Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 14
5. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Tilefni skrifa minna hér í þetta blað nú um hásumar þegar sólin skín er að bregð- ast við skrifum Árna Guðmundsonar um æskulýðsmál í Hafnarfirði. Tilefni skrifa Árna virðist eingöngu vera að gagnrýna þá breytingu að um mitt ár var ákveð- ið að færa yfirstjórn félagsmiðstöðva og frístundaheimila frá fjölskyldusviði til fræðslusviðs í samræmi við tillögur rekstrar ráðgjafa um einfaldari og skilvirk- ari stjórnsýslu hjá Hafnarfjarðarbæ. Þessi skipulagsbreyting er þannig til komin að betur sé hægt að sinna þessum málaflokki og bæta þjónustu við börn og ungmenni í frítíma þeirra, það er kjarni málsins. Samhljómur er með þessari breytingu og tillögum starfshóps sem skipaður er fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn ásamt starfsmönnum, en starfshópurinn hóf störf í lok síðasta árs og skilaði af sér tillögum varðandi breytingar á rekstri frístunda- heimila á vormánuðum sem kynntar voru á opnum fundi í Lækjarskóla. Tillögur starfshópsins, sem undirrit- uð hefur veitt formennsku, snúa fyrst og fremst að því að efla faglegt starf frí- stundaheimila og leita leiða til þess að sam- þætta og stytta vinnutíma barna og í því skyni hefur verið leitað eftir samstarfi við íþrótta- og frístundafélögin í bænum og þeim gefinn kostur á að reka frístunda- heimili samkvæmt þjónustusamningi. Enn fremur var það tillaga starfshóps að gefa skólastjórnendum kost á að reka frístunda- heimili og þannig hugsanlega ná að sam- þætta skólastarf og starfsemi frístunda- heimila betur en verið hefur undanfarin ár, enda ljóst að töluverðir agnúar hafa verið á því fyrirkomulagi sem unnið hefur verið eftir undanfarin ár. Árna virðist ekki hugnast að yfirstjórn frístundamála verði staðsett á fræðslusviði en færir engin rök fyrir þeirri skoðun sinni og setur í grein sinni gæsalappir á starfs- heiti fagstjóra frístundamála, sem má túlka á þann hátt að hann gefi ekki mikið fyrir þann titil sem vekur furðu mína í ljósi reynslu hans af æskulýðsmálum almennt. Fagstjóri frístundaheimila mun hafa yfirumsjón með faglegu starfi frístunda- heimila í samræmi við samþykktir bæjar- ins og enn fremur vinna að áframhaldandi þróun. Það má nefna að þetta er svipað fyrir komulag og er hjá Reykjavíkurborg þar sem frístundaheimili eru staðsett á skóla- og frístundasviði. Það eru spennandi verkefni fram undan við að efla og bæta þjónustu frístundaheim- ila til samræmis við óskir foreldra um bætt innra starf og samþættingu við íþrótta- og tómstundastarf og það ætlum við að gera. Faglegri umfjöllun óskast! ÆSKULÝÐSMÁL Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfj arðarbæ 365.is Sími 1817 Færðu fjarskiptin yfir til 365 og fáðu vandað sjónvarpsefni á fáránlega góðu verði REIKNAÐU DÆMIÐ á 365.is Þingflokkur án fylgis Greint var frá því í gær að sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnun MMR mælist fylgi Bjartrar framtíðar á landsvísu undir fimm prósentum. Yrði það niðurstaða kosninga þá fengi flokkurinn ekki kjörinn mann á Alþingi. Það er raunar sambærileg niðurstaða og í könnun Fréttablaðsins fyrr í sumar. Það er svo líklegast ekki til að bæta stöðu flokksins að guðmóðir hans, Heiða Kristín Helgadóttir, lýsti því yfir samdægurs að hún muni ekki taka þingsæti flokksins í fjarveru Bjartar Ólafsdóttur. Formaður með fortíð Stærsti flokkurinn mælist nú, líkt og lungann úr þessu ári, Pírataflokkurinn. Píratar og Björt framtíð eiga það sameiginlegt að þeir buðu fram í fyrsta skipti árið 2013. Ástæðan fyrir ólíkri þróun fylgis er ekki augljós. Þó hefur verið bent á að kjósendur séu hugsanlega þreyttir á þeim valkostum sem boðist hafa undan- farin ár og vilja eitthvað nýtt. Og þá er líklegast ekki sannfærandi að formaður nýs stjórnmálaafls hafi átt viðkomu í öðrum tveimur rótgrónum stjórnmálaflokkum á ferli sínum. Líkt og Guð- mundur Steingrímsson sem starfaði með Samfylkingunni og Framsóknarflokknum áður en hann stofnaði Bjarta fram- tíð. Án auglýsingar Að allt öðru. Fréttavefurinn Kjarninn greindi frá því í gær að Baldvin Þór Bergsson hafi verið ráðinn einn umsjónarmanna Kastljóss. Baldvin hefur reynslu af fjölmiðlastörfum og mun vafalítið reynast liðsstyrkur fyrir ritstjórnina. Að því sögðu þá má kannski velta fyrir sér hversu eðlilegt ráðningarferlið var hjá þessari stofnun sem þiggur rekstrarfé úr vasa skattgreiðenda. Ráðningin var nefnilega án auglýsingar. Og þá er spurning hvernig fréttamenn þar á bæ ætla að bregðast við í fram- tíðinni þegar aðrar stofnanir, sem eru kostaðar af almannafé, ráða í störf án auglýsinga. Eru þeir færir um að fjalla um slíkt? jonhakon@frettabladid.is H insegin dagar, menningar- og mannréttindahátíð Hinsegin fólks á Íslandi, hófust í gær. Hátíðin, sem nær hápunkti sínum með Gleðigöngunni á laugardag, hefur þróast úr því að vera tiltölulega fámenn kröfu- ganga í eina stærstu útihátíð landsins. Þessi árlegi laugardagur, þar sem þúsundir safnast saman, fylgjast með eða ganga til stuðnings réttindum hinsegin fólks, er einn þeirra daga þar sem innilega er hægt að vera stoltur af því að tilheyra íslensku samfélagi. Samfélagi umburðarlyndis, jafnréttis og ástar. Íslenskt samfélag hefur þó ekki ávallt getað státað af þessum titlum. Leiðin þangað er vörðuð þöggun, einelti, ofbeldi og skömm. Á stuttum tíma hefur mikill árangur náðst þar sem viðhorfi almennings gagnvart samkynhneigð og því að vera öðruvísi en normið hefur að mestu verið snúið við og fordómar eru undan- tekning frekar en regla. Auk þess hefur löggjafinn tekið við sér og hér á landi er lagalegt jafnrétti með því mesta sem fyrirfinnst. Eva María Þórarinsdóttir, formaður Hinsegin daga, segir að áhersla hátíðarinnar í ár sé fræðsla. „Við verðum með fræðslufundi um málefni sem vilja oft gleymast eða hafa ekki enn komist upp á yfirborðið,“ sagði Eva í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún segir skipuleggjendur hafa velt því fyrir sér hvers vegna enn þá sé verið að halda þessar hátíðir. „Það hefur orðið svo mikil þróun hér á landi og við erum komin með þannig séð öll réttindi sem við höfum verið að berjast fyrir.“ Í sama blaði var sagt frá því að samkynhneigð hjón frá Rúss- landi og Lettlandi fá ekki skilnað hjá Sýslumanninum á höfuðborg- arsvæðinu því lagaheimild fyrir því skorti. Hjónin giftu sig hér á landi árið 2011 og fá ekki heldur skilnað í heimalöndum sínum þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru ekki viðurkennd þar. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna, segist hafa vakið athygli stjórnvalda á málinu en talað fyrir daufum eyrum. „Ein- hvern veginn yppa allir öxlum,“ segir Lára, sem hefur skrifað bæði Alþingi og innanríkisráðuneytinu bréf, auk þess sem hún hefur hitt ráðherra sérstaklega vegna málsins. Samkvæmt lögum þarf annar aðili í hjónabandi að hafa verið búsettur hér á landi í minnst tvö ár séu báðir aðilar erlendir ríkisborgarar til þess að fá skilnað samþykktan. Hugsað hafi verið fyrir þessu í lögum um staðfesta samvist en ekkert sambærilegt ákvæði hafi komið við lagabreytinguna um að samkynhneigðir gætu gift sig. Lára bendir á að fólk eigi rétt á að fá að gifta sig samkvæmt Mannréttindasátt- mála Evrópu og ætti því að fá að skilja. Það er fagnaðarefni hversu framarlega Íslendingar standa þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Í alþjóðlegu samhengi eru það forréttindi að búa í landi þar sem skipuleggjendur Hinsegin daga þurfa raunverulega að velta því fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að halda áfram með hátíðina í ljósi bættrar stöðu. En eins og dæmið hér að framan sýnir eru enn verkefni sem blasa við. Stjórn- völd eiga ekki að yppa öxlum þegar kemur að framfaraskrefum í réttindamálum minnihlutahópa. Samfélag sem hefur náð svo langt sem raun ber vitni ætti að leggja sig allt fram við að bera af og laga alla þá hnökra sem upp koma. Fræðslan sem samtökin bjóða upp á þessa vikuna í tengslum við hátíðina er mikilvæg og brýnt að sem flestir hlusti og fræðist. Slagirnir, sem lítið ber á, gleymast eða komast ekki upp á yfirborðið en eru ekki síður mikilvægir en þeir sem nú þegar hafa unnist. Sníðum hnökrana af 0 4 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :4 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A 2 -6 9 F C 1 5 A 2 -6 8 C 0 1 5 A 2 -6 7 8 4 1 5 A 2 -6 6 4 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.