Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 4
5. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SAMFÉLAG „Þjónustan sem yrði veitt gagnvart gerendum kyn- ferðisofbeldis yrði í raun eftirmeð- ferð og þannig yrði haldið utan um hóp gerenda. Einnig yrði þjónust- an veitt til þess að koma í veg fyrir afbrot,“ segir Björ n Teits - son, upplýsinga- fulltrúi Rauða kross Íslands, um nýtt verkefni sem Rauði kross- inn íhugar nú að taka upp. Verkefnið sækir fyrirmynd sína í breska verkefnið Stopit- now og gengur út á það að vera með hjálparsíma fyrir þolendur, aðstandendur og gerendur kyn- ferðisofbeldis gegn börnum. Starfsmenn hjálparsíma Rauða krossins fóru á ráðstefnu síðastliðið vor til Surrey á Eng- landi til þess að kynna sér verk- efnið. Stopitnow-hjálparsíminn hefur verið rekinn frá árinu 2002, bæði á Bretlandi og Írlandi. „Markmiðið er að veita sálræn- an stuðning og ráðgjöf til þolenda og gerenda kynferðisofbeldis. Auð- vitað er þetta svolítið flókið vegna þess að það er tilkynningarskylda gagnvart barnavernd eða lögreglu ef einstaklingur segist hafa brotið gegn barni,“ segir Björn og bætir við að verkefnið gæti komið til með að aðstoða þá sem hugsa um að fremja kynferðisbrot eða hjálp- að þeim sem hafa framið kynferð- isbrot en vilja ekki brjóta af sér aftur. Björn telur að það sé mikilvægt að til séu úrræði fyrir einstaklinga sem gætu brotið gegn barni. Að sögn Björns er verkefnið á viðræðustigi og er útfærsla hjálp- arsímans enn óljós. Enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort verkefnið verði að veruleika. „Þetta verkefni hangir nú á því hvort fjármagn fáist. Það er búið að sækja um styrk frá velferðar- ráðuneytinu og er það mál í ferli núna,“ segir Björn sem ímyndar sér að ef verkefnið færi af stað á Íslandi væru það þjálfaðir sjálf- boðaliðar og fagaðilar sem tækju á móti símtölunum. „Þetta hefur haft góð áhrif ann- ars staðar og við munum ekki skera okkur úr í því. Þetta fyrsta skref í átt að þessu verkefni er gott og ég bind vonir við að þetta komi til með að hjálpa einhverj- um,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismála- stofnun. „Varðandi tilkynningarskyld- una, sem er rík ef brotið er gegn barni, þá þarf að átta sig á því að það er til fólk sem fær hugsan- ir um að brjóta kynferðislega á barni, en hefur ekki gert það. Það er þá hægt að aðstoða þá einstak- linga,“ segir Anna. nadine@frettabladid.is Íhuga hjálparsíma fyrir gerendur kynferðisofbeldis Rauði kross Íslands skoðar nú hvort nýr hjálparsími, ætlaður þolendum, aðstandendum og gerendum kynferðis brota gegn börnum, verði settur upp. Fyrirmyndin er hjálparsími á Bretlandi og Írlandi. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Björn telur að það sé mikilvægt að til séu úrræði fyrir einstaklinga sem gætu brotið gegn barni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINO ANNA KRISTÍN NEWTON FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR BJÖRN TEITSSON FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Lofthradi.is Sími 1817 MEIRI HRAÐI Í BÚSTAÐINN MEIRI HRAÐI STÖÐUGRA SAMBAND INNLENT NIÐURHAL INNIFALIÐ Athugaðu hvort að þú getir fengið Lofthraða í bústaðinn þinn, kynntu þér málið á lofthradi.is EFNAHAGSMÁL Matsfyrirtækið Standard and Poor’s hefur fært stöðugleikahorfur í Evrópusam- bandinu úr stöðugum í neikvæð- ar. Þetta kemur fram í skýrslu fyrir tækisins sem kom út á mánudag. Þetta þýðir að fyrirtækið geti einnig lækkað lánshæfismat ESB úr AA+ á næstu mánuðum. Í rökstuðningi fyrirtækisins kemur fram að aukin áhætta hafi verið tekin í efnahagsmálum sambandsins eftir samkomulagið við Grikkland auk þess sem yfir- vofandi þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Bretlands í sambandinu teflir horfum í tvísýnu. - srs Stöðugleikamat lækkað: Horfur í ESB óstöðugar STANDARD & POOR’S Ákvörðun um Grikkland veldur óvissu innan ESB. NORDICPHOTOS/GETTY BANDARÍKIN Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, mun loka álveri fyrirtækisins í Vestur-Virginíu. Engin framleiðsla hefur verið þar frá 2009. Ástæð- an er sögð sú að ekki hafi tekist að semja um raforkukaup á sam- keppnishæfu verði. Þá séu aðstæð- ur á álmarkaði erfiðar, m.a. vegna aukins innflutnings á áli frá Kína. Century Aluminum Company bók- færir hjá sér 31 milljónar dollara tap vegna lokunarinnar, jafnvirði tæplega 4,2 milljarða króna. - ih Innflutningur frá Kína aukist: Loka álveri vestanhafs UTANRÍKISMÁL „Það er ekki mín afstaða að hverfa eigi frá þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta ári í þess- um efnum,“ segir Birgir Ármanns- son, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. „Fyrir það fyrsta er staðan sú að Ísland tók þá ákvörðun strax vorið 2014 þegar ríki, bæði innan Evrópu og í Norður-Ameríku, ákváðu að bregðast við innlimun Krímskaga og ágangi Rússa í Austur-Úkraínu með ákveðnum þvingunaraðgerðum. Þá var tekin sú ákvörðun að Ísland myndi eiga sam- leið með þeim ríkjum sem það gerðu og ég tel ekki að það séu komnar fram þær forsendur til að breyta þeirri ákvörðun,“ segir hann. Í gær sagði Medvedev, forsætisráðherra Rúss- lands, að til skoðunar væri að fjölga þeim ríkjum sem Rússland beitir við- skiptaþvingunum. Ísland hefur hing- að til stutt viðskiptaþvinganir banda- manna sinna gagnvart Rússlandi. Ásmundur Friðriksson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði í stöðu- uppfærslu á Facebook á laugardaginn að Ísland ætti að hætta að styðja við- skiptaþvinganir gegn Rússum. Utan- ríkismálanefnd stefnir á að fjalla um málið á morgun. Birgir segir að í sjálfu sér hafi engin formleg yfirlýsing eða skilaboð komið frá rússneskum stjórnvöldum til þeirra íslensku en engu að síður væru miklir hagsmunir í húfi. „Þarna er um að ræða mikla hagsmuni sem við þurfum að fylgjast með og til þess er einmitt fundur utanríkismála- nefndar á fimmtudaginn hugsaður, við munum reyna að fá fram stöðuna hvað það varðar.“ Ekki náðist í Gunnar Braga Sveins- son utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt upplýs- ingum frá aðstoðarmanni hans er enn verið að leita svara í Moskvu og hjá rússneska sendiráðinu um hvort við- skiptaþvingunum verði beitt. - srs Formaður utanríkismálanefndar er ekki þeirrar skoðunar að Ísland eigi að hætta viðskiptaþvingunum: Engin formleg yfirlýsing borist frá Rússum BIRGIR ÁRMANNSSON Hulda, sprengir þetta skalann? „Já. Það hefur að minnsta kosti eng- inn brugðist við kvörtunum í hvelli.“ Jarðvegsvinna við Klettaskóla í Reykjavík er hafin þrátt fyrir að kæra íbúa í hverfinu sé óafgreidd. Hulda Arnljótsdóttir, íbúi í hverf- inu, segir að reglur um jarðvegssprengingar séu brotnar. KJARAMÁL Forgangskrafa stjórnenda álversins í Straumsvík um aukna heimild til verktöku verður lögð til hliðar á meðan launakjör starfsmanna verða rædd. Þetta var ákveðið á fundi hjá Ríkissáttasemj- ara í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar í dag. Allt kapp er lagt á að afstýra verkfalli sem boðað er 1. september en stjórnendur álversins hafa skýrt frá því að verkfall jafngildi lokun álversins. Á fundinum skýrði samninganefnd starfsmanna frá sinni framtíðarsýn og ítrekaði andstöðu sína við að auka við heimildir til verktöku. Niðurstaðan varð sú að forgangskrafa Rio Tinto Alcan um að auka við heimildir til verktöku verður lögð til hliðar á meðan samninganefndir fara yfir launaliði. Starfsmenn álversins segja yfirvinnubann sem hófst fyrsta ágúst leiða í ljós hversu mikið hefur verið skorið niður í rekstri. Fækkað hefur verið um fimmtíu stöðugildi á samningstímanum og með auknum heimildum til verktöku gætu um og yfir áttatíu störf verið í húfi að mati starfsmanna. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að fyrirtækið hafi sjálft áður farið fram á þröngar skorður um verk- töku við gerð kjarasamninga. - kbg Ræða á launakjör starfsmanna álversins í Straumsvík hjá ríkissáttasemjara: Fresta kröfu um aukna verktöku MÁLIN RÆDD Samninganefnd starfsmanna álversins í Straumsvík fer yfir stöðuna í húsnæði ríkisáttasemjara. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SPURNING DAGSINS 0 4 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :4 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A 2 -5 6 3 C 1 5 A 2 -5 5 0 0 1 5 A 2 -5 3 C 4 1 5 A 2 -5 2 8 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.