Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 2
5. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
VIÐSKIPTI Tveir sænskir risar hafa keppst um
að klæða Íslendinga síðustu ár og hvorugur
þeirra selur kjötbollur. Þeir selja ekki einu
sinni Billy-hillur. Sænska fatakeðjan Lindex
er orðin sú fataverslun sem flestir Íslend-
ingar versla við ef marka má nýja rannsókn
meðal notenda Meniga.
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, viðskipta-
stjóri hjá Meniga, segir um talsverð tíðindi að
ræða þar sem H&M hafi hingað til verið sú
fataverslun sem hafi haft stærsta viðskipta-
vinahópinn.
Frá apríl og fram í júní versluðu 34 prósent
úrtaks Meniga hjá Lindex einu sinni eða oftar.
H&M var næstvinsælasta verslunin en hana
heimsóttu 25 prósent úrtaksins. Rannsóknin
náði til 18 þúsund manns.
„H&M hefur í mjög langan tíma haft
stærsta viðskiptavinahópinn á íslenskum fata-
markaði án þess að hafa greitt krónu í fastan
kostnað, skatta eða önnur gjöld hér á landi,“
bendir Kristín á. Í Meniga-hagkerfinu telja
þau hversu margir versla einu sinni eða oftar
hjá verslununum á mánuði. Mæling sem gefur
að sögn Kristínar góða mynd af því hversu
stór viðskiptavinahópurinn er hjá þeim versl-
unum sem Meniga-notendur versla við.
Kristín segir Lindex hafa vaxið ótrúlega
hratt frá því að verslunin var opnuð í árslok
2011, en nú hafa fimm Lindex-verslanir verið
opnaðar hér á landi. - ih
Lindex hefur sótt á undanfarið og er nú með stærsta viðskiptavinahópinn á íslenskum fatamarkaði:
Lindex-fatakeðjan orðin vinsælli en H&M
LINDEX Fimm Lindex-verslanir eru nú á Íslandi.
VEÐUR
SJÁ SÍÐU 20
Norðaustan 8-15 m/s í dag, miðvikudag,
hvassast SA-lands austan Öræfa og
V-lands. Dregur smám saman úr vindi.
Rigning A-til, en skýjað og úrkomulítið
V-til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SV- og
S-lands.
REYKJAVÍK Borgarstjóri segir upp-
byggingu við Klettaskóla, áður
Öskjuhlíðarskóla, löngu tímabæra.
Gamla húsnæðið endurspegli ekki
nýjar áherslur í uppeldi og menntun
fatlaðra barna.
Í blaði gærdagsins sagði íbúi í
næsta nágrenni við Klettaskóla
frá óá nægju
sinni og annarra
íbúa í hverfinu
með uppbygg-
ingu við skól-
ann. Hún segir
samráð við íbúa
hverfisins hafa
verið í algjöru
lágmarki. Þá hafi
verið byrjað að
sprengja fyrir grunni byggingar-
innar þann 21. júlí síðastliðinn og
að nú þegar hafi myndast margar
sprungur í hús hennar.
„Það var reynt að taka mið eins og
hægt var af þeirri gagnrýni sem við
fengum en okkur er alveg ljóst að
það eru ekki allir á eitt sáttir,“ segir
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
„Það hefur staðið til áratugum
saman að byggja við Klettaskóla
vegna þess að viðhorfin og sjónar-
miðin til kennslu og uppeldis fatl-
aðra barna eru gjörbreytt. Þarna
er verið að fara í betrumbætur
á aðbúnaðinum, verið að tryggja
að það sé íþróttaaðstaða og sund-
aðstaða innan seilingar.“
Byggja á fullbúið íþróttahús og
tvær innisundlaugar fyrir börn-
in. Þá á að bæta við félagsaðstöðu
barnanna. „Það er mjög mikið mál
fyrir fjölfötluð börn að fara úr húsi
og vera keyrð annað í þann hluta
skólastarfsins. Eftir talsvert mikla
yfirlegu var þessu komið fyrir
Segir sundlaug fyrir
fötluð börn nauðsyn
Borgarstjóra þykir miður að íbúar í grennd við Klettaskóla séu ekki sáttir við upp-
byggingu við skólann. Hann segir að reynt hafi verið að taka mið af þeim athuga-
semdum sem komu upp við breytt deiliskipulag. Uppbyggingin hafi verið tímabær.
SPRENGINGAR Mikið ónæði er af jarðvegsvinnunni sem nú fer fram við Klettaskóla.
Verktakar hafa ekki staðið við umsaminn fjölda sprenginga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
DAGUR B.
EGGERTSSON
„Aðstaðan er alls ekki boðleg. Það er ekki íþróttasalur, það er ekki
sundlaug, það er ekki neitt þarna,“ segir Þórir Jónsson Hraundal, formaður
Foreldrafélags Klettaskóla. Hann segir að uppbygging við Klettaskóla hafi
verið orðin nauðsynleg fyrir löngu. „Það er ekki einu sinni samkomusalur
fyrir börnin. Fötluðu börnin hafa þurft að fara í Fossvogskirkju fyrir sam-
komusal. Þetta er búið að vera vandamál í mörg, mörg ár.“
Aðstaðan óboðleg fötluðum börnum
þarna á lóðinni með viðbyggingum,“
segir Dagur.
Hann segir miður að íbúar í
kring upplifi að borgin hafi ekki
átt í nægu samráði við þá varðandi
framkvæmdina. „Auðvitað veldur
þetta ónæði á verktímanum, en það
er mikilvægt að standa eins vel og
hægt er að því. Það er búið að fara
vel í gegnum það með foreldrum og
aðstandendum en mér þykir mjög
miður ef það hefur ekki gengið eins
vel gagnvart íbúunum.“
snaeros@frettabladid.is
GLÆSILEG
MATAR-
STELL
KÍKTU Á
ÚRVALIÐ
LÖGREGLUMÁL Þrjár konur hafa
leitað til neyðarmóttöku nauðg-
ana í Fossvogi vegna nauðgana
um verslunarmannahelgina.
Allar áttu þær sér stað á Þjóð-
hátíð í Vestmannaeyjum.
Frá árinu 2000 hafa að meðal-
tali 5,5 manns leitað aðstoðar
Neyðarmóttöku vegna kynferðis-
brota á útihátíðum og bæjarhátíð-
um. Árið 2001 skekkir niðurstöð-
una en þá varð algjör sprenging
tilkynninga, eða 21 nauðgun.
Rekja má margar þeirra til Eld-
borgarhátíðarinnar alræmdu.
Lögregla í Vestmannaeyjum
gaf út tilkynningu þess efnis að
hátíðin hefði farið vel fram. - snæ
Neyðarmóttakan sagði frá:
Þrjár nauðganir
á Þjóðhátíð í ár
NOREGUR Vinsælasti ferða-
mannastaður Noregs, Predik-
unarstóllinn, sem er gríðar-
stór klettur í botni Lýsufjarðar
í Vestur-Noregi hefur átt undir
högg að sækja í sumar.
Kletturinn laðar að sér fjölda
ferðamanna ár hvert en afar
algengt er að ferðamenn gangi
örna sinna í næsta nágrenni við
klettinn og veldur sú hegðun
starfsmönnum á svæðinu og
öðrum ferðamönnum miklum
ama.
Um 300 þúsund ferðamenn
heimsækja klettinn árlega og
engin almenningssalerni eru á
svæðinu. - srs
Ferðamannastaðir í hættu:
Hægðir valda
usla í Noregi
LÖGREGLUMÁL Enginn hefur verið
handtekinn í tengslum við skart-
griparán í versluninni Úr og gull
í verslunarmiðstöðinni Firðinum
síðastliðinn sunnudag.
Ein húsleit hefur verið gerð en
um milljónatuga króna tjón er að
ræða.
Guðmundur Bjarni Harðarson,
framkvæmdastjóri Fjarðarins,
segir að um sé að ræða fagþjóf sem
þekki vel til í Firðinum. Hann hafi
farið inn í miðstöðina um neyðar-
inngang og svo haldið á brott á
öðrum stað. Þá hafi hann haft vit á
því hvað var verðmætast í búðinni
og skilið óverðmætari hluti eftir.
Helgi Gunnarsson, rannsóknar-
lögreglumaður hjá lögreglunni í
Hafnarfirði, segir að lögreglan
hafi fengið nokkrar ábendingar
en þær hafi ekki leitt til handtöku.
Þjófurinn braust inn í verslunar-
miðstöðina um neyðarútgang
klukkan hálf sjö á sunnudags-
morgun. Klukkutíma fyrr hafði
lögreglu borist ábending frá veg-
faranda á reiðhjóli sem varð til
þess að öryggisvörður mætti á
vettvang til að taka kerfið af Firð-
inum. Klukkutíma síðar lét ræn-
inginn greipar sópa.
Ekki er talið að hjólreiðamaður-
inn eigi hlut að málinu.
Ræninginn er karl maður sem
var klæddur í bláa Hummel-
íþróttapeysu. Hann var með der-
húfu og er skyggnið með íslensku
fánalitunum. Eins var hann með
bakpoka sem merktur var Humm-
el og HK. Þeir sem gætu varp-
að ljósi á ránið eru vinsamlegast
beðnir um að hafa samband við
lögreglu. - ktd, srs
Segja ræningjann hafa verið fagmann sem þekki vel til í Firðinum:
Enginn handtekinn vegna ráns
ÚR ÖRYGGISMYNDAVÉL Maðurinn
braust inn um klukkan hálf sjö á sunnu-
dagsmorgun. MYND/SKJÁSKOT
ÞAÐ VERÐMÆTASTA TEKIÐ Ræning-
inn þekkti vel til en hann tók allt það
verðmætasta. MYND/SKJÁSKOT
HOLLAND Borgarstjóri Alphen við Rín sagði að það væri kraftaverk að
enginn hefði slasast þegar tveir byggingakranar hrundu í borginni í
fyrradag.
Kranarnir, sem notaðir voru við viðgerðir á brú í borginni, féllu
á hliðina þegar verið var að hífa upp burðarbita og eyðilögðu fjögur
íbúðar hús og tvær verslanir.
Björgunarsveitir leituðu í húsarústunum en mildi þykir að enginn
meiddist. - srs
Mildi þótti að enginn slasaðist þegar tveir kranar hrundu:
Gereyðilögðu fjögur íbúðarhús
KRAFTAVERK AÐ ENGINN SLASAÐIST Alls eyðilögðust sex hús þegar kranarnir
hrundu yfir hverfið. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
0
4
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:4
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
A
2
-3
3
A
C
1
5
A
2
-3
2
7
0
1
5
A
2
-3
1
3
4
1
5
A
2
-2
F
F
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
0
s
C
M
Y
K