Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 6
5. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 SAMGÖNGUR „Þetta er alveg skelfi- legt. Að fara í reiðhjólaverslun og geta ekki treyst því að þú fáir löglegt reiðhjól, það finnst mér óhugnan legt,“ segir Einar Guð- mundsson, formaður Brautarinnar, bindindisfélags ökumanna. Braut- in birti í gær úttekt á skyldubúnaði hjóla þar sem fram kemur að fjór- tán prósent reiðhjóla í verslunum landsins eru seld með skyldubún- aði áföstum. Einar spyr sig hvort reiðhjóla- sölumenn séu að reyna að græða á aukabúnaði. „Árið 2011 var ágætis staða. 71 prósent hjóla var selt með nauðsynlegum öryggisbúnaði áföst- um. Nú er staðan hins vegar verri og menn pilla meira og meira af hjólunum þegar þau koma í búðir. Á sama tíma hefur reiðhjólasala aukist,“ segir Einar. „Kannski eru reiðhjólasalar að reyna að græða á aukabúnaði og segja fólki að kaupa hitt og þetta svo hjólið sé löglegt? Ég veit ekki hvort það er rétt, en maður spyr sig.“ Búnaðurinn sem um ræðir er bjalla, glitmerki að framan, aftan, á teinum og fótstigum, fram- og aft- urbremsur og keðjuhlíf. Einar segir áberandi hve mörg hjól eru seld án bjöllu. Í reglugerðinni er einnig gert ráð fyrir lás en þar sem ný reglugerð um hjól er í smíðum tók Brautin lása ekki með í úttektinni. Reglugerðin sem nú er í gildi er frá árinu 1994. „Í nýju reglugerðinni mun koma skýrt fram að ef þú ætlar að nota reiðhjól í umferð þarftu að hafa þennan búnað, eins og drögin eru núna,“ segir Einar. „Geturðu ímyndað þér að kaupa þér nýjan bíl, en þurfa að kaupa bremsurnar sér? Það væri svolítið sérstakt,“ bætir hann við. Árni Davíðsson, formaður umsagnarnefndar Landssamtaka hjólreiðamanna, segir óþarft að setja verslunum reglur um hvern- ig eigi að selja hjólin. „Hjól í Evrópu eru ekki seld með öllum öryggisbúnaði, það er ekkert sem segir að þess þurfi. Þó er reglugerð sem segir hvern- ig hjólin eiga að vera útbúin,“ segir Árni. Hann bætir því við að honum finnist að Samgöngustofa ætti að vinna í því að vekja þess í stað athygli hjólreiðamanna á öryggisbúnaðinum. „Ég held það ætti frekar að vinna þetta með fræðslu en að skylda að selja öll hjól með búnaði. Þá myndu þau sem kaupa dýrustu hjólin taka staðalbúnaðinn af og setja eitt- hvað annað og betra.“ „Við skiljum ekki hvernig þessar niðurstöður fengust,“ segir David C. Vokes, vörustjóri Húsasmiðj- unnar. „Í fyrra kíkti ég á þessar leiðbeiningar og flutti inn hjól, þá var skylda frá framleiðendum að setja bjöllu á öll hjól. Við erum líka með glitmerki á réttum stöðum og keðjuhlífar, þó eru ekki öll hjól með hlíf alla leið aftur með keðj- unni, enda er það óþarfi“ segir hann. thorgnyr@frettabladid.is Einungis fjórtán prósent reiðhjóla eru seld lögleg Brautin kannaði skyldubúnað á reiðhjólum í verslunum. Formaður umsagnarnefndar Landssamtaka hjólreiða- manna segir óþarft að selja hjól með búnaðinum. Vörustjóri Húsasmiðjunnar er ósammála úttekt Brautarinnar. ÖRUGG Vonandi er þetta hjólreiðafólk með réttan búnað á hjólum sínum FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Brautin gerði úttekt á hjálmanotkun samhliða úttekt á nauðsynlegum búnaði. Í úttektinni kom fram að hjálmanotkun var almennt um áttatíu prósent. Þá vakti það athygli Brautarinnar að hjálmanotkun í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur var minni en annars staðar. Hjálmanotkun á þeim svæðum náði einungis 31 prósenti. Samhliða könnuninni kannaði Brautin sýnileikafatnað en um þrjátíu prósent hjólreiðamanna voru í þess lags fatnaði. Auk þess voru mörg hjól án bjöllu. „Það er slæmt að vera án bjöllu, hún er mjög mikilvæg. Sérstaklega þegar maður hjólar á sameiginlegum stígum með gangandi fólki. Það er alveg nauðsynlegt að láta gangandi vegfarendur vita ef þú kemur aftan að þeim. Þessi búnaður er vanmetinn,“ segir Einar Guðmundsson. Hjálmanotkun minni í Vesturbænum Ég held það ætti frekar að vinna þetta með fræðslu en að skylda að selja öll hjól með búnaði. Árni Davíðsson, formaður umsagnar- nefndar Landssamtaka hjólreiðamanna. Haustsigling um Eystrasaltið 24.-28. október með Princess Anastasia STOKKHÓLMUR-TALLINN-ST. PÉTURSBORG-HELSINKI Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í 4 nætur um borð í Princess Anastasia, morgunverður, kvöldverður, allar skoðunarferðir og íslenzk fararstjórn. Flogið til Stokkhólms og siglt þaðan til Tallinn, St. Pétursborgar og Helsinki. Flogið heim frá Stokkhólmi. Gist í tveggja manna klefum með glugga Innifalinn morgunverður og kvöldverður um borð Skoðunarferð í hverri höfn Skemmtistaðir, barir, kaffihús, fríhöfn og spilavíti um borð Fararstjóri er Emil Örn Kristjánsson. Verð frá 159.500,- Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar Borgartún 34, 105 Reykjavík, S: 511 1515 • outgoing@gjtravel.is • www.ferdir.is Þetta er alveg skelfilegt. Að fara í reiðhjólaversl- un og geta ekki treyst því að þú fáir löglegt reiðhjól. Einar Guðmundsson, formaður Brautarinnar. VEISTU SVARIÐ? LEIKSKÓLAMÁL „Eitt af því sem þarf að vinna í er að efla og auka framboð á leikskólakennurum,“ segir Svandís Svavarsdóttir alþingismaður Vinsti hreyfingar- innar græns framboðs. Fyrir nokkrum dögum kom út skýrsla starfshóps á vegum menntamálaráðuneytisins vegna þingsályktunar Svandísar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Fréttablaðið greindi frá skýrsl- unni. „Það þarf að draga fram allt það sem þarf að gera en ég held við getum öll verið sammála um að aðstaðan eins og hún er núna er ekki ásættanleg fyrir velferðar- samfélag, þannig að það er eitt- hvað sem við þurfum að horfast í augu við.“ Svandís segir að dagforeldrar geti gengið í störf á ungbarnaleik- skólum en þó þurfi að efla sam- starfið við háskólana til að hægt verði að auka framboð leikskóla- kennara. „Ég bara skil ekki hvers vegna konan talar með þessum hætti, né hvað veldur því,“ segir Sigrún Edda Lövdal, formaður Félags dagforeldra. Sigrún Edda segir að með þessu sé verið að leggja niður dagfor- eldrastéttina. „Dagforeldrar hafa starfað í tugi ára og verið starfi sínu til mikils sóma. Og ég leyfi mér að stórefast um að dagforeldrar færi sig yfir á leikskóla þó það standi þeim til boða. Eins og hún talar, vill hún greinilega leggja þessa stétt niður og þetta er starf stétt sem samanstendur í miklum meirihluta af konum og það er mér óskiljanlegt af hverju konunni er svona mikið í mun að leggja niður þessa kvennastétt,“ segir Sigrún Edda. Í þingsályktuninni sem Svan- dís flutti segir að algengt sé að leikskólar sveitarfélaganna veiti börnum ekki viðtöku fyrr en þau eru orðin 18–24 mánaða gömul. Foreldrar og forráðamenn ung- barna hafi því þurft að leita ann- arra leiða, sem oftast felast í því að vista börnin hjá dagmæðrum eða á einkareknum ungbarnaleik- skólum. - sks, srs Formaður Félags dagforeldra efast um að stéttin vilji vinna á leikskólum: Segir vegið að dagforeldrunum SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR SIGRÚN EDDA LÖVDAL ÁSTRALÍA Lögreglan í Ástralíu rannsakar nú fund á hátt í sjö- tíu afskornum krókódílahöfðum í frystikistu í borginni Darwin nú um helgina. Um var að ræða krókódíla sem þrífast í saltvatni, en þeir eru friðaðir þar í landi. Hópur ungmenna fann frysti- kistuna nálægt fjölfarinni verslunar götu og gerði lögreglu viðvart. Líklegt þykir að dýrin hafi verið fláð og skinn þeirra nýtt í hand- töskur og skó. Sá sem fundinn verður sekur um verknaðinn á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. - ngy Ungmenni fundu höfuðin: Fundu sjötíu krókódílahöfuð KRÓKÓDÍLAHÖFUÐ Líklegt þykir að dýrin hafi verið fláð og skinn þeirra nýtt í handtöskur og skó. NORDICPHOTOS/AFP 1. Hverjum er óheimilt að skilja hér á landi, þótt hjónavígslan hafi farið fram hér? 2. Hvað féll í Grikklandi á mánudag? 3. Hvaða mannréttindasamtök hyggj- ast kjósa um lögleiðingu vændis á aðalþingi sínu í næstu viku? SVÖR: 1. Samkynhneigðum erlendum hjónum, bú- settum í útlöndum. 2. Hlutabréfavísitalan. 3. Amnesty International. VANTAR ÚRRÆÐI Algengt er að leikskólar sveitarfélaga veiti börnum ekki viðtöku fyrr en 18-24 mánaða gömlum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 0 4 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :4 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K _ n y .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A 2 -7 D B C 1 5 A 2 -7 C 8 0 1 5 A 2 -7 B 4 4 1 5 A 2 -7 A 0 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.