Fréttablaðið - 12.08.2015, Qupperneq 22
| 6 12. ágúst 2015 | miðvikudagur
Íslenska veðmálasíðan Fanaments
var opnuð um mánaðamótin. Vef-
síðan er bæði hönnuð af og í eigu
íslenskra frumkvöðla en er skráð
á Möltu þar sem fyrirtækið er með
veðmálaleyfi .
Guðmundur Sveinsson, yfi rmað-
ur tæknimála hjá Fanaments, segir
markmið fyrirtækisins að komast
í fremstu röð í veðmálaheiminum.
Fyrirkomulagi Fanaments svipar
til draumaliðsdeilda þar sem spil-
arar velja leikmenn sem gefa stig
fyrir frammistöðu sína. Stigahæstu
spilarar í hverri umferð vinna þá
upphæðir sem safnast hafa með
veðmálum annarra spilara. Hægt
er að veðja á golf, fótbolta, körfu-
bolta og blandaðar bardagaíþróttir
hjá Fanaments.
Guðmundur segir slíka veðmála-
leiki hafa notið mikilla vinsælda í
Bandaríkjunum. Enn séu sóknar-
færi í Evrópu sem fyrirtækið hygg-
ist nýta. „Við stefnum á að verða
jafn stórir í Evrópu og þessir aðilar
eru í Bandaríkjunum,“ segir hann.
- ih
Hjá hin íslenska Fanaments er fé lagt undir á draumalið notenda:
Opna veðmálasíðu
fyrir íþróttaviðburði
Önundur Páll Ragnarsson var á
dögunum ráðinn á fjármálastöðug-
leikasvið Seðlabanka Íslands og
hefur störf um miðjan ágúst. Hann
mun ganga til liðs við teymi hjá
bankanum sem vinnur að mótun
þjóðhagsvarúðarstefnu.
„Þetta snýst í aðalatriðum um
það að innleiða og framfylgja
mælikvörðum, eða vísum, sem
segja til um það hvort kerfi slæg
áhætta sé að myndast í bankakerf-
inu og hvort kerfi ð geti staðið af
sér högg eða skelli sem hagkerfi ð
í heild kann að verða fyrir,“ segir
Önundur í samtali við Markaðinn.
Þessir þjóðhagsvísar eigi þá að
vera til þess fallnir að hægt sé að
sjá kerfi slæga áhættuþætti mynd-
ast tímanlega, svo að hægt sé að
grípa inn í ef þurfa þykir. Þann-
ig geti þessir vísar auðveldað og
rökstutt ákvarðanir um inngrip
eða reglusetningu sem yfi rmenn
bankans telja nauðsynlega.
Önundur útskrifaðist nýlega úr
námi á Spáni með M.S.-gráðu í
þjóðhagfræðilegri stefnumótun og
fjármálamörkuðum. „Barcelona
GSE er bara fyrir meistaranám í
hagfræði og er samstarfsverkefni
tveggja góðra háskóla og tveggja
rannsóknarstofnana á sviði hag-
fræði,“ útskýrir Önundur. Hann
sótti skólann rétt utan við Barce-
lona, en naut leiðsagnar kenn-
ara frá bæði Universitat Pompeu
Fabra og Universitat Autonoma de
Barcelona.
Önundur segir að námið hafi
verið góður undirbúningur fyrir
það starf sem hann tekur nú að sér.
„Af því að í þessu námi fékk ég
góða innsýn í grundvallaratriðin
í þjóðhagfræði og líkanasmíð og
tímaraðagreiningu, sem er mikið
notuð í þjóðhagfræði. Svo fékk
maður innsýn í peningamálahag-
fræði og mín lokaritgerð var á því
sviði,“ segir Önundur. Hann hafi
líka fengið góða innsýn í reglu-
verk fjármálamarkaða og nýjustu
skrif hagfræðinga um þjóðhags-
varúðarstefnu.
Önundur hafði áður starfað
tímabundið hjá Seðlabanka Íslands
áður en hann fór til Spánar í nám.
Einnig hjá Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands og þar áður var
hann blaðamaður hjá Morgun-
blaðinu. „Ég var blaðamaður 2007
til 2011, frá góðæri og fram í lung-
ann af kreppunni. Og ég myndi
bara segja að það hafi verið gríðar-
lega góður skóli. Maður hafi full-
orðnast mikið og fræðst mikið,“
segir Önundur. Reynslan úr blaða-
mennskunni muni alveg klárlega
nýtast í nýja starfinu og öllum
þeim störfum sem hann muni taka
sér fyrir hendur.
Helstu áhugamál Önundar eru
veiði, bóklestur, þjóðfélagsmál og
ekki síst kórsöngur. „Ég er með-
limur í karlkórnum Esju,“ útskýr-
ir Önundur. Esja er ungur kór en
hróður hans eykst sífellt. „Mér
skilst það. Ég var náttúrlega fjar-
verandi í vetur en mér skilst að
hróður kórsins hafi aukist mjög. Og
hann hafi verið uppbókaður stóran
hluta vetrar. Ég hlakka mikið til
að fara á fyrstu æfi nguna í haust.
Við æfum einu sinni á viku, á mið-
vikudögum eftir vinnu,“ segir
Önundur. Kórinn hefur aðstöðu í
safnaðarheimili Háteigskirkju en
Önundur segir kórinn þó ekki vera
kirkjukór. jonhakon@frettabladid.is
Bíður spenntur eftir
fyrstu kóræfingunni
Önundur Páll Ragnarsson hefur verið ráðinn á fjármálastöðug-
leikasvið Seðlabankans. Þar mun hann taka þátt í að móta þjóð-
hagsvarúðarstefnu. Í frítímum syngur hann í karlakórnum Esju.
STÓRHUGA
Starfsmenn
Fanaments
ætla sér að
ná langt í
veðmálabrans-
anum.
MYND/FANAMENTS
NÝKOMINN FRÁ SPÁNI Önundur Páll Ragnarsson útskrifaðist nýlega úr námi á Spáni með meistaragráðu í þjóðhagfræðilegri stefnumótun og
fjármálamörkuðum. Hann segir námið hafa verið góðan undirbúning fyrir nýja starfið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Önundur er greindur, duglegur og framtakssamur maður. Einnig
er hann mikill húmoristi sem auðvelt er að umgangast. Hjá
honum er ekkert sem heitir að fara hálfa leið, það er allt eða
ekkert. Á það jafnt við um áhugamál, nám og störf. Umfram allt
er hann þó ákaflega traustur og góður vinur.
Magnús Davíð Norðdahl héraðsdómslögmaður
Önundur er yfirvegaður og lætur lítið yfir sér en samt er grunnt
á húmorinn hjá honum. Hann kom í hagfræðinámið – vel þurr
á bak við eyrun – með reynslu úr námi í sagnfræði og blaða-
mennsku sem hefur gefið honum ákveðna dýpt sem hagfræð-
ingur. Hann er mjög vel ritfær og á létt með að setja hlutina upp
með skipulegum og skýrum hætti. Eftir fjármálakrísuna hefur
vegur peningamagnskenninga vaxið mjög í heiminum – en fyrir
2008 var það almennt viðkvæði meðal hagfræðinga að peningamagn skipti
ekki máli. Önundur hefur lagt sérstaka áherslu á þessi fræði bæði í náminu
hér heima og ytra og það verður virkilega spennandi að sjá til hans í starfi hjá
Seðlabankanum.
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ
VEL RITFÆR HÚMORISTI
Þetta snýst í
aðalatriðum
um það að innleiða
og framfylgja mæli-
kvörðum eða vísum
sem segja til um
það hvort kerfislæg
áhætta hafi myndast.
NÝMÆLI Á
VERÐBRÉFAMARKAÐI
MORGUNVERÐARFUNDUR FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ
THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND
1. Opnun fundarins –
Sigurveig Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri vettvangs- og
verðbréfaeftirlits Fjármálaeftirlitsins
2. Steven Maijoor, stjórnarformaður
Evrópska verðbréfa- og markaðs-
eftirlitsins (ESMA), kynnir helstu
áherslur þess árið 2015
3. EMIR reglugerðin og áhrif hennar
á Ísland – Andri Már Gunnarsson,
sérfræðingur FME
Vinsamlegast skráið þátttöku á fme@fme.is
fyrir dagslok 19. ágúst
4. Umræður og spurningar úr sal
Fjármálaeftirlitið (FME) býður til opins morgunverðarfundar
föstudaginn 21. ágúst í Gullteigi á Grand Hóteli.
Húsið verður opnað kl. 8.00 með léttum morgunverði.
Dagskrá hefst kl. 8.15 og stendur til kl. 10.00.
1
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
B
6
-E
5
9
C
1
5
B
6
-E
4
6
0
1
5
B
6
-E
3
2
4
1
5
B
6
-E
1
E
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K