Fréttablaðið - 12.08.2015, Qupperneq 21
5 | 12. ágúst 2015 | miðvikudagur
a af mörkum
ur Íslandsspila skipti sífellt minna máli fyrir
neyðina á Íslandi að verða sýnilegri.
verkefni,“ segir Hermann og bætir
við að sjálfboðaliðarnir sem starfi
með deildunum séu í kringum 3.500.
Hann segir að áttatíu sjálfboðaliðar
starfi við hjálparsímann 1717. Síðan
eru þrír fastir starfsmenn sem eru
félagsráðgjafar að mennt og vinna
í faglegri umsjón og þjálfun með
sjálfboðaliðum.
Eitt verkefni Rauða krossins
er rekstur sjúkrabíla á landinu.
„Þetta eru 78 bílar úti um allt land.
Við gerum samning við velferðar-
ráðuneytið um innkaup og rekstur
þessara sjúkrabíla. Og við leggj-
um umtalsvert fjármagn inn í það
samstarf. Og við sjáum svo algjör-
lega um rekstur þeirra, útboð og
allt sem viðkemur þeim tækjum
og tólum sem þarf í sjúkrabílana,“
segir Hermann, en bætir því við
að Rauði krossinn sjái ekki um
að manna bílana. Það sé misjafnt
eftir landshlutum hvernig því er
fyrir komið. Á höfuðborgarsvæð-
inu er það Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins sem sér um að manna
bílana. „Rauðakrossdeildirnar víða
um landið voru stofnaðar í kringum
sjúkrabílana. Af því að þetta er svo
gríðarlegt öryggisatriði og aðkoma
Rauða krossins í þessu máli er ekki
síst til þess að tryggja að byggðirn-
ar úti um landið fái líka góða bíla
og að það sé eðlileg endurnýjun á
þeirra bílum líka. Ég hef alltaf sagt
að þetta sé ódýrasta byggðastefna
sem er í framkvæmd á Íslandi. Það
er að hafa almennileg sjúkrafl utn-
ingatæki,“ segir Hermann.
Sé tekið mið af þjónustu ykkar,
myndirðu segja að það væri vaxandi
neyð á Íslandi?
„Neyðin hrópar hærra og hún er
að verða sýnilegri. Við fi nnum það
bara í gegnum heimsóknarþjón-
ustuna okkar og í gegnum Hjálpar-
símann,“ segir Hermann. Það sé
eitthvað að breytast í samfélags-
gerð okkar sem ekki sé hægt að
festa hendur á. „Við erum að reyna
að ná til fólks sem við vitum að er í
ákveðinni hættu. Við erum að reyna
að ná til unga fólksins. Í Hjálpar-
símanum erum við núna að leggja
áherslu á að reyna að ná til ungra
karlmanna sem eru í sjálfsmorðs-
hugleiðingum og reyna að fá þá til
að tala og stíga fyrstu skrefi n út úr
vítahringnum. Við erum að taka
núna upp símaþjónustu fyrir spila-
fíkla sem er hluti af þeirri ábyrgð
sem við berum gagnvart okkar sam-
félagi,“ segir Hermann.
Rauði krossinn á aðild að rekstri
Íslandsspila sem halda úti spila-
kössum. Er þetta eitthvað sem
ykkur þykir óþægilegt að reka?
„Í sjálfu sér ekki. Þetta er gamalt
fyrirtæki sem við eigum með SÁÁ
og Landsbjörg og við erum í hópi
mjög margra íþrótta- og góðgerðar-
félaga á Íslandi og menntastofnana
sem eru á happdrættismarkaði,“
segir Hermann. Þetta sé einfaldlega
partur af fjármögnun Rauða kross-
ins og fjármunirnir sem þarna fáist
séu nýttir til góðs. Íslandsspil sé ein-
ungis með um 10 prósent af spila-
markaðnum. „ Á þessum markaði er
íþróttahreyfi ngin, Háskólinn, SÍBS,
DAS og ótal aðilar ,“ segir Hermann.
Lottóið og getraunir eru þarna lang-
stærst.“
Hann segir tekjur frá Íslandsspil-
um skipta sífellt minna máli í fjár-
mögnun Rauða krossins og stöðug
hugmyndavinna sé í gangi til að
fi nna nýjar tekjuöfl unarleiðir. Til
dæmis hafi verið farið í samstarf
við CCP og spilarana í Eve Online,
sem hafi gengið vel. „Við fengum frá
þeim 190 þúsund dollara til uppbygg-
ingar eftir hamfarirnar á Filippseyj-
um 2013 og núna 130 þúsund til verk-
efna í Nepal. Síðan erum við að auka
samstarf okkar við fyrirtæki til þess
að gefa þeim kost á því að koma að
þessu. Auðvitað er það partur af
samfélagsábyrgð að taka þátt í góð-
gerðarstarfsemi,“ segir Hermann.
Upphæðirnar sem safnað var sam-
svara 25 milljónum króna til Filipps-
eyja og 17 milljónum króna til Nep-
als miðað við gengi dagsins í dag.
Á annan milljarð í tekjur
Hermann segir að Rauði krossinn
hafi verið með á annan milljarð í
tekjur á síðasta ári. Það sé mark-
miðið að skila ekki hagnaði. „Nema
það sem eðlilegt er og að við séum
réttum megin við núllið. Allir
okkar peningar eiga að fara til góð-
gerðarmála og við höfum verið að
skera niður markvisst í umsjónar-
kostnaði og mikil hagræðing hefur
átt sér stað síðustu tvö árin,“ segir
Hermann. Það sé markmiðið að
einungis tólf prósent eða minna af
tekjunum fari í umsýslu- og stjórn-
unarkostnað.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hafa ber í huga að ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á framtíðarárangur. Gengi sjóðsins getur bæði
hækkað og lækkað og fjárfestar kunna að fá minna til baka en upphaflega var fjárfest fyrir.
Ávöxtunartölur eru fengnar hjá Landsbankanum sem er vörsluaðili sjóðsins.
Landsbankinn er söluaðili sjóða Landsbréfa. Komdu við í næsta útibúi
eða hafðu samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf í síma 410 4040.
Landsbréf – Úrvalsbréf eru árfestingarsjóður, starfræktur í samræmi við lög nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, árfestingar sjóði
og fag ár festa sjóði og lúta eirliti Fjármálaeirlitsins. Rekstrarfélag sjóðsins eru Landsbréf hf. og vörslufélag er Landsbankinn
hf. Fjárfesting í árfestingarsjóði telst almennt áhættumeiri en árfesting í verðbréfasjóði vegna rýmri ár festinga heimilda.
Innlausnarvirði hlutdeildarskírteina sjóðsins er virði samanlagðra eigna að frádregnum skuldum sjóðsins, s.s. ógreiddri umsýslu,
þóknunum og öðrum gjöldum. Nánari upplýsingar um sjóðinn, skattlagningu hlutdeildarskírteina og áhættu þætti við ár festingu
í sjóðnum má sjá í útboðslýsingu sjóðsins og lykilupplýsingum sem finna má á vefsvæði Landsbréfa, landsbref.is.
Meðaltal nafnávöxtunar Úrvalsbréfa á ársgrundvelli miðað við 30.06. 2015
4 ár
17,8%
5 ár
18,8%
3 ár2 ár1 ár
21,7%22,4%
34,5%
Góð ávöxtun
Úrvalsbréfa
Landsbréf – Úrvalsbréf hafa skilað góðri ávöxtun
síðastliðin ár. Sjóðurinn er hlutabréfasjóður.
Að baki Úrvalsbréfum er teymi fólks með mikla
reynslu, víðtæk tengsl við markaðinn og þekkingu
á íslensku viðskiptalífi.
Fjárfesting í hlutabréfasjóðum felur ætíð í sér áhættu. Fjárfesting í hlutdeildarskírteinum
árfestingarsjóða er þó að jafnaði öruggari en þegar keyptir eru einstakir ármálagerningar, þar
sem hver sjóður dreifir áhættu árfesta með kaupum í fleiri en einum flokki ármálagerninga.
Hlutabréf eru í eðli sínu áhættusöm árfesting og afkoma þeirra félaga sem sjóðurinn á hlutabréf
í hefur bein áhrif á gengi sjóðsins. Nauðsynlegt er að árfestar kynni sér vel þá áhættu sem
fólgin er í því að árfesta í hlutabréfasjóðum með því að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins áður
en ákvörðun er tekin um árfestingu.
Það eru þeir
sem bera uppi
starfið í deildunum
og koma saman og
sjá um að þessi verk
séu unnin.
1
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
B
6
-E
A
8
C
1
5
B
6
-E
9
5
0
1
5
B
6
-E
8
1
4
1
5
B
6
-E
6
D
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K