Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 10
5. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Það er langt síðan gengið hefur verið jafn hart fram gegn blaðamönn- um og heim- ildarmönnum þeirra hér í Þýskalandi. André Meister, bloggari ÞÝSKALAND Aðalsaksóknari þýska ríkisins, Harald Range, var í gær rekinn af Heiki Maas dómsmálaráð- herra. Range hafði frábeðið sér öll afskipti stjórnmálamanna af mála- ferlum gegn fréttavefnum Netzpoli- tik.org, sem sérhæfir sig í umfjöllun um netfrelsi og hefur fengið verð- laun fyrir starfsemi sína. Saksókn- araembættið hefur ákært stjórnend- ur vefsins fyrir landráð. Uppsögn Range tók gildi strax í gær. Í apríl síðastliðnum birti vefur- inn upplýsingar úr leyniskjölum um starfsemi nýstofnaðrar deildar innan þýsku leyniþjónustunnar, en sú deild fær það hlutverk að sinna víðtæku eftirliti með netinu. Í kjöl- farið kærði leyniþjónustan frétta- vefinn fyrir landráð og saksóknar- inn brást við með því að höfða mál á hendur stjórnendum síðunnar. Leyniskjölin, sem fréttavefurinn birti, hafi verið ríkisleyndarmál og birting þeirra varði því við lög um landráð. Í Þýskalandi hefur verið efnt til mótmæla gegn ákærunni og áhrifa- miklir þýskir stjórnmálamenn, þar á meðal bæði Angela Merkel kanslari og Heiko Maas dómsmálaráðherra, hafa komið fréttasíðunni til varnar. Maas sagðist efast um að skjölin innihéldu svo alvarleg leyndarmál að birting þeirra stofnaði öryggi landsins í hættu. Þá sagði hann ekki síður mikilvægt að koma fjölmiðla- frelsinu til varnar. Á mánudag sagði talsmaður þýsku stjórnarinnar að dómsmála- ráðherrann hefði í þessu máli fullan stuðning Merkel kanslara. Þá hefur Thomas de Maiziere innanríkisráð- herra tekið undir með Maas og lýst efasemdum um réttmæti landráða- ákærunnar. Saksóknarinn fyrrverandi segir þessi afskipti stjórnmálamanna vera ólíðandi. Þeir séu að reyna að hafa áhrif á rannsókn máls- ins vegna þess að niður stöðurnar gætu orðið óþægilegar. „Við látum ekki þagga niður í okkur,“ segir hins vegar Andre Meister, bloggari á Netzpolitik.org og einn af stofn- endum fréttasíðunnar. Hann seg- ist líta á ákæruna sem beina árás á fjölmiðlafrelsið: „Það er langt síðan gengið hefur verið jafn hart fram gegn blaðamönnum og heimildar- mönnum þeirra hér í Þýskalandi.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttamenn sakaðir um landráð vegna uppljóstrana Stjórnendur fréttavefs eru ákærðir fyrir uppljóstrun um nýja neteftirlitsdeild þýsku leyniþjónustunnar. Sak- sóknarinn, sem segir pólitísk afskipti af embættinu ólíðandi, var rekinn af þýska dómsmálaráðherranum í gær. HARALD RANGE Aðalsaksóknari Þýskalands kemur embætti sínu til varnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 11 kg2 kg 5 kg 10 kg Smellugas er einfalt, öruggt og þægilegt! Gas fyrir grillið, útileguna og heimilið Vinur við veginn LÖGREGLUMÁL „Við vonum auð- vitað að þetta séu ekki okkar menn sem voru að standa í þessu,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eim- skips. Í lok júní fundust tæp þrjú kíló af kókaíni í gámi í Sundahöfn sem komið hafði með skipi Eim- skips, Skógafossi. Skipverjar voru allir yfir- heyrðir af lögreglu en enginn þeirra var úrskurðaður í gæslu- varðhald. Enginn hefur stöðu grunaðs manns sem stendur. Skipið er nú á siglingu og ætti að vera í Argentínu í dag. Aðspurður hvort það sé ekki íþyngjandi fyrir skipverja að allir og enginn sé grunaður segir Ólaf- ur: „Það hlýtur að vera íþyngj- andi ef þú ert sekur. En ef þú ert saklaus get ég ekki ímyndað mér að það hafi nein áhrif á þig.“ Hann segir að mikill fjöldi fólks komi að skipinu og hafi aðgang að farmi þess í hverri höfn. „Það er rosalega erfitt að benda á áhafnarmeðlim nema þú sért með óyggjandi sannanir fyrir því. Það er ekki öfundsvert fyrir lögregluna að rannsaka mál sem er svona óljóst.“ Aldís B. Hi lmarsdóttir, aðstoðar yfirlögregluþjónn í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé enn í rannsókn. Aðspurð hvort málið sé tengt stærra fíkni- efnamáli eða hafi verið einangr- að smygl segir Aldís: „Við erum ekki komin með af eða á varðandi það.“ - snæ Meirihluti skipverja á Skógafossi af erlendum uppruna. Skipið er nú statt í Argentínu við fraktflutninga: Kókaínsmyglið í Sundahöfn enn óupplýst SKIPIÐ SIGLIR Ólafur William Hand segir skipverja saklausa uns sekt sé sönnuð. Skipið sigli áfram þar til upplýsingar ber- ist frá lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 506 íslenskar konur bera nafnið Vigdís sem fyrsta nafn. 32 íslenskir karlmenn eru á lífi sem heita Ólafur Ragnar. i SVONA ERUM VIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Um helgina samþykktu aðildarríki drög að nýrri þróunaráætlun sem á að breyta heiminum til hins betra á fimmtán árum. Meðal annars er stefnt að því að útrýma allri örbirgð og draga verulega úr almennri fátækt í heiminum. Drögin verða lögð fyrir leiðtoga- fund um sjálfbæra þróun, sem haldinn verður í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 25. til 27. september. Alls eru þarna sett sautján meginmarkmið, sem meðal ann- ars snúast um að draga úr fátækt, tryggja mataröryggi, efla heil- brigði, tryggja öllum menntun, koma á jafnrétti kynjanna og tryggja öllum aðgang að nægu vatni og orku, svo nokkur helstu markmiðin séu nefnd. Þessi sautján nýju markmið eiga að taka við af þúsaldarmarkmið- unum átta, sem sett voru árið 2000 og snerust einnig um að draga úr fátækt, efla heilbrigði, jafna stöðu kynjanna og tryggja fleir- um aðgang að vatni. Þau mark- mið hafa reyndar ekki náðst, enda búa 800 milljónir manna enn við örbirgð. - gb Sameinuðu þjóðirnar ætla sér mikið á 15 árum: Vilja útrýma örbirgð FÁTÆKT Í KASMÍR Börnin leika sér. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA MOSFELLSBÆR Mosfellsbær hefur tekið í notkun nýja kortasjá. Í korta sjánni eru aðgengilegar margvíslegar upplýsingar um fasteignir, umhverfi og veitur. Í tilkynningu frá bænum segir að markmiðið með kortasjánni sé að bæta enn frekar þjónustuna við íbúa og aðra viðskiptavini. Í kortasjánni eru aðgengilegar upplýsingar allan sólarhringinn, og einnig fylgir með ábendinga- kerfi ef íbúar hafa orðið varir við eitthvað í nærumhverfi sínu sem þarfnast lagfæringar eða skoð- unar hjá starfsmönnum Mosfells- bæjar. - ngy Bæta þjónustu í Mosfellsbæ: Ný kortasjá tek- in í notkun LÖGREGLUMÁL Rúmlega þúsund ökumenn voru stöðvaðir af lög- regluembættinu á Suðurlandi í liðinni viku. Um 434 mál voru bókuð í dag- bók lögreglu en flest málanna komu upp um helgina. Alls voru 128 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og 21 fyrir ölvunarakstur. Þá voru ellefu ökumenn grun- aðir um að aka undir áhrifum fíkniefna. - srs Mikið að gera hjá lögreglu: Þúsund öku- menn stöðvaðir 0 4 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :4 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A 2 -4 C 5 C 1 5 A 2 -4 B 2 0 1 5 A 2 -4 9 E 4 1 5 A 2 -4 8 A 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.