Fréttablaðið - 12.08.2015, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 12. ágúst 2015 | SKOÐUN | 15
Dagskrá:
» Inngangsorð
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
» Kynning á kerfisáætlun 2015-2024
Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og
tæknisviðs Landsnets.
» Kynning á umhversfisskýrslu kerfisáætlunar
Stefán Gunnar Thors, sviðsstjóri umhverfis og
skipulags hjá VSÓ Ráðgjöf.
» Fyrirspurnir og umræður
Fundarstjóri: Íris Baldursdóttir.
Landsnet býður til opins kynningarfundar um tillögu að kerfisáætlun 2015-2024 og
umhverfisskýrslu áætlunarinnar föstudaginn 14. ágúst 2015, milli kl. 9 og 10:30,
í þingsal 2 á Hótel Natura í Reykjavík (áður Hótel Loftleiðir).
Með breytingum sem Alþingi gerði í vor á raforkulögum var lagagrundvöllur kerfisáætlunar Landsnets festur í sessi og hlutverk
hennar skýrt enn frekar. Áætlunin, sem uppfærð er árlega, er annars vegar langtímaáætlun Landsnets um framtíðaruppbyggingu
flutningskerfis raforku og hins vegar framkvæmdaáætlun fyrirtækisins til næstu þriggja ára.
Skrásetning á heimasíðu Landsnets, landsnet.is, eða í síma 563 9300. – Allir velkomnir!
Flutningskerfi raforku
– uppbygging næstu 10 árin
Áhugasamir, sem eiga þess
ekki kost að mæta á
fundinn á Hótel Natura,
geta fylgst með beinni
útsendingu frá honum á
heimasíðu Landsnets.
Á heimasíðunni eru einnig
aðgengileg drög að
kerfisáætlun 2015-2024 og
umhverfisskýrslunni.
Frestur til að gera
athugasemdir eða koma
með ábendingar er til og
með 1. september 2015.
AT
H
YG
LI
-
Ág
ús
t 2
01
5
Í Danmörku spyrja
stjórnvöld hvað þau geti
gert til þess að bæta
kjör og aðstöðu eldri
borgara. Hér á landi
leita stjórnvöld allra
leiða til þess að komast
hjá því að hækka lífeyri
eldri borgara jafnvel
þótt kaup launþega sé
að hækka. Ólíkt hafast
stjórnvöld að í þessum
tveimur löndum. Það er
mismunandi afstaða
til eldri borgara í Dan-
mörku og á Íslandi. Það
er eins og Alþingi og
ríkisstjórn á Íslandi séu and-
snúin eldri borgurum. Það er
orðið tímabært, að þessar valda-
stofnanir á Íslandi breyti um
afstöðu til aldraðra og öryrkja
og taki upp jákvæðari afstöðu til
þeirra. Alþingi ætti að taka sig
á strax í haust, nú í september
og samþykkja ríflegar kjara-
bætur til lífeyrisþega. Nýjar
skoðanakannanir leiða í ljós, að
kjósendur ætla ekki að sætta
sig við hvað sem er frá stjórn-
málaflokkunum. Eldri stjórn-
málaflokkar hafa fengið rauða
spjaldið. Það er eins og þeir séu
á skilorði. Ef þeir ekki taka sig á
og vinna betur fyrir kjósendur
má búast við að einhverjir þeirra
verði slegnir út. Þeir fá nýtt
tækifæri strax í næsta mánuði.
Alþingi kemur saman
8. september
Það styttist í að Alþingi komi
saman á ný en það mun koma
saman 8. september. Þá
gefst aftur möguleiki
til þess fyrir stjórnar-
flokkana að efna kosn-
ingaloforðin við aldraða
og öryrkja sem enn eru
óuppfyllt. Þar ber hæst
kjaragliðnun tímabils-
ins frá 2009, sem ekki
er farið að efna enn. Það
þýðir a.m.k. 20% hækk-
un á lífeyri að efna þetta
loforð. Lífeyrisþega
munar um það. Einnig
er eftir að efna nokkur
loforð um afturköllun
kjaraskerðingar frá 2009
en þar munar mikið um að leið-
rétta skerðingu á frítekjumarki
vegna fjármagnstekna. Það mál
rataði inn í stjórnarsáttmálann
en það hefur ekki dugað til. Það
er ekki farið að efna það enn.
Lífeyrisþegar fá ekki eina krónu
Síðan bætist nú eftirfarandi við í
syndaregistur stjórnarflokkanna:
Stjórnin hefur hlunnfarið aldr-
aða og öryrkja í kjölfar nýrra
kjarasamninga, sem tóku gildi
1. maí á þessu ári. Gamli leikur-
inn er leikinn gagnvart lífeyris-
þegum: Þó að launafólk fái veru-
legar kjarabætur, eða 31 þúsund
króna hækkun á mánaðarlaunum
frá 1. maí (14,5%), fá lífeyrisþeg-
ar ekki samhliða því eina krónu
í hækkun. Aldraðir og öryrkjar
eiga ekki að fá neinar kjarabæt-
ur í átta mánuði. Og þegar ríkis-
stjórninni loks þóknast að láta
lífeyrisþega fá einhverja hækk-
un er það eins brot af því, sem
láglaunafólk fær, eða 8,9% í stað
14,5%. Launþegar fá 28% hækk-
un á þremur árum en lífeyrisþeg-
ar virðast aðeins eiga að fá þessi
8,9% eða tæplega þriðjung af
hækkun launþega.
Hvað er til ráða?
Rætt verður í kjaranefnd Félags
eldri borgara í Reykjavík hvað
er til ráða í kjaramálum eldri
borgara. Stjórnvöld leiðrétta
ekki kjaragliðnun liðins tíma
þrátt fyrir ákveðin loforð þar
um. Og stjórnvöld neita að láta
lífeyrisþega fá sömu kjarabætur
og láglaunafólk er að fá. Kjara-
gliðnunin eykst því en minnk-
ar ekki þrátt fyrir fyrirheit um
hið gagnstæða. Ljóst er því, að
gömlu baráttuaðferðirnar duga
ekki lengur. Það verður að fara
nýjar leiðir til þess að knýja
kjarabæturnar fram. Þar koma
ýmis úrræði til greina. Þau
munu sjá dagsins ljós á næst-
unni. Stjórnvöld geta ekki hunds-
að eldri borgara og öryrkja
áfram án þess að þeir grípi til
nýrra aðgerða og varna. Eldri
borgarar, 67 ára og eldri, voru 37
þúsund talsins 2014 og verða 45
þúsund árið 2020. Þetta er því
stór og öflugur hópur. Hann mun
ekki áfram láta valta yfir sig.
Neikvæð afstaða stjórnvalda
til aldraðra og öryrkja! Lögreglustjórinn í Vestmanna-eyjum er þeirrar skoðunar að
ótímabærar upplýsingar til
fjölmiðla um meint kynferðis-
brot geti verið skaðlegar af
tveimur ástæðum: Í fyrsta lagi
geti þær aukið enn á þjáningar
þolandans, m.a. í erfiðu kæru-
ferli fyrstu dagana eftir brotið.
Í öðru lagi geti þær torveldað
rannsókn málsins og auðveldað
gerandanum að komast undan.
Hvort tveggja er stutt svo gild-
um og augljósum rökum að
óþarfi er að fjölyrða um þau hér.
Í ljósi þessara sjónarmiða beindi
lögreglustjórinn þeim tilmælum til við-
bragðsaðila fyrir Þjóðhátíðina í Eyjum
að þeir tjáðu sig ekki á fyrstu stigum
málsins um meint kynferðisbrot.
Þetta voru eðlileg og rökrétt tilmæli
af hálfu lögreglustjórans þótt þau hefðu
vissulega getað verið betur orðuð, en þá
ber reyndar að hafa í huga að þetta var
minnisblað til viðbragðsaðila, sem ein-
hver lak í fjölmiðla, en ekki fréttatil-
kynning. Nú tók við eitthvert sérkenni-
legasta sjónarspil sem ég hef orðið
vitni að í opinberri umræðu – og hef ég
þó marga fjöruna sopið í þeim efnum.
Kannski mætti kalla þetta Íslandsmót
álitsgjafa í útúrsnúningum 2015?
Allt í einu byrjaði einhver að garga:
Þöggun! Þöggun! Álitsgjafarnir ærð-
ust og löptu þessa orðaleppa upp hver
eftir öðrum – greinilega margir hverjir
án þess að hafa sjálfir lesið tilmæli lög-
reglustjórans. Í þeim er nefnilega ekki
að finna snefil af tilburðum til þöggunar
né tilmæli um slíkt. Aðeins vel rökstudd
sjónarmið um tímasetningu á upplýs-
ingagjöf með hagsmuni fórnarlambanna
að leiðarljósi. Að kalla þetta þöggun er
rökleysa og misnotkun á hugtakinu.
Staðreyndir málsins hindruðu þó ekki
alls konar fólk í að stökkva upp á þenn-
an útúrsnúninga- og fordæmingarvagn
og óbrjálaðir menn voru jafnvel
farnir að halda því fram í virðu-
legum útvarpsþætti að lögreglu-
stjórinn væri sennilega að gæta
einhverra vafasamra fjárhags-
legra hagsmuna í Vestmanna-
eyjum með þessum tilmælum
(sic!). Og alltaf varð ég meira og
meira hissa á því hverjir tíndust
upp á vagninn. Og mest hissa
varð ég þegar talskona Stíga-
móta brást við útúrsnúningun-
um og ruglinu eins og um stað-
reyndir væri að ræða.
Og enn var gefið í útúrsnúningana
eftir Þjóðhátíðina. Þá sagði lögreglu-
stjórinn í viðtali, þar sem augljóst var
af samhenginu að verið var að tala um
önnur brot en meint kynferðisbrot, að
ekki hefðu orðið alvarlegar líkams-
árásir. Þá var gargað: Lögreglustjórinn
í Vestmannaeyjum telur nauðgun ekki
alvarlega líkamsárás! (sic!). Og enn var
talskona Stígamóta dregin á flot og lét
sig hafa það að segja að ummæli lög-
reglustjórans, sem hann aldrei viðhafði,
væru ekki svaraverð!
Alltaf þyngdust árásirnar á persónu
hins nýja lögreglustjóra í Vestmanna-
eyjum og enduðu í hreinni viðurstyggð í
kommentakerfum og samfélagsmiðlum.
Þá bar svo til að ung kona, hugrakkur
þolandi tveggja nauðgana, steig fram og
lýsti opinberlega heilshugar yfir stuðn-
ingi við þau sjónarmið sem fram komu
í tilmælum lögreglustjórans. Ætla álits-
gjafarnir og talskona Stígamóta líka að
saka þessa konu um tilburði til þöggun-
ar – eða skilningsleysi á hlutskipti þol-
andans?
Ég kann ekki betra ráð til þess máls-
metandi fólks sem kastaði olíu á þennan
útúrsnúninga- og fordæmingareld, ekki
síst talskonu Stígamóta, en að það taki
sig til og biðji Páleyju Borgþórsdóttur,
lögreglustjóra, afsökunar hver á sínum
loga í þessari galdrabrennu.
Ærðir álitsgjafar
KJÖR
ALDRAÐRA
Björgvin
Guðmundsson
formaður kjara-
nefndar Félags eldri
borgara í Reykjavík
og nágrenni
➜ Stjórnin hefur hlunn-
farið aldraða og öryrkja í
kjölfar nýrra kjarasamn-
inga, sem tóku gildi 1.mai
á þessu ári.
LÖGREGLUMÁL
Páll Magnússon
sjónvarpsmaður
og fyrrverandi
útvarpsstjóri
1
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
B
6
-E
5
9
C
1
5
B
6
-E
4
6
0
1
5
B
6
-E
3
2
4
1
5
B
6
-E
1
E
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K