Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 8
12. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8
OFBELDISMÁL „Hann byrjaði aftur
að ofsækja mig eftir að hann áfrýj-
aði dómnum í byrjun júlí. Skila-
boðin sem ég hef fengið á einum
mánuði eru um tvö hundruð. Bara
í dag hef ég fengið fimmtán skila-
boð frá honum,“ segir Ásdís Hrönn
Viðarsdóttir sem hefur ítrekað
kært hótanir og brot á nálgunar-
banni sem sett var á fyrrverandi
sambýlismann hennar, fyrst árið
2012.
Ásdís og maðurinn bjuggu
saman í um tíu mánuði árið 2011
og eftir að samvistum lauk hefur
hann meira og minna ofsótt hana.
Ásdís sagði sögu sína í Kastljósi
í fyrra og lagði þar áherslu á að
nálgunarbann væri fullkomlega
gagnslaust þegar lögregla brygðist
ekki við því þegar það væri brotið.
Af ótta við manninn ákvað Ásdís
árið 2013 að flýja til Þórshafnar á
Langanesi, ásamt börnum sínum
og býr þar enn í dag.
26. júní síðastliðinn féll dómur
í Héraðsdómi Reykjaness gegn
fyrrverandi sambýlismanni Ásdís-
ar. Að sögn Ásdísar var hann
meðal annars sakfelldur fyrir lík-
amsárás, um átta hundruð brot á
nálgunarbanni, brot gegn barna-
verndarlögum og að hafa brotið
gegn blygðunarsemi hennar. Hann
hlaut fimmtán mánaða dóm, þar af
þrjá mánuði óskilorðsbundna.
Maðurinn hefur áfrýjað dómn-
um. „Og þá byrjuðu ofsóknirnar
aftur, eftir árs pásu. Nú þarf ég
aftur að sitja undir óhróðri og hót-
unum frá honum,“ segir Ásdís.
„Ég mun aldrei gefast upp“, „Þú
ert lygari og átt eftir að fá þetta
í bakið“, og „Ég er ekki að fara
neitt“ eru dæmi um nýleg skila-
boð sem Ásdís hefur fengið.
Hún segir hann senda foreldr-
um sínum og núverandi sambýlis-
manni skilaboð líka. „Hann er
meira að segja farinn að senda
börnum hans.“
Að sögn Ásdísar hefur þessi tími
reynst mjög erfiður og veit hún ekki
hvað er hægt að gera í stöðunni.
Ásdís keyrði frá Þórshöfn til
Akureyrar í byrjun júlí til þess
að láta taka afrit af skilaboðun-
um. „Ég krafðist nálgunarbanns
hjá lögreglustöðinni á Þórshöfn og
fór svo til Akureyrar á lögreglu-
stöðina samdægurs með símann,“
segir Ásdís.
„Ég hef ég ekkert heyrt frá
lögreglunni. Það þarf eitthvað að
laga í þessu kerfi, þetta er ekki
hægt,“ segir Ásdís og bætir við
að nú sé kominn mánuður síðan
hún bað um nálgunarbann en það
hafi enn ekki gengið úrskurður.
„Ég er orðin svo ótrúlega þreytt
á þessu.“
nadine@frettabladid.is
Ofsóknir aftur eftir árs hlé
Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar,
fyrst árið 2012. Maðurinn var í júlí dæmdur fyrir ýmis brot gegn Ásdísi. Hann áfrýjaði og hefur tekið upp ofsóknir á ný.
ÁSDÍS HRÖNN VIÐARSDÓTTIR Af ótta við fyrrverandi sambýlismann sinn flutti Ásdís Hrönn Viðarsdóttir til Þórshafnar
árið 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BELGÍA Yfirvöld í Evrópusam-
bandinu hafa ákveðið að fram-
lengja stuðning til bænda innan
sambandsins vegna viðskipta-
þvingana Rússlands sem bann-
ar innflutning á matvælum frá
Evrópusambandinu.
Aðstoð sambandsins var komið
á í fyrra og hefur verið ákveðið
að halda aðstoðinni áfram og mun
hún vara til júní 2016.
Gunnar Bragi Sveinsson utan-
ríkisráðherra hefur viðrað þá
hugmynd að taka upp aðstoð af
svipuðum toga ef Ísland verður
fyrir þvingunum. - srs
Þvingunaraðgerðir Rússa:
Endurnýja að-
stoð til bænda
FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB Aðstoðin
nær til ársins 2016. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORGILS
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Listamenn taka þátt
Ný alþjóðleg listahátíð, Cycle Music and
Art Festival, fer fram í Kópavogi
13. til 16. ágúst. Um hundrað lista-
menn, innlendir sem erlendir, taka þátt
eða eru með verk á hátíðinni sem sýnd
verða víða um bæ. Viðburðir eru alls
37 auk myndlistarsýningar. Miðpunktur
hátíðarinnar er í menningarhúsum
bæjarins, Gerðarsafni, Salnum, Nátt-
úrufræðistofu Kópavogs og Bókasafni
Kópavogs. Ókeypis er inn á flesta við-
burði og eru allir velkomnir.
1
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
B
6
-E
F
7
C
1
5
B
6
-E
E
4
0
1
5
B
6
-E
D
0
4
1
5
B
6
-E
B
C
8
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K