Fréttablaðið - 12.08.2015, Síða 6

Fréttablaðið - 12.08.2015, Síða 6
12. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 IÐNAÐUR Heimsmarkaðsverð á áli lækkaði enn í júlí og hefur nú lækkað um tæp 18 prósent frá nóvember 2014. Töluverðar birgðir af áli sem og aukin fram- leiðsla Kínverja skýrir lækk- unina, sem hefur verið viðvar- andi síðustu árin. Stærstu viðskiptavinir Lands- virkjunar eru álver og er hluti tekna fyrirtækisins bund- inn álverði, en dregið hefur úr umfangi þess hluta í heildar- tekjum Landsvirkjunar. „Varðandi reksturinn þá eru þrír stærstu viðskiptavinir okkar álfyrirtækin, við fylgjumst því mjög grannt með áliðnaðinum og það sem einkennir álverð er að það er mjög sveiflukennt. Við höfum áður séð sveiflur og það hefur komið til baka og við vonum bara að það gerist aftur,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hörður segir að álverð hafi farið lengra niður en flestir áttu von á. Það hafi áhrif á afkomu Landsvirkjunar. „Það sem hefur áhrif á okkur er að hluti af okkar orkufram- leiðslu er tengdur við þróun álverðs og það hefur áhrif á um 30 prósent af tekjum okkar. Við höfum dregið markvisst úr því og árið 2009 var þetta 51 pró- sent, þannig að áhrifin eru minni. En meðan verðið er svona tengt hefur þetta alltaf áhrif á fram- tíðartekjur okkar. Það mun sjást í uppgjörunum okkar.“ Nokkur álver eru á teikniborð- inu, en Hörður segir að Lands- virkjun tjái sig ekki um verkefni í vinnslu vegna viðskiptalegra sjónarmiða. „Almennt má segja að svona lágt álverð hefur neikvæð áhrif á þau álverkefni sem menn eru að skoða á Íslandi og annars stað- ar. Það er alveg ljóst að það eru allar líkur á að það dragi úr vilja manna til að auka afköstin.“ Norðurál vinnur að stækkun álvers á Grundartanga og hefur unnið lengi að byggingu álvers í Helguvík. Ágúst F. Hafberg er framkvæmdastjóri viðskiptaþró- unar og samskipta hjá Norðuráli. „Við vinnum að stækkun á Grundartanga og það heldur bara áfram. Varðandi Helguvík þá erum við bara að bíða eftir orkumálum hjá HS Orku, það er svo sem ekkert meira um það að segja.“ kolbeinn@frettabladid.is Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, segir lækkandi álverð hafa áhrif á áhuga á byggingu álvera eða virkjana fyrir álver. Telur hann skynsamlegt að fara út í slíkar framkvæmdir út frá hagfræðilegu sjónarmiði? „Það er eitt hvað menn gera og annað hvað er skynsamlegt. Nei, ég held að það verði ekki af slíkum framkvæmdum. Ég reikna með að bæði sé áhugaleysi hjá þeim sem stjórna virkjanaframkvæmdum hér sem og álframleiðendum á því að gera eitthvað næstu árin. Ég sé ekki neinar líkur á því að það gerist neitt.“ Lítið á seyði næstu árin Verð á áli heldur áfram að lækka Álverð er komið langt niður fyrir viðmiðunarverð vegna arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. Um 30 prósent af tekjum Landsvirkjunar eru bundin álverði. Hlutfallið hefur farið ört lækkandi síðustu ár. Hagfræðingur segir litlar líkur á álversframkvæmdum næstu árin. ÁLVER UNDIRBÚIÐ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti í byrjun júlí ávarp við undirritun viljayfirlýsingar um fjármögnun byggingar álvers við Hafurs- staði í Skagafirði, en það er félagið Klappir Development sem stendur fyrir áformunum. MYND/KLAPPIR 3000 2500 2000 1500 Bandaríkjadalir Verð á áli (LME), dalir/tonn 2011 2012 2013 2014 2015 VERÐÞRÓUN ÁLS Á HEIMSMARKAÐI SJÁVARÚTVEGUR Aldrei hefur meira magn mælst af makríl í lögsögu Íslands. Þetta sýna bráð- birgðaniðurstöður leiðangurs Árna Friðriks- sonar fyrir Hafrannsóknastofnun. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu Hafrannsókna- stofnunar í gær. Makríll fyrir öllu Vestur- og Austurlandi var í svipuðu magni og undanfarin ár en magnið var minna norðan við land. Samkvæmt bráða- birgðaniðurstöðum er heildarmagn makríls í íslenskri lögsögu meira en nokkru sinni frá því athuganirnar hófust árið 2009. Við Grænland var makríl að sjá á stærsta hluta rannsóknasvæðisins. Þetta er sjöunda sumarið sem leiðangurinn er farinn og í þriðja sinn sem Árni Friðriksson er fenginn til að rannsaka grænlenska hafsvæðið í þessum tilgangi. Tólf dögum var varið í rann- sóknir þar. Um leið fóru einnig fram hvalataln- ingar, en víðtækar hvalatalningar hafa staðið yfir í norðanverðu Atlantshafi frá því í júní. Verkefnið er hluti af sameiginlegum rann- sóknum Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga og Grænlendinga á dreifingu og magni uppsjávar- tegunda í Norðaustur-Atlantshafi. Fram undan er frekari úrvinnsla á gögnum sem safnað var í leiðangrinum og verða heildarniðurstöður kynntar síðar. - þea Bráðbirgðaniðurstöður Hafró sýna mun meira magn makríls sunnan við Ísland en undanfarin ár: Aldrei mælst meira af makríl í lögsögunni MAKRÍLL Mun meira var af makríl sunnan við Ísland en undanfarin ár. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON 1. Hver er sendiherra Þýskalands hér á landi? 2. Hve mörg Íslandsmet féllu á HM í sundi um síðustu helgi? 3. Hvað heitir ný plata Agent Fresco? SVÖR 1. Thomas Hermann Meister 2. Ellefu 3. Destrier VEISTU SVARIÐ? Nicotinell, lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Hætta skal alfarið reykingum meðan á meðferð með Nicotinell stendur. Upphafsskammtur skal ákvarðaður út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Verði vart við aukaverkanir þegar hærri styrkleiki er notaður skal íhuga að skipta yfir í lægri styrkleika. Meðferðarlengd er einstaklingsbundinn. Samtímis neysla á súrum drykkjum, eins og t.d. kaffi og sódavatni, getur minnkað frásog nikótíns í munni. Forðast skal þessa drykki í 15 mínútur fyrir notkun lyfjatyggigúmmís. Tyggja skal eitt stykki Nicotinell lyfjatyggigúmmí við reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stykki á sólarhring, þó ekki fleiri en 15 stykki af 4 mg lyfjatyggigúmmíi og 25 stykki af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Vegna eiginleika lyfjatyggigúmmís sem lyfjaforms getur nikótínþéttni í blóði verið mismunandi á milli einstaklinga. Því skal miða tíðni skammta við einstaklingsþörf, innan uppgefinna hámarksskammta. Tyggja skal eitt lyfjatyggigúmmí þar til finnst sterkt bragð. Lyfjatyggigúmmíið skal því næst hvíla á milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal byrja að tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mínútur. Í flestum tilfellum skal meðferðin standa í a.m.k. 3 mánuði. Eftir 3 mánuði skal draga smám saman úr notkun. Venjulega er ekki mælt með notkun Nicotinell lyfjatyggigúmmís lengur en í eitt ár. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Þeir sem reykja ekki og þeir sem hafa ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna eiga ekki að nota Nicotinell. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota Nicotinell ef þú: ert þunguð, með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi. Einstaklingar undir 18 ára aldri mega ekki nota Nicotinell nema að læknisráði. Nikótín sem er gleypt getur valdið versnun einkenna hjá sjúklingum sem eru með bólgu í vélinda, munni eða koki, magabólgu eða magasár. Einstaklingum með gervitennur, eiga við vandamál í liðamótum kjálka og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform en lyfjatyggigúmmí. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfjatyggigúmmíið. Athuga ber að lyfjatyggigúmmíið og munnsogstöflurnar innihalda natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321) sem getur valdið staðbundinni ertingu slímhúðar en sumar bragðtegundir innihalda að auki sorbitól (E420), maltitól (E965) eða aspartam (E 951) sem ekki allir mega taka. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Ertu að hætta að reykja? Veistu hvaða bragðtegund hentar þér? Fæst í 6 bragðtegundum! NICOTINELL LYFJATYGGIGÚMMÍ 1 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 B 6 -F 4 6 C 1 5 B 6 -F 3 3 0 1 5 B 6 -F 1 F 4 1 5 B 6 -F 0 B 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.