Fréttablaðið - 12.08.2015, Qupperneq 32
USD 133,18
GBP 207,82
DKK 19,71
EUR 147,10
NOK 16,26
SEK 15,30
CHF 135,70
JPY 1,07
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Gengi gjaldmiðla 6.664,54
71,68 -71,68
(1,06%)
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskipti
STJÓRNAR -
MAÐURINN
@stjornarmadur
06.08.2015 Þegar stjórnvöld taka ákvörðun
sem hér virðist hafa verið tekin er ástæða til að
vanda þar til verka og hafa samráð við þá sem
þessara hagsmuna hafa að gæta og að umræða
um þetta allt saman sé uppi á borðum. Okkur
þykir hafa skort á það.
Kolbeinn Árnason,
framkvæmdastjóri Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi.
Hótelherbergjum á landsvísu hefur fjölgað um 28%
á árabilinu 2010-2014 eða um rúmlega 6% á ári
að meðaltali. Framboðið hefur aukist hlutfallslega
mest á Suðurnesjum, Suðurlandi, Vestfjörðum og
Vesturlandi, en einnig þó nokkuð á höfuðborgar-
svæðinu. Lítil framboðsaukning hefur verið á
Austurlandi og samdráttur á Norðurlandi. Á sama
tíma fjölgaði erlendum ferðamönnum um 111%
eða um meira en 20% á ári að meðaltali.
6% AÐ MEÐALTALI
Mest aukning á Suður- og Vesturlandi
Fjármálaráðgjöf Capacent gerir ráð fyrir rúmlega
0,1% hækkun vísitölu neysluverðs í ágúst. Gangi
þetta eftir mun verðbólgan á ársgrundvelli lækka
úr 1,9% í 1,8%. Verðbólgan lúrir því enn vel undir
verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Það sem
helst hefur áhrif til lækkunar vísitölunnar er lækk-
andi olíuverð og lægri flugfargjöld. Áhrifa útsölu-
loka gætir hins vegar og mjólkurverðshækkun
hefur einnig áhrif til hækkunar á vísitölu.
1,8 PRÓSENT
Capacent spáir minni verðbólgu
Verslun Dunkin’ Donuts var
opnuð á dögunum á Lauga-
vegi, en líklegt er að mót-
tökurnar hafi farið fram úr
björtustu vonum þeirra sem
að standa.
LÖNG RÖÐ myndaðist strax
kvöldið fyrir opnunina, og
samkvæmt því sem fram kom
í fjölmiðlum seldust um 16
þúsund kleinuhringir fyrsta
daginn. Lítið virðist vera að
draga úr hungri Reykvík-
inga í kleinuhringi, en þegar
þetta er ritað tæpri viku síðar
horfir stjórnarmaðurinn út á
Laugaveg þar sem röðin snigl-
ast í átt að Bankastræti.
MARGIR HAFA þó orðið til
þess að furða sig á vinsæld-
unum og hafa sakað gesti
staðarins um lágmenningu,
lágkúru og fleira í þeim dúr.
Þetta hefur verið sérstak-
lega áberandi meðal fjöl-
miðlamanna sem hafa látið
sleggjudóma sem þessa falla
í útvarpi, á samfélagsmiðlum
og víðar.
EINHVERJIR hafa meira að
segja gefið í skyn að með því
að kaupa varning frá Dunkin’
Donuts sé fólk með einhverj-
um hætti að sýna þjóð sinni
óhollustu, eins og fólki eigi að
renna blóðið til skyldunnar
og gæða sér á dönskuskotnu
bakarískruðeríi í staðinn (sem
er í flestum tilvikum innflutt
frosið).
STJÓRNARMAÐURINN hefur
alla tíð átt erfitt með að skilja
menningarlega hreinræktar-
stefnu á borð við þessa.
Hvernig er Dunkin’ Donuts
t.d. frábrugðið rótgrónum
kaffihúsum eins og Kaffi-
tári eða Te og kaffi? Dunk-
in’ Donuts er vitanlega rekið
samkvæmt sérleyfi og ber
erlent nafn, en í báðum til-
vikum er um að ræða íslenska
rekstraraðila, og í báðum til-
vikum er verið að flytja nýja
siði til landsins.
EÐA ER kaffi og croissant
allt í einu orðið íslenskara en
kaffi og kleinuhringur? Vitan-
lega ekki. Eru það sömuleiðis
orðin sérstök mannréttindi
að fá að kaupa mjólkurkaffi á
600 krónur í miðbænum, og að
geta ekki nálgast ódýrari kost
nema með því að fara upp í bíl
og aka á næstu bensínstöð?
MÖGULEGA mætti gagnrýna
Dunkin’ Donuts og fleiri staði
á grundvelli lýðheilsusjónar-
miða, en þá skal eitt yfir alla
ganga – pitsur, hamborgara,
kleinur, vínarbrauð og djöfla-
tertur þurfa sömuleiðis að
víkja.
ER SAMT ekki bara einfald-
ast að fólk fái að bera sjálft
ábyrgð á því hvað það lætur
ofan í sig?
Bakkelsisfárið
O S C A R I S A A C
Með Skemmtipakkanum fylgja sex sjónvarpsstöðvar, GSM, internet, heimasími, Stöð 2 Maraþon og aðild að Vild.
SKEMMTIPAKKINN
©2015 Home Box Office, Inc. All rights reserved.
HBO® and all related programs are the property
of Home Box Office, Inc. Aðeins 310 kr. á dag
*Gildir fyrir áskrifendur í tilboðspökkum 365. Nánari upplýsingar á 365.is.
Allt það besta hjá 365
HEFST 27. ÁGÚST HEFST 13. ÁGÚST HEFST 9. ÁGÚST 25. ÁGÚST
HEFST 24. ÁGÚST HEFST 17. ÁGÚST HEFST 9. ÁGÚST
HEFST 30. ÁGÚST HEFST 26. ÁGÚSTMÁNUDAGA
ENDALAUST TAL OG
10 GB Á 3.990 KR.*
Færðu farsímann yfir til 365 og fáðu allt þetta frábæra sjónvarpsefni á fáránlega
góðu verði. Nýir íslenskir og erlendir þættir í bland við kvikmyndir í sérflokki.
Tryggðu þér áskrift núna á 365.is eða í síma 1817.
Taktu maraþon af Breaking Bad
eða Mad Men. Á Stöð 2 Maraþon
eru meira en 800 klst. af
sjónvarpsefni, úrvals seríum.
MIÐVIKUDAGAALLA DAGA ÞRIÐJUDAGA SUNNUDAGA
MÁNUDAGA ÞRIÐJUDAGASUNNUDAGA SUNNUDAGA
1
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
B
6
-F
9
5
C
1
5
B
6
-F
8
2
0
1
5
B
6
-F
6
E
4
1
5
B
6
-F
5
A
8
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K