Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 16
5. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 16 Eitt af því sem gerir Ísland svo áhugavert fyrir ferðamenn er að flestir vegir eru upphækkaðir og skóglaust með- fram þeim – öfugt við það sem er í flestum nálægum löndum. Hægt er að njóta frábærs útsýnis um leið og ekið er milli staða. Svo hefur Vegagerðin gert góða áningarstaði hér og þar við þjóðvegina. Þetta víðsýni af þjóð- vegum er eitt af því sem heillar erlenda gesti og laðar æ fleiri hing- að. Einstök náttúra landsins blasir við hvarvetna, ekki síst af fjölförn- um vegum. Fordyri landsins Reykjanesbrautin er fordyri Íslands. Flestir sem koma til lands- ins njóta útsýnis þaðan. Hraunið með mosa, fléttum, lyngi, kjarri og margs konar blómum og grösum er undurfagurt og sérstakt á heims- vísu. Síbreytilegt eftir árstíðum og hvort það er bleyta eða þurrkur. Við sem keyrum Reykjanesbrautina nær daglega verðum seint leið á að horfa út um bílrúðurnar. Eftir tvo áratugi gefur þarna fátt annað að líta en eina jurt – að vísu fallega – en hún mun afmá þessa sérstöku ásýnd að mestu, skyggja á þann gróður sem fyrir er og fela að mestu mishæðir í hrauninu. Eftir 20 ár verður leitun að veg- spotta á Suðvesturlandi þar sem alaskalúpína blasir ekki við. Reyn- ið að ímynda ykkur það! Lúpínan er öflug uppgræðslujurt og gullfalleg – en allt er best í hófi. Einhæfni er leiðigjörn og niðurdrepandi. Viljum við gefa börnum okkar og barna- börnum þetta í arf? Báðar myndirnar eru teknar af Reykjanesbraut um miðjan júlí sl. Önnur er tekin skammt utan við Vatnsleysustrandarvegamót þar sem enn gefur að líta form og liti hraunsins og Keili í baksýn. Hin myndin er tekin nokkrum kíló- metrum utar þar sem lúpínan er að þétta sig að vegkantinum og úr þessu er lítil áhrif hægt að hafa þar á. Fyrir um áratug síðan voru þarna nokkrir stakir lúpínutoppar sem fáir tóku eftir. Slíka toppa er nú að finna víða við brautina – m.a. í grófinni milli akreinanna – sem munu mynda álíka breiðu meðfram mestallri brautinni á svo sem einum áratug nema eitthvað verði gert til að stemma þar stigu við. Sama þróun er í gangi við flesta þjóðvegi á Reykjanesskaga og í nágrenni Reykjavíkur og víðar um landið. Lúpína er t.d. að þéttast ár hvert með þjóðvegi 1 frá Rauðavatni og upp í Svínahraun. Hún breiðist örast út meðfram vegum – á því landi sem ber fyrir augu af þjóðvegunum. Framtíðarhorfur Hægt er að hægja á útbreiðslu lúp- ínunnar með því að taka alla staka toppa árlega. Til þess þarf margar viljugar hendur. Ekki dugar annað en árleg vöktun í áratug eða meira því alltaf koma upp nýjar plöntur, bæði af rótum sem verða eftir og af fræi sem liggur í dvala í jörðinni árum saman. Lítil þörf er á uppgræðslu þarna því hraunið meðfram Reykjanes- braut er að mestu gróið og vilji menn græða upp moldarflög sem þar finnast er til nóg af hrossa-, hænsna- og svínaskít í nánd en slík uppgræðsla rústar ekki ásýnd landsins. Lúpína er falleg og mjög áber- andi jurt, hvort heldur græn, blá eða brún. Það eykur á fjölbreytni landsins að sjá hana hér og þar. En þegar óvíða er hægt að horfa út um bílrúðu án þess að sjá lúpínu er of langt gengið. Þegar það er orðið staðreynd er allt of seint að hafa þar nokkur áhrif á. Það þarf að gerast ekki seinna en núna! Sumum finnst þessi þróun í lagi og benda á að lúpínan muni á endan- um hörfa. Jú, ekkert varir að eilífu, en þótt hún hörfi á stöku stað (verði gisnari) er útbreiðslan margfalt örari og svo verður næstu áratugi og líklega í meira en öld. Mig grun- ar að fáum okkar endist aldur til að sjá lúpínu fara að dragast saman á landinu í heild og þegar loks kemur að því verður gróðurinn sem tekur við allt annar en það sem nú gefur að líta. Það verður meiri gróska og meiri skógar en þetta fínlega sem nú heillar svo marga glatast. Breytingar á ásýnd landsins vegna virkjana, raflína og ýmissa stórkarlalegra mannvirkja eru smá- munir miðað við þá breytingu sem í vændum er af völdum lúpínu og stjórnlausrar útbreiðslu hennar. Séð út um bílrúðu – og fram í tímann UMHVERFISMÁL Þorvaldur Örn Árnason líff ræðingur og íbúi í Vogum Ég er móðir og á eina 20 mánaða gamla stúlku. Þegar ég varð ólétt á sínum tíma varð ég himinsæl enda barn- ið mjög velkomið í heiminn. Það var þó eitt sem skyggði á þessa gleði og það var sú staðreynd að við foreldr- arnir áttum einungis rétt á að vera heima með barninu okkar í níu mánuði. Sú spurning ásótti mig lengi vel – hver á að passa barnið okkar þessa níu mánuði sem við þurfum svo að bíða eftir leikskólaplássi? Ég bý í Hveragerði og þar búum við svo vel að öll börn komast inn á leik- skóla við 18 mánaða aldur, nokkuð sem ekki öll sveitarfélög geta státað sig af og til dæmis er ástandið ekki svo gott í höfuðborginni okkar. Þó ástandið sé betra í Hveragerði en víða annars stað- ar þá er það engan veginn nógu gott. Eftir þó nokkrar tilfæringar end- aði dóttir okkar hjá yndislegri dag- mömmu sem hún tók miklu ástfóstri við strax frá byrjun. Það sem ergir mig þó óendanlega við þetta kerfi okkar hér á Íslandi, burtséð frá því hversu yndislegir flestir dagforeldrar eru, eru eftir- farandi atriði: 1. Þú þarft að fara með barnið þitt, litla augasteininn þinn, og skilja hann eftir hjá bláókunnugu fólk sem þú treystir í blindni og getur ekki annað en vonað að innsæi þitt sé rétt. Oftast er viðkomandi einn heima hjá sér og eftirlit er lítið sem ekk- ert, þrjár heimsóknir á ári kalla ég ekki almennilegt eftirlit. Á leikskól- um eru nokkrir starfsmenn á hverri deild, stjórnendur o.fl. svo eftirlitið er óumflýjanlegt og stöðugt. 2. Dagforeldrar, mjög oft ófaglærðir, mega vera einir heima hjá sér með fimm börn (mega þó vera með sjö í hádeg- inu skv. reglugerð!?) en á ung- barnadeildum leikskóla er yfirleitt miðað við að hver leik- skólakennari sé ekki með fleiri en fjögur börn á sinni könnu. Rökin fyrir þessu eru mér ókunn ef þau eru til staðar. 3. Dagforeldrar þurfa einir að sjá um allt sem viðkem- ur barninu, að skipta um bleyjur á öllum, koma öllum í svefn og elda mat ofan í alla – á meðan þeir passa fimm ungabörn. Það býður til dæmis hættunni heim að sjá um fimm unga- börn og elda matinn á meðan. 4. Dagforeldrar eiga rétt á veik- indadögum eins og venjulegir laun- þegar, sem er mér óskiljanlegt þar sem þeir eru sjálfstætt starfandi. Ég, sem launþegi, á rétt á veikindadög- um vegna eigin veikinda og vegna veikinda barnsins míns en þegar dagforeldrið mitt verður veikt eða börn dagforeldris þá neyðist ég til að taka mér launalaust frí og fæ engan afslátt af dagvistunargjöldum á móti. Ég hef starfað sem sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur og einn af ókostunum við það er einmitt sá að þegar ég, eða barnið mitt, veikist get ég ekki rukkað fyrir tímann. Þetta á við um flestar aðrar sjálfstætt starf- andi stéttir, mér þætti til dæmis ansi hart að borga fyrir bókaðan tíma í klippingu ef hárgreiðslumaðurinn væri veikur heima hjá sér. Dagfor- eldrar fá því kostina af því að vera sjálfstætt starfandi (hærri tekjur) en þurfa ekki að taka ókostunum (ólaun- aðir veikindadagar). 5. Það er mjög dýrt fyrir foreldra að vera með barn hjá dagforeldrum, algengt verð á Suðurlandi er í kring- um 50 þúsund krónur fyrir 8 tíma vistun á meðan leikskólagjöld eru í kringum 30.000 krónur. 6. Dagforeldrar geta neitað að passa tiltekin börn, t.d. ef þau eru mjög krefjandi. Ég þekki dæmi þess að börnum sé sagt upp, þau eru sumsé „rekin“ og það innan við tveggja ára gömul. Þau dæmi eru vafalaust mjög fá sem betur fer – en þau eru þó til. Ég veit ekki til þess að leikskólar geti sagt börnum upp enda væri það galið. Ég sá mjög gott viðtal í Kastljósinu um daginn við móður sem talaði um það að þrýstihópurinn, foreldrarnir, á þennan málaflokk væri svo veik- ur því þeir sem nýta þjónustu dag- foreldra þurfa þess í takmarkaðan tíma og eru svo guðs lifandi fegnir þegar tímabilinu lýkur að þeir reyna að hugsa ekki um það meir. Ég vil ekki vera ein af þeim og ákvað því að koma skoðun minni á framfæri. Það er ekki við dagforeldra að sak- ast sem sinna langflestir sinni mikil- vægu og erfiðu vinnu mjög vel, það er við stjórnvöld að sakast sem sýna lítinn vilja til að breyta þessu stór- gallaða kerfi okkar. Ég skora á stjórnvöld að skapa samfellu í dagvistunarmálum ungra barna, það þarf að lengja fæðingar- orlofið og taka börnin fyrr inn á leik- skóla. Úrelt dagforeldrakerfi FJÖLSKYLDAN Álfhildur Þorsteinsdóttir ➜ Hver á að passa barnið okkar þessa níu mánuði sem við þurfum svo að bíða eftir leikskólaplássi? REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR 25-35% AFSLÁTTUR STILLANLEG RÚM Verðdæmi C&J stillanlegt heilsurúm með infinity dýnu 2x80x200 cm. Fullt verð kr. 558.000 ÚTSÖLUVERÐ KR. 390.600 Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 og Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is 20-50% AFSLÁTTUR SÆNGUR- FATASETT MARGAR GERÐIR Gafl ekki innifalinn í verði 40% AFSLÁTTUR AF 160X200 CM HEILSURÚM REYNIR heilsurúm Með Classic botni 160x200 cm. Fullt verð: 169.900 ÚTSÖLUVERÐ AÐEINS kr. 99.900 Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. 0 4 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :4 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A 2 -9 1 7 C 1 5 A 2 -9 0 4 0 1 5 A 2 -8 F 0 4 1 5 A 2 -8 D C 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.