Fréttablaðið - 24.07.2015, Page 13

Fréttablaðið - 24.07.2015, Page 13
FÖSTUDAGUR 24. júlí 2015 | SKOÐUN | 13 Frá upphafi skipulagðrar heilbrigðisþjónustu hefur hjúkrun verið lykilþáttur í þeim góða árangri sem náðst hefur í meðferð sjúklinga. Góð hjúkrun hefur bætt bæði líðan og lífsgæði fólks og um leið almenna hagsæld. Öflug hjúkrun er þjóð- félagslega hagkvæm og þegar horft er til fram- tíðar ætti að tryggja að áhersla sé lögð á hjúkr- un, bæði innan sjúkra- húsanna og heilsugæsl- unnar, eða hins opinbera, eins og það kallast öllu jafna. Mestur sparnaður næst fram í heilbrigðiskerfinu með því að fyrirbyggja að landsmenn þurfi á heilbrigðisþjónustu að halda. Því ætti að leggja meiri áherslu á for- varnir og heilsueflingu en nú er gert. Þetta eru þeir grunnþætt- ir sem öll stefnumótun og skipu- lagning í heilbrigðisþjónustunni ætti að byggja á til framtíðar. Hjúkrunarfræðingar hafa ætíð lagt mikla áherslu á bæði heilsu- eflingu og forvarnir og eru sú heilbrigðisstétt sem einna mest vinnur að eflingu þessara þátta. Innan heilsugæslunnar vinna skólahjúkrunarfræðingar ötul- lega í grunnskólum landsins að því að auka heilbrigði skólabarna og fræða þau um mikilvægi þess að hugsa vel um líkamlega og and- lega heilsu. Þar auka hjúkr unar- fræðingarnir þekkingu skóla- barna á heilbrigði og forvörnum með það að markmiði að þau geti sjálf tekið ákvarðanir sem leiða til aukins heilbrigðis. Með því að tryggja framhaldsskólanemum sömu þjónustu með áherslum sem henta eldri hópi er unnt að taka forvarnir á næsta stig. Þannig væri hægt að vinna enn frekar að fyrirbyggingu lífsstílstengdra sjúkdóma s.s. offitu og hjartasjúk- dóma, auk þess sem nemendur gætu leitað til hjúkrunar fræðinga vegna andlegrar vanlíðunar og geðsjúkdóma. Innan sjúkrahúsþjónustu vinna hjúkrunarfræðingar mikið og öfl- ugt starf. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að sjúklingum farn- ast betur, fylgikvillum með- ferða fækkar, legutími stytt- ist og endurinnlögnum fækkar þegar hjúkrun er veitt af hjúkr- unarfræðingum, sem komast yfir það starf sem þeim er ætlað að sinna. Aukin áhersla á göngu- deildarþjónustu þar sem hjúkr- unarfræðingar fylgja eftir sjúk- lingum með langvinna sjúkdóma hefur skilað sér í því að endur- innlögnum þeirra hefur fækk- að verulega. Með þessum góða árangri sem skapast hefur vegna starfa hjúkrunarfræðinga hefur sparast fjármagn fyrir ríkissjóð og sjúklingunum farnast betur og komast fyrr út í samfélagið þar sem þeir taka þátt í verðmæta- sköpun atvinnulífsins. Það er því ljóst að hjúkrunar- fræðingar og störf þeirra eru samfélaginu hagkvæm auk þess sem þjónusta þeirra bætir lífs- gæði þeirra sem ekki læknast en það er í raun og veru efni í annan pistil. Hjúkrun er arðbær forvörn HEILBRIGÐIS- MÁL Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga Munið þið þegar það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum? Munið þið þegar fólk drakk bjórlíki og fékk bara M&M þegar einhver fór til útlanda? Munið þið þegar Miðbær Reykjavíkur var tómur nema á Þorláksmessu og 17. júní? Þetta voru dásamlegir tímar. Var það ekki annars? Í tilraun til að afneita gráu hár- unum skráði ég mig um daginn á Snapchat. Fyrir þau ykkar sem ekki berjast gegn gangi tímans með því að klæðast óviðeigandi þröngum gallabuxum frá Tops- hop og reynið að tileinka ykkur tækni sem þið munuð aldrei ná tökum á því hún er hönnuð fyrir heila sem eru ekki deginum eldri en tuttugu, þá er Snapchat forrit sem maður setur á símann sinn og notar til að senda öðru fólki myndir: Ég að borða bollaköku með gullslegnum glassúr eftir að hafa hlaupið maraþon með tutt- ugu af bestu vinum mínum; ég að sóla mig á baðströnd með hár- lausa leggi og fullkomlega lakk- aðar tær #hamingja. Ég veit ekki nákvæmlega til hvers forritið er en mér sýnist helsti tilgangur þess vera sá sami og annarra sam- félagsmiðla, að vinna bug á sjálfs- hatrinu eitt andar tak með því að láta öðrum líða illa. Ha, ha, sjáðu mig, ég er að gera eitthvað fárán- lega skemmtilegt á meðan þú ert að gera upp á milli þess að tækla þvottafjallið eða skera þig á púls. Ég gekk um London með Snapchat á lofti og byggði sjálfa mig upp með því að brjóta vini mína niður – ég að borða ís fyrir utan Buckingham Palace – þegar ég steig skyndilega í hundaskít. Volgur saurinn vall upp fyrir sólann á hvítu sumarsandölunum mínum og skorðaðist milli tánna á mér. Ég gekk frá símanum. Það var engin leið að sveipa þessa lífsreynslu sviknum töfraljóma. Þar sem ég stóð á öðrum fæti og reyndi að þrífa skóinn með ís-servíettunni varð mér óhjá- kvæmilega hugsað til erlendra ferðamanna á Íslandi sem skíta eins og hundar um fjöll og firn- indi, bakgarða og grafreiti þjóð- skálda. „Bölvað pakk,“ muldraði ég um leið og ég blótaði í sand og ösku eiganda hundsins sem hafði kostað mig sumarsandalana. Nú skildi ég loks hvernig Íslending- um leið. Heimsmet í að firra sig sök Af umræðum í fjölmiðlum að dæma leggjast erlendir ferða- menn nú á Ísland af jafnmiklum eyðileggingarkrafti og engi- sprettu faraldur. Það verður ekki þverfótað fyrir þeim í miðbæn- um, þeir míga og skíta upp um alla veggi, kasta klinki í hvern einasta poll á Þingvöllum í þeirri trú að þeir séu óskabrunnar og týnast svo uppi á hálendi og heimta að þeim sé bjargað. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að salernisvand- ræði ferðamanna væru „hegð- unarvandamál“. Eins og erlend- ir ferðamenn væru hundar sem ekki væru húsvanir. Íslenskir stjórnmálamenn eiga eflaust heimsmet í að firra sig sök. En að klína kúknum á ferða- menn líkt og Ragnheiður Elín gerir með málflutningi sínum er dálítið langt gengið. Þótt úrgangslosun megi skil- greina sem hegðun er hún ekki beint viljastýrð hegðun. Ekki frekar en fólk hefur val um að draga andann. Það þýðir ekki að bjóða til landsins ferðamönnum með markaðsherferðum, hirða af þeim gjaldeyrinn með doll- aramerki í augunum en segja þeim svo að halda í sér þangað til þeir koma aftur heim til sín. Það er ekki hundinum að kenna sem skeit í forgarð Englandsdrottn- ingar að sumarsandalarnir mínir enduðu í ruslinu. Það er eiganda hundsins að kenna. Það var hans að hirða skítinn. Að sama skapi er það hlutverk Ragnheiðar Elínar að sjá til þess að ferðamenn geti gengið örna sinna. En aftur að Snapchat. Rónar og furðufuglar „Fann varla Íslending í miðbæn- um“ var fyrirsögn fréttar á RÚV sem fór hátt í síðustu viku. Ég tók þátt í samíslensku andvarpi yfir þessari skelfilegu þróun – þang- að til ég fékk senda ljósmynd gegnum Snapchat. Myndin var af samloku með hægelduðu svína- kjöti, súrsuðum lauk og sinneps- sósu. Ég var næstum búin að keyra út á flugvöll og taka næstu vél til Keflavíkur. Myndin var frá matarmarkaði í Miðbæ Reykja- víkur. Það var matarmarkaður í miðbænum! Þeir sem sakna þess tíma þegar miðbærinn var tómur fyrir utan nokkra róna og furðu- fugla eru haldnir menningarlegu minnisleysi. Nei, lífið var ekki betra þegar ekkert var að gera í bænum annað en að fá sér pulsu á Bæjarins bestu. Ekki frekar en það var betra þegar maður fékk bara M&M þegar einhver fór til útlanda og fólk drakk bjórlíki yfir stillimyndinni í Sjónvarpinu á fimmtudagskvöldum. Kökusneið með rjóma Eins og alræmt er orðið borga ferðamenn 1.290 kr. fyrir skitna kökusneið með rjóma. Þeir greiða fyrir lunda-lyklakippur þúsund sinnum það sem kostar að fram- leiða þær í Kína. Þeir eru alveg örugglega til í að borga fyrir að komast á klósettið. Vandamálið liggur hjá stjórn- völdum. Hversu erfitt getur verið að finna leið til að taka sjálfsagt gjald af ferðamönn- um til að byggja upp innviði ferða þjónustunnar og tryggja björgunarsveitunum fjármagn? Hærri hótelskattur, hærri virð- isaukaskattur, komugjald, nátt- úrupassi. Það skiptir ekki öllu máli. Fyrir mestu er að hætta að karpa um þetta og einfaldlega græja þetta. Menningarlegt minnisleysi Í DAG Sif Sigmarsdóttir rithöfundur Þeir sem sakna þess tíma þegar mið- bærinn var tómur fyrir utan nokkra róna og furðufugla eru haldnir menningarlegu minnisleysi. Nei, lífið var ekki betra þegar ekkert var að gera í bænum annað en að fá sér pulsu á Bæjarins bestu. Í þessari grein langar mig fjalla um algengt viðkvæði: Vandi Grikkja er bara þeim sjálfum að kenna. Ég er ósammála því. Ekki misskilja mig: Grikkir hafa vissulega farið offari og tekið lán umfram getu til að greiða til baka. Grísk stjórnmál hafa um áratugi verið ger- spillt. Framgangur ríkis- starfs manna í starfi hefur nær alfarið ráðist af flokks- tengslum. Skattkerfið er lélegt og skattheimta handahófs- kennd. Vildarvinir stjórnarflokks á hverjum tíma hafa ekki verið rukk- aðir og erfitt hefur verið að leggja á skatta án þess að þeir legðust bara á almenna launamenn, en ekki for- réttindahópa. Þetta hefur skaðað mjög möguleika Grikkja til að auka ríkistekjur undan farin ár og aukið á samfélagslega upplausn. Það er ómögulegt þegar álögur leggjast alltaf á sama hópinn og hefðarkett- irnir eru stikkfrí. Í Grikklandi hafa líka viðgengist víðtækar hömlur á atvinnufrelsi, sem ekki standast leikreglur hins sameiginlega evrópska markað- ar. Ísland gæti ekki sem aðili að EES haft kvótakerfi á leyfum til að keyra vörubíla svo dæmi sé tekið, en slíkt hefur til þessa dags við- gengist í Grikklandi. Meðal þess sem grísk stjórnvöld hafa marg- lofað skuldunautum sínum, en ekki efnt, er að afnema hömlur af þess- um toga. Eins og Ísland 1975 Mér er það minnisstætt hversu hissa starfsmenn AGS voru á skil- virkni skattkerfisins á Íslandi á árunum 2008-2011: Ef við sögð- umst ætla að hækka ein- hvern skatt þá skilaði hann sér nákvæmlega eins og við reiknuðum með. En það er ekki áskapað Íslend- ingum að búa við réttlátt skattkerfi. Það er afleiðing réttra pólitískra ákvarð- ana fyrir tiltölulega stuttu síðan. Með nokkurri einföldun má nefnilega segja að skatt- kerfi Grikkja svipi til þess sem var á Íslandi árið 1975: Ef menn voru í réttum flokki fengu þeir að borga skatta á vaxtalausum víxlum í 60% verð- bólgu og fyrirtæki sem skulduðu vörsluskatta fengu óáreitt að stunda rekstur áfram, ef þau nutu skjóls hjá yfirvöldum. Skattkerfisbreyt- ingar á Íslandi urðu á endanum fyrir harðfylgi stjórnmálamanna sem skynjuðu kall tímans. Fyrir- myndir voru sóttar erlendis frá. Flestar réttarbætur á sviði mann- réttindamála hér á landi hafa orðið vegna dóma Mannréttindadómstóls Evrópu yfir íslenska ríkinu. Og með aðildinni að EES-samningnum var endi bundinn á lögverndaða einokun eða fákeppni fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í flestum þeim atvinnugreinum sem sá samningur tók til. Og í þeim atvinnugreinum sem EES-samningurinn tekur ekki til, er enn við lýði fákeppni rétt tengdra afla. Staða Grikklands nú er áminning um hvað getur gerst ef ríkisvaldinu er beitt í þágu for- réttindahópa og vildarvinum hlíft við samkeppni, eins og hér gerðist áratugum saman og nú gætir aftur tilhneigingar til. Fordæmi Íslands sýnir betur en flest annað að alþjóð- legt samstarf er besta leiðin til að vinna á slíku. Skuld að gjalda? Allir vita að Grikkir tóku lán umfram það sem greiðslugeta þeirra leyfði og fóru á svig við regl- ur evrusamstarfsins um skuldsetn- ingarhlutfall ríkja. Þeir nutu þess að bankar lánuðu öllum evru ríkjum á lítið hærri kjörum en Þýskaland naut. En allir vissu eða máttu vita að grískt efnahagslíf var ekki jafn sterkt og það þýska og geta til endur greiðslu ekki sambærileg. Lánveitingarnar réttlættu bank- arnir á þeirri væntingu að ríkis- sjóðir annarra evruríkja myndu hlaupa undir bagga með Grikkjum ef harðnaði á dalnum, þótt hvergi væri í evrusamstarfinu að finna fyrirheit um slíkt. Hægt væri með öðrum orðum að hengja byrðina um háls skattborgara í öðrum ríkjum, ef Grikki þryti afl til endurgreiðslu. Stærsti hluti vandans er ekki skuldsetning Grikkja heldur sið- lausar lánveitingar banka, sem reikna með því að forgangur fjár- magns yfir fólki verði ávallt tryggð- ur. Það var enginn sem píndi evr- ópska banka til að lána Grikkjum gríðarfé á áþekkum kjörum og Þjóðverjum buðust. Af hverju finnst okkur alltaf að bankar eigi að fá allt sem þeir lána til baka og að öllu sé fórnandi til að það takist? Um það mun ég fjalla í næstu grein. Er þetta ekki Grikkjum að kenna? – um Grikkland og vald fjármagns yfi r fólki➜ Mestur sparn-aður næst fram í heil- brigðiskerfi nu með því að fyrirbyggja að landsmenn þurfi á heilbrigðisþjónustu að halda. Því ætti að leggja meiri áherslu á forvarnir og heilsu- efl ingu en nú er gert. UTANRÍKISMÁL Árni Páll Árnason formaður Sam fylkingarinnar ➜ Staða Grikklands nú er áminning um hvað getur gerst ef ríkisvaldinu er beitt í þágu forréttindahópa og vildarvinum hlíft við sam- keppni, eins og hér gerðist áratugum saman og nú gætir aftur tilhneigingar til. Er verið að leita að þér? radum.is 2 3 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 D -5 7 C 4 1 5 8 D -5 6 8 8 1 5 8 D -5 5 4 C 1 5 8 D -5 4 1 0 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.