Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 34
24. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 22 „Mér finnst hestarnir vera hluti af náttúrunni og ég mynda þá eins og við sjáum þá þegar við ferðumst um landið, við fjölbreyttar aðstæður og í ólíku veðurfari. Ég tek það fram að ég hef lítið vit á hestum en finnst þeir alltaf tignarlegir og hef gaman af að mynda þá,“ segir Kristján Ingi Einarsson ljósmyndari. Þetta er fimmta myndabókin sem Kristján Ingi gefur út frá árinu 2009. Allar eru þær hugsaðar fyrir erlenda ferðamenn og gefnar út á erlendum tungumálum. Sumar eru að koma út í þriðju prentun, svo sem I Was here og Niceland. „Þessar bækur hafa einhvern veg- inn hitt í mark, bæði fyrir það að brotið á þeim er skemmtilegt og ég hef lagt áherslu á að hafa myndirnar sem eðlilegastar og reynt að fanga stemningu sem fólk upplifir þegar það ferðast um landið. Það er kúnst að missa sig ekki í myndvinnslunni eins og mér finnst sumir detta svo- lítið í á þessum tölvutímum, þá geta litir orðið óeðlilegir,“ segir Kristján Ingi sem kveðst forðast að hafa fólk á myndum. „Ég vil að landslagið og kyrrðin njóti sín,“ útskýrir hann. Kristján Ingi kveðst hafa tekið myndir frá því hann var tíu ára og fékk sína fyrstu kassamynda- vél. „Ég gaf út barnabækur í gamla daga, meðal annars Hús- dýrin okkar sem margar kynslóð- ir þekkja. Eins gerði ég margar bækur fyrir Námsgagnastofnun en nú í seinni tíð hefur landslags- ljósmyndun átt hug minn allan og ég hef snúið mér að útgáfu á land- kynningarbókum sem hafa bara gengið vel, I was here og Niceland hafa verið meðal mest seldu bóka í þeim flokki á Íslandi frá því að þær komu út.“ - gun Fanga stemningu sem fólk upplifi r Ljósmyndarinn Kristján Ingi Einarsson hefur sent frá sér nýja bók. Hún birtir íslenska hesta og landslag í bland, enda heitir hún Horses & nature. „Það tók mig mörg ár að gera þessa bók,“ segir Íris Marelsdótt- ir, sjúkraþjálfari og höfundur bók- arinnar Gönguleiðir að Fjallabaki. „Ég gekk allar leiðirnar oft, fyrst ein, svo með manninum mínum eða vinahópum. Ég reyndi líka að safna sögum sem tengjast landinu sem farið er um, helst sem nýjust- um, það er erfiðast.“ Spurð hvort hún skrifi á ferða- lögum svarar Íris: „Ég set alla GPS-punkta inn á tæki, tek margar myndir og skrifa bæði á staðnum og um leið og ég kem í hús.“ Fáar konur hafa lagt fyrir sig gerð göngubóka. Íris segir sinn óendanlega áhuga á landinu og útivist ástæðu þess að hún réðist í það. „Ég fór oft með foreldrum mínum á Fjallabak nyrðra í upp- vextinum og er búin að vera lengi í hjálparsveit, eiginmaðurinn líka og öll börnin. Við hjónin vorum landverðir í Þórsmörk í þrjú sumur um tvítugt, sáum um tjald- stæðin í Básum, Endum og Húsa- dal og fórum um fjöllin að reka fé út fyrir girðingar. Því kunnum við Þórsmörkina og Goðalandið utan að. Seinna réði ég mig sem land- vörð á Fjallabaki syðra í þrjú sumur og fór með alla krakkana á fjöll, sagði stundum að þau væru í stærsta sandkassa í heimi, það var Mælifellssandurinn. Við vorum í Hvanngili og ég passaði líka skál- ana í Króki og á Hungurfit. Svo kom bóndinn í sumarfríum.“ Íris ætlar að leysa skálaverðina í Hvanngili af um verslunarmanna- helgina. Er hún hætt að vista sig á fjöllum heilu sumrin? „Ég hef dregið úr því en fjöllin toga svo ég sinni skálavörslu í stuttan tíma og tek að mér að leiðsegja hópum um fáfarnar slóðir.“ Bókin Gönguleiðir að Fjallabaki teygir sig dálítið víða, Íris líkir Fjallabaki við sólina sem stafar geislum í allar áttir. Hún bendir á að bókin fari vel í bakpoka og þar sem hún sjálf safni leiðarlýsingum og minningabrotum gæti hún þess að hafa dálka í bókinni fyrir ferða- fólk að skrifa í. gun@frettabladid.is Eitthvað sem dregur mig á fj öllin Íris Marelsdóttir sjúkraþjálfari þekkir Fjallabakið eins og lófann á sér. Nú hefur hún skrifað bók um gönguleiðir á svæðinu sem prýdd er mörgum myndum. „Ég ætla að leggja landið undir mig, þessi bók er liður í því. Ég hugðist gera það í átta skrefum í upphafi en þau verða örugglega níu eða tíu. Sum landsvæði eru hrein- lega þannig að það er ekki hægt að klofa svona stórt. Nú er ég kom- inn á Suðurlandið og það dugar ekkert minna en þrjár bækur um það,“ segir Ómar Smári Kristins- son, teiknari á Ísafirði. Hann sendi nýlega frá sér fjórðu bókina um hringleiðir sem hægt er að hjóla á einum degi, hverja og eina. Fyrsta bókin hans var um Vestfirði, svo hefur hann farið rangsælis um landið og þessi er um Árnessýslu. Er ekki mikill munur að hjóla um Árnessýslu miðað við Vest- firði? „Jú, það liggur í landslaginu. Á Vestfjörðum kemur yfirleitt að því að maður verður að fara yfir fjallgarð ef maður hjólar hring, með nokkrum undantekningum þar sem firðir hafa verið þver- aðir. Þær urðu samt dálítið erf- iðar hringleiðirnar í þessari flötu og þægilegu ferðamannasýslu, ekki vegna fjarða og þverhníptra fjalla eins og á Vestfjörðum held- ur þungra umferðaræða. Safarík- ustu leiðirnar liggja því dálítið um klungur og sanda en þar er mikil náttúrufegurð. Kjarninn í bókinni er sá að margt er að sjá í Árnes- sýslu en fólk þarf að leggja dálítið á sig til þess.“ Auk þeirra tólf hringleiða sem Smári lýsir glöggt í nýju bókinni bendir hann á aðrar léttari. En þar verður fólk að sætta sig við að hjóla á okkar mjóu þjóðvegum innan um bílana. „Í Árnessýslu eru rútur mjög mikið á ferðinni og líka hjól- og fellihýsi,“ tekur hann fram. Í bókunum lætur Smári hverri leið fylgja tímaás þar sem áætlað er hvaða tíma ársins er hægt að fara þær án þess að skaða sjálfan sig eða landið. En ætlar hann að heyja sér efni í nýja bók á þessu sumri? „Já, ég ætla fljótlega á mínar gömlu heimaslóðir í Rang- árvallasýslu og hyggst taka tvö ár í þá bók. Það hefur komið út ein á ári hingað til en nú verður vandað sérstaklega til verka! Ég hef líka mikið að gera í mínu fagi sem teiknari og við Nína erum að gera upp gamalt hús hér á Ísafirði en ég vona að mér endist aldur til að taka landið allt fyrir.“ Já, þú ert nú vonandi ekkert á grafar- bakkanum. „Nei, það lengist líka örugglega leiðin að þeim grafar- bakka þegar maður stundar svona holla og góða hreyfingu sem hjól- reiðarnar eru!“ gun@frettabladid.is Klungur og sandar safaríkustu leiðirnar Ný hjólabók Ómars Smára Kristinssonar teiknara fj allar í máli og myndum um tólf hringleiðir í Árnessýslu sem hverja um sig má hjóla á einum degi. LJÓSMYNDARINN „Ég gaf út barnabækur í gamla daga, meðal annars Húsdýrin okkar, sem margar kynslóðir þekkja,“ segir Kristján Ingi. MYND/ÚR EINKASAFNI ÚR HORSES & NATURE „Ég hef lítið vit á hestum en finnst þeir alltaf tignar- legir,“ segir ljósmyndarinn. MYND/KRISTJÁN INGI GÖNGUGARPAR Íris ásamt dóttur sinni, Rögnu Sif Árnadóttur, að koma úr einni skoðunarferðinni. ÚR BÓKINNI Stígsver, Stóra-Súla gnæfir yfir. MYND/VILHELM GUNNARSSON LAGT Í‘ANN Ómar Smári kveðst nota hjólið sitt sem samgöngutæki langflesta daga ársins. MYND/NÍNA IVANOVA Í ÁRNESSÝSLU Hraunklappir og moldartraðir bíða hjólreiðamannsins. MYND/ÓMAR SMÁRI MENNING 2 3 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 D -6 B 8 4 1 5 8 D -6 A 4 8 1 5 8 D -6 9 0 C 1 5 8 D -6 7 D 0 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.