Fréttablaðið - 12.08.2015, Side 24
FÓLK|FERÐIR
Á Íslandi eru á bilinu 650-700 þekktir hellar sem telst lítið samanborið við önnur
lönd. Algengustu hellar landsins
eru hraunhellar en þeir finn-
ast ekki í miklu magni í öðrum
löndum að sögn Guðna Gunnars-
sonar, formanns Hellarannsókna-
félags Íslands. „Það sem gefur
íslensku hellunum sérstöðu er
jarðfræðilegur ferskleiki þeirra,
hinn mikli fjölbreytileiki og sú
staðreynd að við eigum líklega
skreyttustu hraunhella heims.
Þegar talað er um skraut, þá er
átt við dropsteina og hraunstrá
og aðrar myndanir sem verða til
þegar afgangsbráð finnur sér leið
inn í hellisrásina, drýpur niður
á hellisgólfið og storknar þar í
alls kyns formum. Þessar hraun-
myndanir brotna og molna niður
við minnstu snertingu enda eru
hraunhellar með viðkvæmari
náttúrufyrirbrigðum jarðar.“
Hann segir dulúðina vera mest
heillandi við hellana og um leið
þau forréttindi að sjá ókannaða
og ósnortna undraveröld. „Fjöl-
breytileikinn er gífurlegur og
erum við enn að uppgötva hluti
sem koma jafnvel reyndustu
hellamönnum á óvart. Auk þess
getur litadýrðin verið mikil og
þeir verið formfallegir. Það er
ekki hægt að gefa sér neitt þegar
kemur að íslensku hellunum.“
Í nágrenni höfuðborgarsvæðis-
ins má finna nokkra aðgengilega
hella að sögn Guðna þótt hann
vilji fara varlega í að tala um að
einhverjir þeirra séu auðveldir.
„Raufarhólshellir í Leitahrauni er
rétt við Þrengslaveginn og hentar
hann vel fyrir þá sem vilja sjá
stóra og mikilfenglega hellisrás.
Arnarker er í sama hrauni og vel
merkt með skilti og er stikuð leið
að hellisopinu. Í báðum þessum
hellum geta verið glæsilegar
ísmyndanir á veturna.“
MARGT GLEÐUR AUGAÐ
Einnig hafa Bláfjallahellarnir þótt
heppilegir fyrir byrjendur en þeir
eru í hrauninu beint á móti skíða-
svæðinu. „Djúpihellir er í grennd-
inni en hann hefur þá sérstöðu
að vera á tveimur hæðum. Síðan
er þess virði að kíkja á Tann-
garðshelli, Gljáa og Rósahelli. Allt
eru þetta ólíkir og skemmtilegir
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ
sem býður auglýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig
hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir
Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar
Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn:
Bryndís Hauksdóttir,
bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson,
jonivar@365.is, s. 512 5429
FJÖLBREYTNI
„Það sem gefur íslensku
hellunum sérstöðu er
jarðfræðilegur fersk-
leiki þeirra, hinn mikli
fjölbreytileiki og sú
staðreynd að við eigum
líklega skreyttustu
hraunhella heims,“ segir
Guðni Gunnarsson, for-
maður Hellarannsókna-
félags Íslands.
MYNDIR/GUÐNI GUNNARSSON
FALLEGUR Hellirinn litríki, Jörundur í
Lambahrauni, var friðlýstur árið 1985
vegna verndunar dropsteina.
LITFAGUR Innviðir Leitahrauns sem er
hraunbreiða austur af Reykjavík.
HEILLANDI DULÚÐIN
UNDRAVERÖLD Mikil litadýrð og fjölbreytileiki einkennir íslenska hella.
Huga þarf vel að öryggismálum og ganga vel um þá hella sem heimsóttir eru.
hellar á tiltölulega litlu svæði.“
Guðni nefnir einnig Leiðar-
enda í Stórabollahrauni sem
sé með greiðfærari hellum en
aðkomuleiðin og innviðir hans
hafa skemmst mikið vegna mik-
illar umferðar. „Nálægt honum
er hellirinn Flóki sem tilheyrir
Tvíbollahrauni og er rúmlega
kílómetra langur. Þar er margt
sem gleður augað og gaman er
að fara um hann og jafnvel vill-
ast aðeins en lítil hætta er á að
villast til lengdar þar sem það
er hægt að komast út um göt á
mörgum stöðum.“
Meðlimir Hellarannsókna-
félagsins búa yfir gífurlegri
reynslu í umgengni um hella að
sögn Guðna. „Hlutverk okkar
er fyrst og fremst að skjalfesta
hella og stuðla að verndun og
varðveislu þeirra. Þó hafa of
miklar skemmdir orðið á ís-
lenskum hellum og lítum við á
það sem okkar hlutverk að koma
í veg fyrir að þær haldi áfram.
Þessu getur fylgt aðgangsstýring
í hellana, eða jafnvel lokun, sem
þykir sjálfsögð í þeim löndum
sem komin eru lengra en við í
hellaverndun.“
Nánari upplýsingar um fjölda
aðgengilegra hella, æskilegan
öryggisbúnað og fjölda fallegra
ljósmynda má finna á vef Hella-
rannsóknafélags Íslands, www.
speleo.is.
■ st arri@365.is
Smáralind
facebook.com/CommaIceland
Haustið nálgast,
nýtt, spennandi og afslappað
Skipholti 29b • S. 551 0770
Glæsilegar
haustvörur komnar!
Allar b
uxur á
Rýming
asölun
ni
50%
afsláttu
r!
Rýmingasala hafin
af útsöluvörum!
1
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
B
6
-D
1
D
C
1
5
B
6
-D
0
A
0
1
5
B
6
-C
F
6
4
1
5
B
6
-C
E
2
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K