Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 26
5. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 22 Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is MENNING TÓNLIST ★★★★ Olga Vocal Ensemble Háteigskirkju MIÐVIKUDAGINN 29. JÚLÍ Ég heyrði fyrst Sönghópinn Olgu (Olga Vocal Ensemble) á tónleikum í Langholtskirkju í fyrra. Tónleikarnir ollu vonbrigðum, þeir voru ofhlaðnir og söngurinn var hrár. En það var annað uppi á teningnum í Háteigskirkju á miðvikudaginn var. Dagskráin bar nafnið The Good Ol‘ Days Program og samanstóð eftir því af gömlum slögurum. Þeir voru bæði íslenskir og útlend- ir, þar á meðal Hagavagninn, Móðir mín í kví, kví, Smávinir fagrir, Swing Low og Chatt- anooga Choo Choo. Ekki er ljóst af hverju sönghópurinn heitir Olga. En hann samanstendur af fimm ungum mönnum og eru tveir þeirra íslenskir. Þetta eru þeir Bjarni Guðmundsson, Jonathan Ploeg, Gulian van Nierop, Pétur Oddbergur Heimisson og Philip Barkhudarov. Þeir eru allir nemendur Jóns Þorsteinssonar söngv- ara. Hann starfaði lengi hér á landi en flutti til Utrecht fyrir allnokkru síðan. Lögin á dagskránni voru án undirleiks. Það er ekki sjálfgefið að tónlist sem þannig er háttað um hljómi vel. Af hverju ekki? Jú, fimm manna sönghópur er í rauninni ekkert annað en pínulítill kór. Ólíkt stærri kórum er ekki hægt að svindla með því að fela sig á bak við heildina. Í fimm manna sönghóp heyrist hver rödd skýrt og greinilega. Misfellur verða augljósar. Sérstaklega þegar enginn píanóleik- ari er til að styðja við sönginn. Ánægjulegt er að segja frá því að frú Olga stóð fyllilega undir kröfunum. Hópurinn hefur tekið gríðarlegum framförum síðan í fyrra. Innhverfu lögin voru sungin af næmri tilfinningu. Samsöngurinn var fágaður, radd- irnar voru tærar og markvissar og pössuðu vel saman. Ærslafengnari músík hitti líka í mark. Hraðar hendingar voru nákvæmar og fínt jafnvægi var á milli aðal- og undirradda. Sviðsframkoman var skemmtileg. Mörg lögin voru krydduð með leikrænum tilburð- um sem kitluðu hláturtaugar áheyrenda. Sumar útsetningarnar voru einnig skondnar í sjálfu sér, eins og til dæmis Hagavagninn eftir Jónas Jónasson. Þar hermdu söngvar- arnir eftir vélarhljóði strætisvagnsins. Það var eins konar gobbedí gobbedí, sem féll full- komlega að sönglínunni. Þetta var hnitmiðað, stílhreint og furðulega sannfærandi. Annað var eftir þessu. Óhætt er að segja að tónlistin hafi runnið ljúflega niður. Maður gekk glaður út úr kirkjunni að tónleikunum loknum. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Líflegir tónleikar. Vandaður, kraft- mikill söngur og notaleg tónlist. Herrarnir í Olgu kitluðu hláturtaugar tónleikagesta „Ég er fædd í Eyjum og bjó þar fram að gosi. Heimilið mitt fór undir hraun og í mér var söknuður og sorg yfir örlögum austurbæjar- ins. Þar sem ég hef einnig mikinn áhuga á sagnfræði lagðist ég í lest- ur um líf fólks í Eyjum. Þá komst ég að því að kvenna er þar sjaldan getið nema þær hafi gert mönnum sínum þann óleik að deyja frá börn- um eða væru mæður mikilmenna. Mér hljóp kapp í kinn og ég fór að taka saman efnið sem nú er komið út á bók.“ Þannig lýsir Gunnhildur Hrólfsdóttir sagnfræðingur aðdrag- anda að útgáfu bókarinnar Þær þráðinn spunnu þar sem hún ein- beitir sér að konunum í Vestmanna- eyjum. Upphafsár bókarinnar er 1835 og hún endar á níunda áratug síð- ustu aldar. „Ég fjalla ekki bara um skörunga heldur líka þær sem unnu verk sín í hljóði en lögðu samt mikið af mörkum, þannig að útkoman er þverskurður,“ segir Gunnhildur. Spurð út í sérstöðu kvenna í Eyjum, samanborið við konur annars stað- ar nefnir Gunnhildur vatnsskortinn sem setti sterkan svip á daglegt líf. „Það kom ekki vatnsveita í Eyjum fyrr en 1968 og ég á enn erfitt með að láta vatn renna að óþörfu. Kon- urnar í Eyjum lifðu í stöðugum ótta við að missa feður sína og eiginmenn í sjóinn. Svo var þessi einangrun, það liðu mánuðir svo ekki var fært milli lands og Eyja. Ég er með mynd af síðasta flösku- póstinum sem vitað er um, hann er frá konu sem var að senda pabba sínum bréf frá Eyjum upp á land árið 1920.“ Hún hefur þá treyst á að aldan skolaði flöskunni á land á réttum stað. „Já, margt fólk sótti til Eyja á vertíð undan Eyjafjöllunum, og ílentist þar. Í ákveðinni suðvestan- átt var viss möguleiki á að góss frá Eyjum ræki upp á Skúmsfjöru og það var skylda þess sem fann flöskuskeyti að koma því í réttar hendur því það gat flutt mikilvæg skilaboð. Stundum fylgdi kannski smá tóbaksögn með í flöskunni. Ég geri ráð fyrir að skeytið sem ég er með sýnishorn af sé sent meira til gamans en alvöru því síminn kom milli lands og Eyja árið 1911.“ Gunnhildur kveðst birta nokkur viðtöl í bókinni. „Ég náði í skemmti- legar konur sem sögðu mér frá kreppunni, stríðsárunum, hermönn- unum, skátunum og öllu mögulegu. Ein fór skiptinemi til Grænlands, önnur var kokkur á síldarbát og fyrsta konan sem útskrifaðist raf- virki segir frá því hvernig það gerð- ist. Það rann líka upp fyrir mér hvað Eyjakonur bjuggu við mikla angist eftir gosið. Meðan karlmennirnir voru að hamast við að bjarga öllu úti í Eyjum voru þær hér og þar með börnin og höfðu ekki hugmynd um hvernig allt mundi enda.“ Þær þráðinn spunnu er gefin út af FRUM, það fyrirtæki er í eigu Gunnhildar og eiginmanns hennar, Finns Eiríkssonar, og vinnur minni prentverk og auglýsingar. Margar myndir prýða bókina og Gunnhildur lofar mjög söfnin í Eyjum og starfs- fólkið þar. „Starfsfólk safnanna leit- aði og gramsaði og fann allt mögu- legt sem mér kom að gagni. Það var ómetanlegt.“ Flöskuskeyti send milli Eyja og lands Þegar Gunnhildur Hrólfsdóttir sagnfræðingur lagðist í grúsk um gengnar kynslóðir í Vestmannaeyjum rak hún sig á að kvenna væri þar sjaldan getið. Nú hefur hún skrifað bókina Þær þráðinn spunnu sem fj allar um konurnar í Eyjum, líf þeirra, ástir, sorgir og sigra. RITHÖFUNDURINN „Ég náði í skemmtilegar konur sem sögðu mér frá kreppunni, stríðsárunum, hermönnunum, skátunum og öllu mögulegu,“ segir Gunnhildur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ KONUR ÚR FORUSTULIÐI VERKA- KVENNA Aftari röð: Ólafía Óladóttir, Helga Rafns dóttir og Marta Þorleifsdóttir. Sitjandi Margrét Sigurþórsdóttir og Dagmey Ein- arsdóttir. OLGA VOCAL ENSEMBLE Óhætt er að segja að tónlistin hafi runnið ljúflega niður, segir meðal annars í dómnum. MYND/FELIPE PIPI Svo var þessi einangrun, það liðu mánuðir svo ekki var fært milli lands og Eyja. ÚR BÓKINNI Starfsstúlkur í Netagerð Vestmannaeyja í ferðalagi til Skotlands árið 1952. Efri röð: Dóra Steindórsdóttir, Erla Hermansen, Ásta Theodórsdóttir, Steina Scheving, Ingólfur Guðbrandsson fararstjóri, Jónína Einarsdóttir, Svala Sölvadót- tir, Ósk Guðjónsdóttir, óþekkt (var ekki starfsstúlka í Netagerðinni). Neðri röð frá vinstri: Þyrí Ágústsdóttir, óþekkt, óþekkt, Ingibjörg Þórðardóttir, Soffía Björnsdóttir. 0 4 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :4 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 A 2 -8 7 9 C 1 5 A 2 -8 6 6 0 1 5 A 2 -8 5 2 4 1 5 A 2 -8 3 E 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.