Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 22
2 • LÍFIÐ 24. JÚLÍ 2015
ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is ● Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
erlabjorg@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is
Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Stefán Karlsson
Lífi ð
www.visir.is/lifid
LÍFIÐ MÆLIR MEÐ NÁTTÚRULEGUM LAUSNUM
Náttúran er rík af jurtum og fræjum sem hægt
er að nota til að lina hin ýmsu vandkvæði. Það
þarf því oft ekki að leita langt yfir skammt til að
nýta náttúruna og bæta heilsuna. Það þarf ekki
að leita langt út fyrir borg eða bæ til að finna
jurtir eins og hvönn, blóðberg, hundasúrur eða
jafnvel bara fífla til að malla seyði eða gera úr
áburð. Í samfélagsmiðlunum á öftustu síðu blaðs-
ins má finna ýmsar vefsíður sem kynna þér hvern-
ig nýta megi náttúruna til heilsueflingar. Nú er tím-
inn þegar allt er í blóma til að hugsa fram á við og
vera búinn að tína og þurrka áður en fer að kólna.
Eftir langan vinnudag og mikið
áreiti er stundum fátt betra en
að vera einn með sjálfum sér,
svona allavega rétt á meðan
maður er að gíra sig niður. Mér
finnst óskaplega gott að vera
ein með sjálfri mér, stundum
finnst mér það jafnvel einum
of notalegt. Það er þó alltaf
notalegt þegar húsið fyllist á
ný af fjölskyldumeðlimum og
vinum. Margir líta á einveruna
sem einhvers konar tómarúm
og verða eirðarlausir í slíkum
aðstæðum, líður jafnvel illa.
Gjarnan fara dagarnir í að fylla
upp í þetta tómarúm, þeir raða
verkefnum hverju á eftir öðru
svo að aldrei eða sjaldan sé laus
stund eða rými fyrir tómið.
Margir finna jafnvel fyrir
snert af samviskubiti ef stór-
ar eyður er að finna í dagatal-
inu og finnst þeir þurfa að gera
eitthvað við tímann sem sífellt
líður hraðar. Svo er það nú líka
þannig að okkur mannfólkinu
þykir gaman að segja frá ann-
ríki og fjölbreyttum uppátækj-
um, jafnvel í óspurðum fréttum.
Það er ekkert spennandi við að
gera ekki neitt, eða hvað?
Vanmetið fyrirbæri
Segja mætti að í nútímaþjóðfélagi
væri þetta tómarúm vanmetið
fyrirbæri því ef ekki væri fyrir
það hefði efnið varla mikinn til-
gang.
Kyrrðin, friðurinn, rými til að
velta hlutum fyrir okkur og vinna
okkar verk liggur í tómarúm-
inu. Við höfum gott af því að vera
stundum ein svo að við njótum
frekar og kunnum að meta félags-
skap annarra og aðra tilbreyt-
ingu í lífinu. Lífið á ekki að vera
eins og rússíbani alla daga, allan
ársins hring. Stundum þarf að
staldra við, hugsa um það hvernig
okkur líður núna, gera alls ekki
neitt í smátíma heldur leyfa sér
að sleppa takinu á tímanum og
njóta tómarúmsins. Fyrir flest-
alla sem ég þekki og sjálfa mig
líka er þetta hrein og bein áskor-
un sem vert er að taka, allavega
endrum og eins.
ÁSKORUNIN AÐ VERA EINN
Flestum leiðist að vera einir með sjálfum sér og finna fyrir eirðarleysi og tómarúmi sem svo er fyllt upp í með
skammtímagleði eða öðrum uppfyllingum. Við höfum öll gott af því að vera ein svona endrum og eins.
Friðrika Hjördís
Geirsdóttir
umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Opið virka daga kl
. 11–18
Opið laugardaga k
l. 11-15
Nýtt kortatímabil
SIGGA ER LÉTT
Í LUND
Sigga Lund fjölmiðlakvendi
sem er þekkt fyrir hressleika í
útvarpinu hefur nú gerst stór-
bóndi en það breytir ekki því
að hægt er að hafa rífandi
stuð í fjárhúsinu. Þegar Siggu
langar að dilla sér þá hefur
hún þessa hressu tóna með
í för.
LOVE ON THE TOP
BEYONCÉ
ALL ABOUT THAT
BASS
SCOTT BRADLEE‘S POST-
MODERN JUKEBOX
I CAN‘T GIVE YOU
ANYTHING BUT LOVE
LADY GAGA
COME FLY WITH ME
MICHAEL BUBLE
STARSHIPS
NICKI MINAJ
ON THE FLOOR
JENNIFER LOPEZ
BOOTY
DESTINY‘S CHILD
I KNOW WHAT YOU
WANT
BUSTA RHYMES, MARIAH
CAREY
WORTH IT
FIFTH HARMONY, KID INC
TIME OF OUR LIVE
PITBULL, NE-YO
Heilsuvísir
2
3
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
8
D
-6
B
8
4
1
5
8
D
-6
A
4
8
1
5
8
D
-6
9
0
C
1
5
8
D
-6
7
D
0
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K