr@frettabladid.is
Nýtt hótel á 10 til
15 milljarða króna
Ekkert verður til sparað við byggingu og hönnun nýs hótels við Austurhöfn í Reykja-
vík, segir forstjóri fasteignafélagsins Carpenter & Company. Áætlað er að fram-
kvæmdir við bygginguna hefjist strax í haust. Áætlaður byggingartími er tvö ár.
Í HÖRPU Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter &
Company, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sem leiðir fjármögnun hótel-
byggingarinnar, skoða líkan af hótelinu og næsta umhverfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fasteignafélagið Carpenter og Company er alþjóðlegt fasteignafélag sem
er sérhæft í uppbyggingu hótela. Félagið hefur fest kaup á byggingarrétti
fyrir hótel á Austurbakka 2 við Reykjavíkurhöfn (Hörpureitur) af fyrri
eigendum og verður leiðandi fjárfestir í verkefninu. Carpenter reisir á
lóðinni 250 herbergja fimm stjörnu hótel, en í framhaldinu tekur leiðandi
alþjóðleg hótelkeðja við rekstri þess. Hótelið hýsir líka veislu- og fundar-
sali, fjölda veitingastaða auk heilsulindar.
Nýja hótelið á Hörpureitnum er fyrsta hótelverkefni Carpenter utan
Bandaríkjanna, en þar hefur félagið starfað með hótelkeðjum á borð við
St. Regis, Four Seasons, Marriott, Hyatt og Starwood.
Kolufell ehf., seljandi byggingarréttarins, þróar áfram íbúða- og
verslunarbyggð á suðurhluta lóðarinnar.
➜ Festu kaup á byggingarrétti hótelsins
LÍKANIÐ Hótelið
nýja stendur held-
ur lægra en Harpa
sem er fremst á
myndinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
AFSTÖÐUMYND Efst í hægra horninu
stendur Harpa, en vestur af húsinu
kemur svo hótelið. MYND/T.ARK
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
C
-E
C
4
C
1
6
3
C
-E
B
1
0
1
6
3
C
-E
9
D
4
1
6
3
C
-E
8
9
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K