Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. ágúst 2015 | SKOÐUN | 15 Ég var í jarðarför gam- allar vinkonu minnar um daginn. Ljósið flæddi inn um steinda gluggana, and- inn sveif yfir og „hærra minn guð til þín“ ómaði um hvelfinguna. Kyrrlát og falleg stund, fólkið sat auð- mjúkt andspænis óskilj- anleika dauðans. Það var nærandi fyrir sálina að leggja egóinu á bílastæð- inu við kirkjuna og beygja sig um stund fyrir mætti lífsins. Einlæg undrun Frá fyrstu tíð hefur manneskjan staðið undir sól og stjörnum og undrast af einlægni. Skilning- urinn bjó í eplinu og þegar við komumst yfir það fórum við að spá í hlutina og smíða skýring- ar á óskiljanleika tilverunnar. Hvað er sólin? Hvað veldur flóði og fjöru? Hvað verður um okkur þegar við deyjum? Um allan heim fléttuðu menn saman útlistanir á gangverki heimsins. Og þvílíkir vefir! Í þeim tvinnast saman nátt- úran og manneskjan, vonin, ástin, sorgin og gleðin yfir að vera til. Úr þessum efnivið hafa skáld ort, málarar málað, tónskáld samið og myndhöggvarar mótað. Trúin hefur fært okkur stórkostleg listaverk, verið þjáðum huggun og gefið okkur von um réttlæti í vonleysi og þrældómi. Því í trúna voru ekki aðeins vafðar skýringar þess óskiljanlega heldur líka sið- fræðin og lögin. Við sem trúum því að maðurinn hafi skapað guð getum því líkt og hinir sagt af heilum hug: Guði sé lof fyrir trúna. Í dag geta fæstir sætt sig við gamlar þjóðsögur sem leiðarljós lífsins en þó guð sé kominn fram yfir síðasta söludag er menning okkar mótuð af trú. Hér norður frá er nauðsynlegt að fólk þekki helstu þætti kristni og ásatrúar til að skilja menningu sína. Hvernig er hægt að taka þátt í umræðum eða fylgjast með án þess að skilja hugtakið „Miskunnsami Samverj- inn“ eða speki Hávamála „Marg- ur verður af aurum api“? Orð Jesú, „Ef þú átt tvo kirtla gefðu þá náunga þínum annan“, eru að verða ungu fólki óskiljanleg eins og sést á gjörðum þeirra ungu manna sem nú stjórna landinu. Trúarbragðafræðsla nauðsyn Við þurfum trúarbragðafræðslu í skólum til að börnin skilji rætur sínar, menninguna. Allir ættu að kunna skil á Jesú, þeim góða manni, húmanista, dulspekingi og sósíalista og þekkja undirstöðu- atriðin í íslam. Trúarbrögðin standa höllum fæti en öll kerfi verja sig, hagsmuni sína og völd. Ímamar, kirkjuhöfðingjar og öld- ungar eru góðir í því. (Frans páfi þó líklega undantekning enda gangandi kraftaverk.) Trúar- bragðastríð er ein brellan – aldrei hefur verið háð stríð vegna trú- arbragða. Að baki öllum ófriði býr sama ástæðan. Herför ISIS, barátta talibana, Norður-Írland, nýlendustríðin, siðaskiptin, kross- ferðirnar, að baki býr ávallt eftir- sókn eftir auði og völdum. Með heilagar bækur í höndunum göfg- ast málstaðurinn og lýðurinn fylgir heilalaus með. Misnotkun verst Ef við lítum okkur nær sjáum við trúfélög stór og smá sem verja völd sín með öllum tiltækum ráðum. Hvort sem við horfum til stjórnenda kirkjunnar eða allsráð- andi öldunganna í sértrúarsöfnuð- um eins og Vottum Jehóva, birtist sama stefið: Það er barist á móti breytingum, vísindunum er vikið til hliðar, náttúrulegar kennd- ir eins og samkynhneigð og jafn sjálfsögð mannréttindi sem jöfn staða kynjanna eru bæld niður eins lengi og hægt er. Já, syndalisti trúarbragðanna er langur og ljótur, þar er misnotkun á einlægni trúlega verst. Trúlega verst „Bækur eru betri fjárfest- ing en byssukúlur,“ sagði Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai, nýlega á fundi í Ósló. Fundur- inn fjallaði um mikilvægi menntunar í þeirri vegferð sem ríki heims hefja í sept- ember nk. þegar samþykkt verða ný þróunarmarkmið á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðin eiga að taka gildi 1. janúar 2016 og þau á að framkvæma fyrir lok 2030. Markmiðin eru miklu víðtækari og metnað- arfyllri en fyrirrennarar þeirra, þúsaldarmarkmiðin frá árinu 2000. Í fyrirliggjandi drögum er viður kennt að útrýming fátæktar er stærsta áskorunin sem alþjóða- samfélagið stendur frammi fyrir og því fjallar fyrsta markmiðið um að útrýma fátækt. Í drögunum er litið til þess að ójöfnuður fer vaxandi innan ríkja og milli ríkja og því ítrekað árétt- að að markmiðin skuli ná til allra. Ljóst er að fátækt verður ekki útrýmt ef ekki kemur til stór- átaks í menntamálum um allan heim þar sem milljónir barna og ungs fólks hafa ekki aðgang að menntun í dag og hafi þau aðgang er menntunin sem þau fá oft mjög léleg. Því er í drögunum að fjórða þróunarmarkmiðinu, sem fjallar um menntun, ekki eingöngu lögð áhersla á að tryggja skuli jafnan aðgang að menntun held- ur skuli einnig tryggja gæði og gildi menntunar. Þetta krefst m.a. aukinnar fjárfestingar í kennara- menntun. Við Íslendingar höfum litið á það sem sameiginlega hagsmuni okkar að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun. Er óskandi að við berum gæfu til að vera áfram sammála um mikilvægi þessarar sameigin- legu fjárfestingar í þessu litla þjóðfélagi. Það er líka óskandi að sú þrautaganga sem Malala gekk í gegnum vegna þess að hún leyfði sér að opna munninn og tala fyrir menntun stúlkna verði til þess að þeir sem hingað til hafa litið á menntamál sem „mjúk“ mál geri sér grein fyrir því að fjárfesting í menntun þarf að vera forgangsmál eigi að tryggja langvarandi öryggi og stöðugleika í heiminum. Bækur eru betri fjár- festing en byssukúlur UTANRÍKISMÁL Gréta Gunnars- dóttir Stjórn félags Sam einuðu þjóðanna á Íslandi Hækkun á mjólkurverði Undanfarnar vikur hefur verið til umræðu hækkun á mjólk til framleiðanda. Hækkun er 1,77% frá 1. ágúst 2015, en síðasta hækkun var í október 2013. Þessi litla hækkun kom mörgum mjólkur- framleiðendum verulega á óvart. Framleiðendur taka á sig hallann Verðlagsnefnd búvara ákvarðar hækkun á mjólk til framleiðanda. Nefndin miðar við kostnað út frá grundvallar- kúabúi sem er með 40 árskýr, en búið er rekið með verulegum halla árið 2014 eða yfir 8 m.kr. Hækk- un leiðréttir ekki hallarekstur á grundvallarbúi. Hluta af þessum halla hafa framleiðendur þegar tekið á sig með hagræðingu. Nefndin tekur ekki tillit til lækk- unar á beingreiðslum á lítra sem orðið hefur á samningstíma gild- andi mjólkursamnings frá 2004. Beingreiðslur hafa rýrnað Samningur um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu var undir- ritaður 2004 og gildir út 2016. Samkvæmt honum eru ákvæði um beingreiðslur fyrir mjólkur- afurðir til greiðslumarkshafa mjólkur. Ef litið er til þróunar beingreiðslna á lítra mjólkur til framleiðanda frá árinu 2004, hafa þær rýrnað um 20 kr. á lítra fram til 2014 á föstu verðlagi. Þessar upplýsingar koma meðal annars fram í Bændablaðinu frá 9. júlí 2015: „Mjólkursamningurinn frá 2005 hefur elst illa“, er bygg- ir á BS-ritgerð Ástu Steinunnar Eiríksdóttur hagfræðings. Tekjutap mjólkurframleiðenda verður að bæta Samkvæmt lögum um verðlags- nefnd er tekið fram að telja eigi beingreiðslur til tekna og koma til lækkunar á verði þeirra afurða sem beinar greiðslur taka til. Ekkert mælir því á móti því að verðlagsnefnd taki tillit til lækkunar á beingreiðslum inn í útreikning sinn á sama hátt, þannig að lækkun þeirra á lítra komi inn til hækkunar á verði til framleiðanda mjólkur. Þetta tekjutap mjólkurframleið- anda verður að bæta upp annars staðar. Ef ekki gegnum auknar niður- greiðslur á framleiðslu- kostnaði þá með hækkun á verði til framleiðanda frá verðlagsnefnd. Það stjórnvald sem setur ramma utan um starfsemi verðlagsnefndar verður að tryggja að tekjutap fáist bætt gegnum verð- lagsnefnd, önnur leið virðist ekki í boði. Verður að gera breytingar á verðlagningu mjólkur Það er ljóst að ekki gengur til lengdar að reka kúabú, eins og grundvallarbú verðlagsnefndar, með verulegu tapi eins og raun- in er. Það verður að gera breyt- ingar á verðlagningu mjólkur og starfsskilyrðum framleiðslu. Mjólkurframleiðendur ásamt mjólkurvinnslu hafa sýnt mikla hagræðingu á undanförnum árum. Það eitt og sér nægir ekki. Það verður að tryggja rekstur kúabúa í landinu á farsælan hátt þannig að þessi grein geti þrifist eðlilega. Á meðan verðlagning er í gegnum verðlagsnefnd verður að gera þá kröfu til hennar og þess lagaramma sem henni er settur að mjólkurframleiðsla búi við eðli- legan rekstrargrundvöll. Þá verð- ur einnig að hafa í huga hinn mjög svo óeðlilega háa fjármagnskostn- að sem mjólkurframleiðendur búa við eins og aðrar atvinnugreinar í landinu. Framtíð mjólkur- framleiðslunnar Þjóð verður að geta nýtt eigin gæði til framleiðslu mjólkurvara þannig að rekstur búa gangi upp. Það er ekki ásættanlegt fyrir þjóð að vera háð innflutningi á þessum vörum og greiða fyrir þær með verðmætum gjaldeyri. Einnig koma upp í huga þættir eins og að halda uppi atvinnu, hreinleiki íslenskrar matvöru, sterk ímynd hennar fyrir hrein- leika og að hafa dreifða byggð í landinu. Einnig ber að nefna mikilvægi þess að hægt verði að neyta matvöru úr sínu nær- umhverfi, sem er að öllu jöfnu besta matvaran, en ekki mat- vöru sem hefur verið framleidd langt frá neytanda með stóru kol- efnisspori vegna flutninga. Ekki er ósennilegt að í náinni framtíð verði mun meiri áhersla lögð á kolefnisspor matvæla, þannig að flutningar matvöru verði skatt- lagðir til að sporna við mengun vegna kolefnis. Neytendur eru orðnir sem betur fer mun með- vitaðri um þessa þætti. Reynsla erlendis sýnir að ef landbún- aðarframleiðsla eins og mjólk víkur af markaði í framleiðslu- landi hækkar verð matvöru aftur. Þetta gerist eftir að inn- lend matvara hefur orðið undir í samkeppni við innflutning og verð á matvöru verður á endan- um hærra en það var fyrir, áður en samkeppni kom til. Hagsmunir framleiðenda, neyt- enda og þjóðar fara saman Það á að vera skýrt að hagsmun- ir mjólkurframleiðenda, neytenda og þjóðar fari saman. Tryggja verður að neytendur geti hér eftir sem hingað til átt kost á innlend- um mjólkurvörum af sem mest- um gæðum. Þær verði framleidd- ar á sem hagkvæmastan hátt þar sem velferð dýra er samkvæmt því sem best gerist og framleiðsla eins sjálfbær með tilliti til inn- lendra hráefna og landsgæða og kostur er. Kúabú á krossgötum LANDBÚNAÐUR Guðjón Þórir Sigfússon verkfræðingur og á og rekur kornrækt- ar- og kúabú að Grund í Eyjafi rði ➜ Mjólkurframleiðendur ásamt mjólkurvinnslu hafa sýnt mikla hagræðingu á undanförnum árum. Það verður að tryggja rekstur kúabúa í landinu á farsælan hátt þannig að þessi grein geti þrifi st eðlilega. Á meðan verðlagning er í gegnum verðlagsnefnd verður að gera þá kröfu til hennar og þess lagaramma sem henni er settur að mjólkurfram- leiðsla búi við eðlilegan rekstrargrundvöll. ➜ Við Íslendingar höfum litið á það sem sameiginlega hagsmuni okkar að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun. ➜ Að baki öllum ófriði býr sama ástæðan. Herför ISIS, barátta talibana, Norður-Írland, ný- lendustríðin, siða- skiptin, krossferðirn- ar, að baki býr ávallt eftir sókn eftir auði og völdum. Með heilagar bækur í höndunum göfgast málstaðurinn og lýðurinn fylgir heilalaus með. TRÚMÁL Sverrir Björnsson hönnuður 0 4 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :4 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 A 2 -8 7 9 C 1 5 A 2 -8 6 6 0 1 5 A 2 -8 5 2 4 1 5 A 2 -8 3 E 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.