Fréttablaðið - 12.08.2015, Page 16
12. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT
Guðrún Hannesdóttir
Kristín Hannesdóttir
Halla Hannesdóttir
Páll H. Hannesson
Pétur H. Hannesson
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir
samúð og hlýhug vegna
andláts foreldra okkar
HANNESAR
PÁLSSONAR OG
SIGRÚNAR
HELGADÓTTUR
Sólheimum 42,
Reykjavík.
Bróðir okkar, mágur og frændi,
GUNNAR SIGHVATSSON
GUNNI FRÆNDI
húsasmíðameistari
Frostafold 32, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir
sunnudaginn 9. ágúst. Útförin auglýst síðar.
Sigrún Sighvatsdóttir Jón Gústafsson
Ólöf Sighvatsdóttir Þorvaldur Bragason
Gísli Sighvatsson Kristjana G. Jónsdóttir
Ástrós Sighvatsdóttir
og systkinabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR
frá Vörum,
Garði.
Guð blessi ykkur öll.
Valgerður Þorvaldsdóttir Bragi Guðmundsson
Halldór Kr. Þorvaldsson Kolbrún Valdimarsdóttir
Ingimar J. Þorvaldsson Elín Kjartansdóttir
Vilberg J. Þorvaldsson Helena Rafnsdóttir
Þorvaldur Þorvaldsson Mikkalína Þ. K. Finnbjörnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN GUÐNADÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
andaðist á Landspítalanum 6. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 21. ágúst kl. 15.00.
Kári Sigfússon
Guðni Már Kárason María Hrönn Magnúsdóttir
Sigfús Ásgeir Kárason Birna Jónsdóttir
Kristín Helga Káradóttir
og barnabörn.
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
EIÐUR VALUR STEINGRÍMSSON
Beisi frá Ingvörum,
mjólkurbílstjóri,
lést mánudaginn 10. ágúst. Jarðarförin fer
fram í Dalvíkurkirkju laugardaginn 15. ágúst
kl. 13.30. Jarðsett verður að Tjörn.
Systkini og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
mágkona, amma og langamma,
SIGRÍÐUR HREFNA MAGNÚSDÓTTIR
Lundi 3,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 5. ágúst sl. Jarðarförin
fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 13. ágúst
kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á barnaspítalasjóð Hringsins.
Ásta Pétursdóttir Júlíus Bjarnason
Erla Pétursdóttir Ísleifur Leifsson
Guðrún Sylvía Pétursdóttir
Ólöf Sylvía Magnúsdóttir Guðmundur Kr. Guðmundsson
ömmubörn og langömmubörn.
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSDÍS JÓNSDÓTTIR
Halldórsstöðum í Köldukinn,
fyrrv. húsfreyja í Hriflu,
lést þann 5. ágúst á Heilbrigðisstofnun
Norðurlands, Húsavík. Hún verður
jarðsungin frá Þorgeirskirkju að Ljósavatni
laugardaginn 15. ágúst næstkomandi kl. 11.00.
Sigtryggur Vagnsson
Hávar Örn Sigtryggsson Guðbjörg Kristín Jónsdóttir
Sigrún Birna Sigtryggsdóttir Sigvaldi Óskar Jónsson
Vagn Haukur Sigtryggsson Margrét Sólveig Snorradóttir
Björg Jóna Sigtryggsdóttir Ari Rúnar Sigurðsson
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
FRIÐRIK I. GUÐMUNDSSON
byggingatæknifræðingur,
Hamraborg 32,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
föstudaginn 7. ágúst sl. Jarðarförin fer fram
frá Kópavogskirkju föstudaginn 14. ágúst nk. kl. 15.00.
Guðmundur B. Friðriksson
Ríkharður F. Friðriksson Elín Gränz
og barnabörn.
Yndisleg eiginkona mín, mamma okkar,
tengdamamma, amma og langamma,
RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR
frá Neskaupstað,
Drekavöllum 18, Hafnafirði,
lést á Landakotsspítala þann 9. ágúst.
Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 21. ágúst kl. 15.00.
Karl Finnbogason
Jón H. og Erla
Finnbogi, Jóna Dóra og Guðmundur Árni
Heimir og Rúna
ömmubörn og langömmubörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, systir, og amma,
ELÍN KOLBEINSDÓTTIR
Fróðengi 1,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 2. ágúst sl. verður jarðsungin
frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 13. ágúst
kl. 13.00.
Grétar Zóphaníasson
Hjálmar Árnason
Kolbeinn Árnason Harpa Barkar Barkardóttir
systkini og ömmubörn.
„Uppbyggingarstarfið hér er búið að
vera hobbý hjá fjölskyldu minni og
vinum í bráðum átta ár,“ segir Þórar-
inn Magnússon byggingarverkfræðing-
ur og hvatamaður þess að reisa sam-
komuhúsið á Nauteyri við norðanvert
Ísafjarðardjúp úr rústum. Það verður
vígt á laugardaginn sem safn og fræða-
setur, tengt minningu Aðalsteins Krist-
mundssonar, sem tók sér skáldanafnið
Steinn Steinarr og var fæddur á Lauga-
bóli í Skjaldfannardal árið 1908.
Húsið skiptist í 50 m² fræðimanns-
íbúð og 100 m² safn. Íbúðin er með
öllum nauðsynlegum búnaði og í safn-
inu er sýning sem Ólafur Jóhann Ingi-
bergsson hjá Sögumiðlun og Björn
Björnsson leikmyndahönnuður eiga
mestan heiður að. Þar eru sýningar-
spjöld sem lýsa ævi og starfi Steins,
hljóðupptökur með ljóðalestri hans
og þáttum um hann, munir frá tíma
skáldsins, bókahorn og myndefni á
skjáum.
Þórarinn hefur haldið utan um verk-
efnið frá byrjun. „Hugmyndin að Steins-
húsi kviknaði í bústað okkar hjónanna
hér á Nauteyri þar sem við höfðum
brunarústirnar fyrir augum. Við heyrð-
um rætt í fjölmiðli um væntan legt ald-
arafmæli Steins en hann var fæddur
hér í hreppnum. Ég fékk grænt ljós hjá
eigendum rústanna og hélt að ekkert
mál yrði að fá fé til uppbyggingarinnar
enda var árið 2007 en forsendur breytt-
ust um það leyti sem framkvæmdir hóf-
ust í september 2008.“
Þegar fé úr brunabótum og frá
menningarráði Vestfjarða var upp-
urið sneri Þórarinn sér til hönnuða,
verktaka og iðnaðarmanna sem hann
þekkti. Sagðist geta lofað þeim tvennu
ef þeir tækju þátt í endurreisninni á
Nauteyri, í fyrsta lagi að þeir fengju
aldrei borgað og í öðru lagi að um
skemmtilegt verkefni yrði að ræða.
„Frá haustinu 2009 fram á síðasta
haust voru farnar ótal vinnuferðir úr
Reykjavík, gist í bústað fjölskyldunnar,
ég eldaði og á kvöldin var farið í heita
pottinn,“ lýsir hann. „Þetta varð vin-
sælt og menn spurðu gjarnan, hvenær
verður næst farið í Djúpið?“
Nú er framkvæmdum lokið, að sögn
Þórarins. Allt fékkst gefins sem laut að
húsinu, vinna, innréttingar, húsgögn,
tæki og borðbúnaður. Vegagerðin útbjó
bílastæði og setti upp skilti við vega-
mót þjóðvegar 1, sem vísar á staðinn.
„Ef hægt væri að verða doktor í sníkj-
um yrði ég efnilegur nemandi, ef ekki
bara kennari,“ segir Þórarinn glaðlega.
„Nú erum við bara að taka til. Þegar
eru farnir að koma gestir og þeir verða
örugglega margir á laugardaginn á
opnunarhátíðinni. En svo verður safnið
lokað fram á næsta sumar en þá verða
líka kaffiveitingar á boðstólum.“
gun@frettabladid.is
Steinshús byggt með
elju, góðvild og gjöfum
Samkomuhúsið á Nauteyri í Ísafj arðardjúpi, sem eyðilagðist í eldi árið 2002, hefur verið
endurbyggt og verður opnað á laugardag sem fræðasetur til minningar um Stein Steinarr.
ALLT TILBÚIÐ
Þórarinn og
Sigríður Aust-
mann Jóhanns-
dóttir, kona hans,
í Steinshúsi.
Opnunarathöfn verður í Steinshúsi á Nauteyri laugardaginn 15.
ágúst 2015 klukkan 14.
Ávörp flytja:
Þórarinn Magnússon stjórnarformaður Steinshúss,
Ása Ketilsdóttir kvæðakona, ábúandi á Laugalandi,
Össur Skarphéðinsson fyrir hönd Vina Steins,
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður,
Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Ís-
lands,
Ólafur J. Engilbertsson, höfundur sýningarinnar.
Loks mun Elfar Logi Hannesson flytja ljóð eftir Stein og KK leika nokkur lög.
Allir áhugasamir um Stein Steinarr og verk hans eru boðnir hjartanlega velkomnir.
Dagskráin á laugardag
1
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
B
6
-E
A
8
C
1
5
B
6
-E
9
5
0
1
5
B
6
-E
8
1
4
1
5
B
6
-E
6
D
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K