Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 42
12. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 26 PEPSI DEILD KVENNA ÞÓR/KA-KR 2-0 1-0 Sandra María Jessen (22.), 2-0 Sandra María Jessen (80.). ÞRÓTTUR-SELFOSS 0-3 0-1 Dagný Brynjarsdóttir (38.), 0-2 Magdalena Anna Reimus (45.), 0-3 Guðmunda Brynja Óladóttir (71.). BREIÐABLIK-FYLKIR 3-0 1-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (30.), 2-0 Rakel Hönnudóttir (59.), 3-0 Telma Hjaltalín Þrastar- dóttir (78.). STAÐA EFSTU LIÐA Breiðablik 13 12 1 0 38-2 37 Stjarnan 13 11 0 2 36-7 33 Þór/KA 13 7 3 3 34-19 24 Selfoss 13 7 2 4 23-12 23 ÍBV 13 7 1 5 30-19 22 SPORT HANDBOLTI Ómar Ingi Magnússon og félagar í íslenska 19 ára lands- liðinu hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og þar á meðal eru sigr- ar á móti Þýskalandi og Spáni. Strákarnir unnu Egypta í gær. „Þetta hefur byrjað vel hjá okkur þó að leikurinn í dag hafi ekki verið upp á marga fiska. Tveir fyrstu voru mjög góðir hjá okkur en þessi er vonandi bara undantekningin. Við kláruðum hann og það er það sem skipti máli,“ segir Ómar Ingi Magnús- son, lykilmaður í íslenska liðinu. Íslenska liðið lét sér nægja tveggja marka sigur á Egyptum 31-29 en áður hafði liðið unnið Þýskaland 34-26 og Spán með einu marki, 25-24. „Við spiluðum mjög vel á móti Þýskalandi og vorum frábærir á móti Spáni. Stemningin er góð hjá okkur og allir eru glaðir og flott- ir,“ segir Ómar Ingi sem er næst- markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sextán mörk í þess- um þremur leikjum. Íslenska liðið vann Opna Evrópumótið í Gauta- borg með sigri á Svíum í úrslita- leik og strákarnir hafa haldið sigur förinni áfram á þessu móti. „Við erum ekki búnir að tapa í þó nokkurn tíma, síðan í fyrra ein- hvern tímann,“ segir Ómar Ingi. „Við ætlum okkur stóra hluti á þessu móti en markmiðið núna er samt bara að klára riðilinn. Það eru tveir leikir eftir í riðlinum og við þurfum að klára þá almenni- lega til að fá sem auðveldastan andstæðing í 16 liða úrslitunum. Síðan pælum við bara í 16 liða úrslitunum þegar þar að kemur,“ segir Ómar Ingi og passar sig á því að tala ekki af sér. Íslenska nítján ára liðið er búið að vinna alla fjórtán leiki sína á árinu 2015. Sigurinn á Spáni þar sem Ómar Ingi skoraði sigurmark- ið er einn af þeim stærri til þessa í ár. „Spánn lenti í þriðja sæti á Evr- ópumótinu í fyrra og er með eitt af bestu liðum í heimi. Á góðum degi erum við þar líka. Við getum unnið alla en þetta getur líka farið illa á móti öllum ef við erum ekki á tánum,“ segir Ómar Ingi. „Það eru sömu gildi í gangi hjá okkur eins og öllum íslenskum liðum sem er stemningin, bar- átta og vilji. Við erum flest allir í góðum hlutverkum hjá liðunum okkar heima. Við fáum þar mikið að gera og það er sett ábyrgð á okkur sem þroskar okkur gríðar- lega,“ segir Ómar Ingi sem er frá Selfossi en spilað með Val á síð- asta ári. „Hvert smáatriði skiptir máli í svona leikjum og hver ákvörð- un skiptir máli. Hausinn er ein- beittur á riðilinn núna en síðan koma aðrar hugsanir eftir það. Við ætlum bara að taka einn leik í einu,“ segir Ómar en liðið mætir Noregi í dag. Norðmenn hafa líka unnið þrjá fyrstu leiki sína. „Norðmenn eru stórir og sterk- ir. Þeir keyra líka mikið og þetta verður erfiður leikur,“ segir Ómar og hann viðurkennir að það sé hungur í fleiri sigra innan íslenska liðsins. „Það væri ekki verra að geta haldið sigurgöngunni áfram fram eftir ágústmánuði,“ segir Ómar Ingi. - óój Hafa ekki tapað síðan einhvern tímann á síðasta ári Nítján ára landsliðið í handbolta byrjar vel á HM í Rússlandi en fyrr í sumar unnu strákarnir sigur á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. SEXTÁN MARKA MAÐUR Ómar Ingi Magnússon er í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í Rússlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/XXX FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Ísland hefur ekki átt langhlaupara á HM í frjálsum í tuttugu ár og það leit út fyrir að biðin lengdist enn þegar Aníta Hinriksdóttir náði ekki ströngum lágmörkum fyrir þátt- tökurétt í 800 metra hlaupi. Í gær kom hins vegar í ljós að íslenska hlaupadrottningin fær tækifæri til að feta í fótspor frænku sinnar, Mörtu Ernstsdóttur. Öðruvísi reglur fyrir þetta HM „Það voru öðruvísi reglur áður þegar það voru A- og B-lágmörk. Íslendingarnir voru oft að fara inn á stórmótin á B-lágmörkunum. Nú eru engin B-lágmörk lengur held- ur stjórnar mótshaldarinn regl- unum. Lágmarkið inn á HM núna er eigin lega eins og gömlu A-lág- mörkin eða mjög strangt. Síðan fylla þeir upp í fjöldann með afrek- um sem koma næst,“ segir Gunn- ar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. Alþjóðasambandið staðfesti í gær að Aníta verði með keppenda á heimsmeistaramótinu sem hefst þann 20. ágúst í Peking í Kína. „Við vorum búin að fara á mót í Belgíu tvær helgar í röð og þar voru allir að miða við þessi lág- mörk. Það vissu því margir eftir tvö síðustu mót að þeir væru mjög heitir,“ segir Gunnar Páll en Anítu vantaði aðeins fimmtán hundraðs- hluta upp á að ná lágmarkinu. „Við vissum í gær að það væri mjög líklegt að hún fengi að fara en það var ekki gefið endanlega út fyrr en í dag (í gær). Hún var svo ofboðslega nálægt lágmarkinu þannig að líkurnar voru talsverð- ar. Við erum mjög sátt með að hafa farið í þessi tvö hlaup gagngert til þess að reyna að ná lágmarkinu. Það borgaði sig,“ segir Gunnar. Fyrsta heimsmeistaramótið Aníta keppir nú á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í fullorðins- flokki. „Þetta verður stærsta mótið sem hún hefur tekið þátt í og mér finnst þetta vera mjög mikilvægt. Hún komst í úrslit á EM innan- húss og var eini unglingurinn sem náði því. Hún komst síðan í undan- úrslit á EM utanhúss í fyrra og er byrjuð að gera sig gildandi í full- orðinsflokknum. Það að komast inn á heimsmeistaramótið styrkir enn frekar stöðu hennar í undir- búningnum fyrir Ólympíuleik- ana. Þetta gæti líka hjálpað henni almennt í að skapa sér nafn til þess að komast inn á stærstu mótin. Það er mikil barátta um að komast inn á þau mót. Reynsla og annað hefur töluvert að segja í öllum greinum en ekki hvað síst í þessum greinum sem hún er að finna sig í enda að læra taktísk hlaup í hverju hlaupi,“ segir Gunnar Páll. Strákarnir ekki eins góðir Aníta og spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir verða einu íslensku keppendurnir á HM í ár. „Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk) og Hafdís Sig- urðardóttir (langstökk) eru næstar á eftir þeim Ásdísi og Anítu. Strákarnir hafa því ekki átt alveg eins gott ár og stelpurnar,“ segir Gunnar Páll. Hann býst við frábæru móti. „Þetta verður mikið ævin- týri. Kínverjarnir kunna þetta frá Ólympíuleikunum og þetta verður örugglega mjög flott mót,“ segir Gunnar Páll að lokum. ooj@frettabladid.is Í fótspor frænku tuttugu árum síðar Aníta Hinriksdóttir verður meðal keppenda á HM í frjálsum íþróttum sem fer fram í Peking í ágúst. Hún verður fyrsti langhlaupari Íslands á HM síðan 1995. FÖGNUÐUR Blikastúlkur fagna einu marka sinna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRÆKNAR FRÆNKUR Aníta Hin- riksdóttir og Martha Ernstsdóttir. Martha keppti í 5000 og 10000 metra hlaupi á HM 1995. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir munu að öllum líkindum ferðast saman til Kína en þær eru einu íslensku keppendurnir á HM í frjálsum íþróttum í Peking. Ásdís hefur vitað það síðan í vor að hún væri að fara til Peking. „Þetta er frekar stuttur fyrirvari og nú er allt á fullu að reyna að fá vega- bréfsáritun til Kína og skipuleggja ferðir. Við erum að vonast til þess að hún geti ferðast með Ásdísi frá Zürich þar sem Ásdís býr,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. „Ef hún kemst með Ásdísi þá fær hún nógu marga daga úti því fyrstu dagarnir fara bara í það að jafna sig, bæði á löngu ferðalagi og tímamis- muninum. Við tökum aldrei mjög erfiðar æfingar þarna úti en við tökum enga alvöru æfingu fyrr en á þriðja, fjórða degi,“ segir Gunnar Páll. Komist Aníta út með Ásdísi líða sex dagar frá því að hún kemur til Peking þar til keppni í undanrásum 800 metra hlaupsins fer fram 26. ágúst næstkomandi. - óój ➜ Aníta vill ferðast með Ásdísi til Kína Kvennalið Stjörnunnar byrjar vel í undanriðli Meistara- deildar Evrópu en Íslandsmeistararnir unnu 5-0 sigur á Hibernians frá Möltu í gær í fyrsta leik liðsins af þremur en þeir fara allir fram á Kýpur. Liðið sem vinnur riðilinn tryggir sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar. Brasilísku stelpurnar Poliana (2 mörk) og Francielle (1 mark) skoruðu báðar á fyrstu 47 mínútunum en þriðja mark Stjörnunnar í leiknum var sjálfsmark. Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoraði síðan fimmta markið aðeins sex mínútum eftir að hafa komið inn á í fyrsta Evrópuleiknum sínum. Stjarnan hafði tvisvar tekið þátt í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu árum en hafði ekki unnið Evrópuleik fyrr en í gær. Apollon frá Kýpur vann 2-0 sigur á KÍ frá Færeyjum í hinum leik riðilsins en Stjörnustelpur mæta færeyska liðinu í næsta leik sem verður strax á morgun. Fyrsti Evrópusigur Stjörnukvenna 1 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 B 6 -F 4 6 C 1 5 B 6 -F 3 3 0 1 5 B 6 -F 1 F 4 1 5 B 6 -F 0 B 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.