Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 30
5. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 26 Gwen Stefani hefur sótt um skiln- að frá Gavin Rossdale en í næsta mánuði hefðu þau haldið upp á 13 ára brúðkaupsafmælið. Saman eiga þau synina Kingst- on, Zuma og Appollo. Þau kynnt- ust þegar hljómsveit Stefani var að hita upp fyrir hljómsveit Ross- dale árið 1996. Þau hafa í gegnum tíðina verið talin eitt best klædda par Holly- wood en þau eru bæði miklir rokkarar og hafa sérstakan fata- smekk. Samkvæmt heimildum Daily Mail sótti Gwen um skilnaðinn vegna gruns um að Gavin hafi verið að halda framhjá henni í einhvern tíma. Gwen sækir um skilnað Leikkonan Zooey Deschanel hefur alltaf látið lítið fara fyrir einkalífi sínu en talskona á vegum hennar tilkynnti á dögunum að hún væri búin að eignast barn og gifta sig. Sá heppni er Jacob Pechenik og eignuðust þau saman heilbrigða stúlku nú á dögunum. Brúðkaupið var haldið í Austin í Texas en hin nýfædda dóttir þeirra er fædd í þeirri borg. Engan erlendan fjölmiðil grun- aði að þau væru orðin hjón, en yfirleitt er erfitt að halda brúð- kaupi leyndu í Hollywood. Zooey er þekktust fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum New Girl en hún hlaut Emmy-verðlaun og nokkrar Golden Globe-tilnefningar fyrir leik sinn. Gift og eignaðist barn í laumi 13 ÁR SAMAN Hjónin eiga 13 ára brúðkaupsafmæli eftir mánuð. MYND/GETTY HÓGVÆR Zooey hefur aldrei verið mikið fyrir að auglýsa einkalíf sitt. TRAINWRECK 5, 8, 10:35 FANTASTIC FOUR 8, 10:15 MISSION IMPOSSIBLE 8, 10:35 PIXELS 3D 5 SKÓSVEINARNIR 2D 4 MINIONS 2D 6 KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA bio. siSAM FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR AVENGERS OG GUARDIANS OF THE GALAXY EMPIRE TOTAL FILMVARIETYHITFIX THE HOLLYWOOD REPORTER VARIETY Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri og Eva María Þórarins- dóttir Lange, formaður Hinsegin daga, máluðu regnboga á Skóla- vörðustíginn í gær. Viðburðurinn var hluti af setn- ingarathöfn Hinsegin daga en þeir standa yfir til sunnudags og verður Gleðigangan farin á laugar daginn og er hátíðin nú haldin í sautjánda sinn. „Maður á bara einhvern veginn ekki orð yfir hvað þetta var fal- legur og skemmtilegur viðburð- ur. Veðrið gæti ekki hafa verið betra og skemmtilegur hópur af fólki sem kom á staðinn. Dagur í banastuði með okkur og brosandi börn að taka þátt í að mála Skóla- vörðustíginn,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hins- egin daga, glaður í bragði. Götumálunin er hluti af verk- efninu Sumargötur í Reykja víkur- borg og var unnin í sam starfi við umhverfis- og skipu lagssvið Reykjavíkurborgar og hófst setn- ingarathöfnin á því að opnuð var sýning á 24 ljósmyndum sem ljós- myndarinn Geir ax hefur tekið á ýmsum viðburðum á Hinsegin dögum á síðustu árum. „Við erum bara með tárin í aug- unum af að sjá þetta rúlla svona fallega af stað, svo maður leyfi sér að vera væminn,“ segir Gunn- laugur, en þetta var í fyrsta sinn sem götumálun er hluti af Hins- egin dögum. „Það er spurning, ég ætla ekki að fara að lofa upp í ermina á mér alveg strax,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvort þetta verði mögulega fastur hluti af hátíðarhöldum komandi ára. „Miðað við ánægj- una innan okkar raða með þenn- an viðburð væri gaman að sjá þetta verða árlegt, hvort sem það væri á Skólavörðustíg eða einhvers staðar annars staðar í miðbænum,“ segir Gunnlaugur að lokum. Nánari upplýsingar um dag- skrána má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is. gydaloa@frettabladid.is Hinsegin dagar hófust í gær Regnbogi var málaður á Skólavörðustíg í gær á setningarathöfn Hinsegin daga þar sem sólin skein á viðstadda. HÁTÍÐIN SETT Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri settu hátíðina í gær með opnun ljósmyndasýningar á Skólavörðustíg. SÓLIN SKEIN Veðrið lék við viðstadda í gær þegar regnbogi var málaður á Skólavörðustíg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 0 4 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :4 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 A 2 -3 D 8 C 1 5 A 2 -3 C 5 0 1 5 A 2 -3 B 1 4 1 5 A 2 -3 9 D 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.