Fréttablaðið - 15.04.2015, Qupperneq 30
| 8 15. apríl 2015 | miðvikudagur
Guðjón Auðunsson, forstjóri
Reita, hefur staðið í ströngu
undan farið við að undirbúa
skráningu fyrirtækisins í Kaup-
höll Íslands. Viðskipti með bréfi n
hófust svo á fi mmtudag í síðustu
viku.
Guðjón hefur langa starfs-
reynslu að baki. Hann hefur verið
forstjóri Reita í tæp fimm ár.
Áður var hann í níu ár hjá Essó,
sem síðar rann inn í N1, og þar
áður hjá Eimskipi í níu ár.
„Ég tók mastersgráðu í alþjóða-
viðskiptum og markaðssetningu
frá Háskólanum í Álaborg í Dan-
mörku. Þegar ég kom til Íslands
var ég lektor í tvö ár á Bifröst
eftir að honum hafði verið breytt
í háskóla og kenndi þar,“ segir
Guðjón. Hann segir að það hafi
verið mikil reynsla að taka á móti
námsefni í fi mm ár og verja síðan
tveimur árum á eftir í að miðla
því til annarra.
Guðjón sinnti fjölbreytilegum
verkefnum hjá Eimskipi, eftir að
hann byrjaði þar árið 1991. „Ég
var yfir markaðsdeild og var
framkvæmdastjóri Eimskips í
Bandaríkjunum og svo í Hamborg
í Þýskalandi í tvö ár,“ segir hann.
Hann segist ekki geta svarað því
til hvaða vinnustaður sé skemmti-
legastur, Eimskip, Esso eða Reit-
ir. „Þetta er eins og að gera upp
á milli barnanna sinna. Þú færð
mig ekki til að svara þessu,“ segir
Guðjón og hlær. Hann tekur fram
að það sé ótrúlega samheldinn
hópur sem hann hafi hitt á báðum
þeim fyrri vinnustöðum sem
hann var á, Esso og Eimskip, og
hann hitti fyrrverandi samstarfs-
menn sína þaðan reglulega.
Guðjón segist hafa unnið að
skráningu Reita eiginlega allt frá
því að hann byrjaði sem forstjóri.
„Félagið var að langstærstu leyti
í eigu viðskiptabankanna þriggja.
Þeir gátu ekki átt þetta félag til
framtíðar og um það var gert
samkomulag við Samkeppnis-
eftirlitið að þeir þyrftu að koma
þessu félagi af sínum höndum
innan tiltekins tíma,“ segir Guð-
jón. Verkefni hans á undanförn-
um árum hafi því verið daglegur
rekstur fyrirtækisins, endurfjár-
mögnun þess og undirbúningur
fyrir skráningu á markað.
Guðjón ver frítíma sínum að
mestu leyti í hreyfingu. „Mér
finnst útivera skemmtileg. Á
sumrin er það golfi ð. Ég er dott-
inn í það að klífa fjöll og er að
byrja að láta plata mig í það að
vera á hjóli,“ segir Guðjón. Á
veturna er hann aðallega í því
að spila fótbolta. „Frambyggðir
Þróttarar hittast tvisvar í viku
og spila fótbolta saman og svo
læt ég plata mig í spinning reglu-
lega,“ segir Guðjón. Hann reyni
því að hjóla inni á veturna en úti
á sumrin. jonhakon@frettabladid.is
Hittir Þróttara tvisvar
sinnum í viku í fótbolta
Guðjón Auðunsson hefur staðið í ströngu við að undirbúa skrán-
ingu Reita í Kauphöll Íslands. Hann hefur fjölbreytta starfsreynslu
og stýrði skrifstofum Eimskips í Bandaríkjunum og Þýskalandi.
Það er ekkert sirka hjá honum. Hann
veit alltaf nákvæmlega hvað hann er
að gera. Hann horfir fram í tímann og
ef hann er að fara að gera eitthvað
þá planleggur hann það mjög vel. Ef
það er eitthvað sem kemur á óvart
þá hefur hann gert ráð fyrir því að
það kæmi á óvart. Hann er heilmikill
íþróttamaður og er farinn að hjóla núna. Hann leggur sig
fram við það sem hann er að gera og er keppnismaður.
Hann er góður félagi og heilsteyptur og hefur góð og
heilbrigð prinsíp. Hann er ekki nógu lélegur í skák (svo
ég eigi betra með að vinna hann) og svo er hann ekki
nógu elskur að hundum systur sinnar. Aðra galla skortir
hann tilfinnanlega.
Sveinn Valgeirsson, prestur í Dómkirkjunni.
Við Guðjón höfum unnið saman á
tveimur vinnustöðum, fyrst hjá Eim-
skip og síðar hjá Olíufélaginu. Hann
er frábær samstarfsfélagi og mjög kær
og traustur vinur. Guðjón er hörku-
klár, strategískur, hugmyndaríkur og
markaðsþenkjandi. Ég hef alltaf litið
á Guðjón sem leiðtoga, hann er fram-
sýnn, hefur góða tilfinningagreind, hrífur fólk auðveldlega
með sér og er mjög drífandi. Ofan á þetta allt saman
er hann líka mjög skemmtilegur. Óþolinmæði kemur
upp í hugann ef ég á að benda á einhverja galla. Ég veit
að Guðjón er mikill áhugamaður í golfi og setur mikla
pressu á sig við að lækka forgjöfina. Það pirrar hann
hvað það gerist hægt.
Auður Björk Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá VÍS
DRÍFANDI OG HRÍFUR AÐRA MEÐ SÉR
VERKEFNINU LOKIÐ Guðjón Auðunsson
hringdi bjöllunni í Kauphöllinni við upphaf
fyrsta viðskiptadags.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
8
2
8
3
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
"
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
E
-2
D
3
C
1
6
3
E
-2
C
0
0
1
6
3
E
-2
A
C
4
1
6
3
E
-2
9
8
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K