Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 12
5. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 BARIST VIÐ SKÓGARELDA Slökkviliðsmaðurinn Joe Darr sprautar á skógarelda nálægt þjóðvegi 20 nærri Clearlake í Kaliforníu. Mörg þúsund slökkviliðsmenn vinna að því að slökkva skógarelda á þurrkasvæðum í Kaliforníu. Auk þess hafa íbúðarbyggðir á stóru svæði verið rýmdar og vegum lokað. NORDICPHOTOS/AFP COSMOS KLAPPAÐ Vinir og ættingjar hins myrta ljósmyndara Rubens Espinosa klappa hundi hans, Cosmos, í jarðarför Espinosa í Mexíkóborg. Ljósmyndarinn fannst látinn í skurði ásamt fjórum konum og öll höfðu þau verið pyntuð og skotin í höfuðið. Espinosa flúði heimahérað sitt, Veracruz, fyrir tveimur mánuðum þar sem hann óttaðist um öryggi sitt. Vaxandi gremja er meðal fjölmiðlafólks í Mexíkó vegna vanmáttar stjórnvalda til að vernda blaðamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BÍÐA EFTIR MAT Flóttamenn bíða í röð eftir matargjöf í flóttamannabúðunum í Calais í Norður-Frakklandi. Mörg þúsund flóttamenn hafa reynt að klifra yfir girðingar við Ermarsundsgöngin til að komast í báta og vörubíla á leið til Bretlands. Evrópu- sambandið hefur boðið aukið fé til að aðstoða Frakka vegna fjölgunar flóttamanna á svæðinu. NORDICPHOTOS/AFP UMDEILD AUGLÝSING Þjóðernisflokkurinn Svíþjóðardemókratar kom upp borðum í lestarstöðinni Ostermalmstorg í Stokkhólmi sem beint er að ferðamönnum og á stendur: „Afsakið ófremdarástandið sem ríkir í Svíþjóð. Við eigum í miklum erfiðleikum með nauðungarbetlara. Alþjóðleg glæpasamtök græða á neyð annarra. Við erum Svíþjóðardemókratar. Velkomin aftur til betri Svíþjóðar árið 2018.“ Í gærkvöldi réðst fjöldi mótmælenda inn í lestarstöðina og reif auglýsingarnar niður. Ríkissaksóknari skoðar nú hvort ákæra eigi Svíþjóðardemókrata fyrir hatursorðræðu. NORDICPHOTOS/AFP ÞORSTA SVALAÐ Á FLÓÐASVÆÐI Íbúi á flóðasvæði í Nowashera-hér- aði í Norður- Pakistan drekkur vatn úr handknú- inni vatnsdælu. Minnst 116 hafa látist í monsún- flóðum í Pakistan í ár en um 850 þúsund manns hafa orðið fyrir barðinu á flóð- unum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁSTAND HEIMSINS 1 1 4 4 2 2 5 5 3 3 0 4 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :4 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A 2 -4 7 6 C 1 5 A 2 -4 6 3 0 1 5 A 2 -4 4 F 4 1 5 A 2 -4 3 B 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.