Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 14
12. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Góð lýsing hjá Jóni Gnarr í Fréttablaðinu, laug-
ardaginn 8. ágúst sl. Þar lýsir hann stöðunni í
almenningssamgöngum í Grafarvogi þar sem
hann átti heima eitt sinn. Hann lýsir stopul-
um og óhentugum strætisvagnasamgöngum.
Sönn lýsing hjá Jóni á raunveruleikanum þá,
en það sem er athyglisvert er að lítið hefur
breyst í þeim málum þrátt fyrir að Jón hefði
sjálfur getað haft þar mikil áhrif. Raunar hefur
lítið verið gert fyrir þá liðlega tuttugu þúsund
manna byggð í Grafarvogi frá því Ingibjörg Sól-
rún sat í stól borgarstjóra.
Hvað er þá til ráða fyrir barnmargar fjöl-
skyldur sem búa í úthverfum? Jú, þau verða
að kaupa sér „ónýtar bíldruslur“ af bílasölum
og kaupa bensín af bensínsölum sem hata fólk
sem hjólar ekki með hjálm! Eins og Jón orðar
það þá er íbúum haldið í helgreipum einka-
bílsins. Fólk er fífl í huga Jóns, eða þau 75%
borgar búa sem nota bíl til að koma sér og sínum
milli staða. Fullyrðingarnar eru hver annarri
furðulegri hjá Jóni í þeirri aumu tilraun að
gera lítið úr þeim sem kjósa og verða að nota
einkabílinn. Jón segir erindin sem fólk sinn-
ir með notkun einkabílsins vera „fáránleg“,
að ferðast í bíl valdi „offitu“ sem og þeir séu
„stórhættulegir“. Rétt er það hjá Jóni að bílar
geta verið hættulegir en ég veit ekki um neinn
samgöngumáta sem ekki getur verið hættuleg-
ur. Auðvitað verða samgöngur hættulegri eftir
því sem gatnakerfið eyðist hægt og bítandi upp.
Jón Gnarr hóf þá vegferð sem enn stendur að
hætta að halda götum borgarinnar við, hvað þá
að byggja nýjar. Þess vegna stöndum við uppi
í dag með ónýtar götur og margfaldan kostnað
við endurnýjun. Já, rétt hjá Jóni, það er dýrt að
eiga ónýta bíldruslu og ekki verður það ódýrara
þar sem viðhaldskostnaður hennar snareykst
vegna skemmda sem hljótast af ónýtu gatna-
kerfi. Ég veit ekki hvar Jón fær þá hugmynd að
bíla- og bensínsalar agnúist út í hjól sem ferða-
máta, þvert á móti. Engan hef ég heyrt tala á
þeim nótum, hvorki bíla- né bensínsala.
Sjálfur hjóla ég mikið og hef af því mikla
gleði og er mjög ánægður með þá þróun að
lagðir séu betri og fjölbreyttari hjólastígar. Ég
nota hins vegar hjálm því ég er með toppstykk-
ið í lagi og vil halda því þannig! Það breytir
því ekki að íbúar höfuðborgarsvæðisins eru og
verða háðir því í flestum tilfellum að nota bíl-
inn og þarf ekki að færa rök fyrir því, þau eru
augljós. Jafnvel þó hugsanlega nokkrir pólitík-
usar í 101 haldi öðru fram. Ég tel Jón á villi-
götum í umræðu sinni, hann reynir að búa til
einhvers konar með og á móti stemmingu fyrir
ákveðnum samgöngumáta. Því fjölbreyttari
samgöngur því betra. Betra umhverfi fyrir
hjólreiðamenn er líka betra umhverfi fyrir þá
sem aka um í bíl. Að lokum vil ég benda Jóni
Gnarr, dagskrárstjóra 365 miðla, að temja
sér meiri víðsýni, fögnum fjölbreytileikanum
gerum fólki kleift að ferðast á þann máta sem
það kýs og verður. Einn samgöngumáti útilokar
ekki annan, spennum beltin og öryggið toppinn.
Jón Gnarr á villigötum
SAMGÖNGUR
Özur Lárusson
framkvæmdastjóri
Bílgreinasam-
bandsins og Grafar-
vogsbúi
GLÆSILEG
MATAR-
STELL
KÍKTU Á
ÚRVALIÐ
F
yrir kemur að manni þyki hlutir breytast hægt í
stjórnsýslu hér á landi. Kannski er það í mannseðlinu
að tregðast við þegar kemur að breytingum. Auðvitað
eru ekki allar breytingar til góðs og vissara að fara
sér hægt í einhverjum málum, en ekki á að standa í
vegi fyrir breytingum til batnaðar. Eitt slíkra úrbótamála sem
virðist hafa velkst áfram árum saman er hvernig staðið er að
málum í tengslum við málaskrá lögreglu.
Í Fréttablaðinu í gær er greint frá því að Héraðsdómur
Reykjavíkur hafi nýverið ógilt ákvörðun ríkislögreglustjóra
um að veita, á grundvelli
upplýsinga í málaskrá lög-
reglu, ungum manni neikvæða
umsögn í tengslum við umsókn
hans um aðgang að haftasvæði
flugverndar. Var með því úti um
flugmannsdraum mannsins.
Vert er að halda því til haga
að ungi maðurinn er með hreint
sakavottorð, þótt hann hafi á einhverjum tíma átt vafasama
vini og því komið við sögu lögreglu sem vitni og við skýrslugjöf.
Það getur nefnilega hver sem er ratað inn á þessa málaskrá
lögreglunnar, svo sem við að tilkynna um slys, eða með því að
hafa verið í húsakynnum þar sem lögregla hefur haft afskipti af
öðrum, svo sem vegna fíkniefnaneyslu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slegið er á hendur þeirra
sem farið hafa með upplýsingar úr þessari málaskrá. Vorið
2005 komst Persónuvernd til dæmis að því að Tollstjóranum í
Reykjavík hafi verið óheimilt að afla upplýsinga úr málaskrá
lögreglunnar um konu sem sótt hafði um starf þjónustufulltrúa
á lögfræðideild innheimtusviðs embættisins.
Hér á málum að vera svo fyrir komið að hver maður skuli
teljast saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð fyrir dómi.
Og þó að lögregla hafi skráð upplýsingar í málaskrá lögreglu,
líkt og gert er „í löggæslutilgangi, til nota við rannsókn mála
og uppljóstran brota“ eins og Persónuvernd orðaði það 2005, þá
verður að teljast í hæsta máta vafasamt að grípa til þeirra upp-
lýsinga síðar (í takmörkuðu samhengi) til að meta hæfi fólks til
starfa á einhverjum vettvangi.
Taka má undir orð Katrínar Oddsdóttur, lögmanns unga
mannsins sem vísað er til hér að ofan, í blaðinu í gær um að
notkun á málaskrá lögreglu sé oft og tíðum vafasöm. „Það
verður að búa til skýrar reglur um hvað megi geyma þar, hve-
nær því ber að eyða og með hvaða hætti megi nota það sem þar
stendur.“
Gagnasöfnunin er enda verulaga umfangsmikil. Í fyrirspurn
Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, til Ólafar Nordal innan-
ríkisráðherra í mars síðastliðnum um málið komu fram tölur úr
svari Ögmundar Jónassonar, þá innanríkisráðherra, til hennar
árið 2012. Þá voru 325.003 einstaklingar (19.754 látnir) og 19.621
fyrirtæki í málaskránni. Hún segist í blaðinu í gær ítrekað hafa
rætt málið á Alþingi. „En svo gerist ekki neitt,“ sagði hún.
Þögn innanríkisráðherra um málið nú veldur ákveðnum
vonbrigðum. Ef marka má skoðanakannanir verður Birgitta þó
innan tíðar í aðstöðu til að ráða einhverju um framhaldið.
Málaskráin er
mál út af fyrir sig
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Vel falin tillaga til afsagnar?
Björt framtíð stendur frammi fyrir
nokkrum vandræðum. Fyrrverandi
stjórnarformaður flokksins hefur
opinberlega nánast lýst yfir van-
trausti á sitjandi formann, Guð-
mund Steingrímsson. Til að lægja
öldurnar í flokknum hefur Guð-
mundur komið með þá tillögu að
stjórnarmenn geti skipst á
að vera formaður og verði
sú tillaga samþykkt muni
hann ekki taka sæti sem
formaður. Einhver gæti
túlkað það sem svo að
útspil formannsins sé
„falin afsagnartillaga“.
Verði tillagan felld
muni hann áfram
gegna formennsku.
11 sveitarstjórnarmenn
Flokkurinn hefur ekki verið að
mælast hátt síðustu mánuði og er í
nýlegri könnun kominn undir fimm
prósenta markið. Vilja margir meina
að flokkurinn sé ekki nægilega
afgerandi á þingi og sé of líkur fjór-
flokknum. Síðustu sveitarstjórnar-
kosningar sýna samt sem áður að
fjöldi fólks treysti flokknum og
einstaklingum innan hans fyrir
stjórnartaumunum í sínum
sveitarfélögum. Þessir fulltrúar
flokksins gætu á endanum
verið dýrmætir og bjargað
flokknum frá því að
detta út af þingi.
Langt sumarfrí ríkisstjórnar
Ríkisútvarpið greindi frá því í gær
að langt væri síðan ríkisstjórnin
hefði tekið eins langt frí og raun
ber vitni. Nú í dag eru 36 dagar frá
því síðasta ríkisstjórn kom saman til
fundar og hefur upplýsingafulltrúi
forsætisráðuneytisins látið hafa
eftir sér að ekki hafi verið boðað
til nýs fundar. Oft er sagt að
engar fréttir séu góðar fréttir. Ef
lítið er að gera hjá ríkisstjórn-
inni hljóti allt að ganga með
ágætum í íslensku þjóðfélagi.
Það er allavega óskandi
ef svo er komið og að
ríkisstjórnin þurfi ekki
að funda nema annan
hvern mánuð.
sveinn@frettabladid.is
1
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
B
6
-D
6
C
C
1
5
B
6
-D
5
9
0
1
5
B
6
-D
4
5
4
1
5
B
6
-D
3
1
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K