Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 18
5. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 18
„Hópurinn okkar er kröftugur og
vekur athygli fyrir félagslega færni
og góða frammistöðu á æfingum,“
segir Helena Dögg Magnúsdóttir.
Hún er í fararstjórn hóps úr ung-
lingadeildum Landsbjargar sem er í
Rússlandi að æfa björgun mannslífa.
Þrír fullorðnir Íslendingar kenna á
námskeiðinu sem sótt er af ellefu
þjóðum, tveir fylgja íslenska hópnum.
„Við erum í liði með Kirgistan og
Síberíu og okkar krakkar hafa túlka.
Þeir hafa spreytt sig á björgun úr
vatni og úr hárri byggingu sem þeir
sigu niður í. Í dag var æfing í flug-
véla-, þyrlu- og lestarslysum. Fjalla-
björgun er á dagskrá og á fimmtudag
verður 14 klukkustunda rústabjörg-
un þar sem allar þátttökuþjóðir vinna
saman. Fólk hér er undrandi á hversu
mikið okkar fólk kann, hvað það er
agað og öryggisbúnaðurinn fínn,“
segir Helena.
Æfingasvæðið nefnist Noginsk,
það er notað af rússneska hernum
og almannavörnum, að sögn Helenu.
„Við erum um 90 kílómetra fyrir
utan Moskvu en það tók okkur tæpa
fjóra tíma að keyra þangað, umferð-
arteppan var slík. Til að komast
áfram keyrðum við úti í kanti í lög-
reglufylgd. Það var nokkuð merki-
leg upplifun fyrir venjulega íslenska
unglinga. Föstudagurinn er menning-
ardagur, þá verður Moskva skoðuð.“
gun@frettabladid.is
TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Fólk hér er undr-
andi á hversu mikið
okkar fólk kann
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, systir, og amma,
ELÍN KOLBEINSDÓTTIR
Fróðengi 1,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 2. ágúst 2015.
Jarðarförin auglýst síðar.
Grétar Zóphaníasson
Hjálmar Árnason
Kolbeinn Árnason Harpa Barkar Barkardóttir
systkini og ömmubörn.
Hjartkær móðir okkar, systir,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur
frá Reyni í Mýrdal,
Vogatungu, 26 Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum 2. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju
þriðjudaginn 11. ágúst klukkan 13.00.
Æsa Hrólfsdóttir Ingi Hafliði Guðjónsson
Hildur Björg Hrólfsdóttir Ómar Imsland
Guðbjörg Sveinsdóttir
Brynja, Arna og Hrólfur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR INGVARSSON
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 2. ágúst. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Styrktarsjóð
Félags nýrnasjúkra.
Kirsten Friðriksdóttir
Örn Valdimarsson Aðalheiður Ó. Guðbjörnsdóttir
Sigrún Alba Sigurðardóttir Björn Þorsteinsson
Guðbjörn, Ársól, Friðrik Kári og Daníel Örn
Snædís, Matthildur og Lena Charlotta
Elskaður eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BJARNI BJARNASON
löggiltur endurskoðandi,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði
þann 1. ágúst sl. Útför auglýst síðar.
Alma Thorarensen
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir
Helga Hrefna Bjarnadóttir
Stefán Örn Bjarnason Sigrún Þórarinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGUNN INGVADÓTTIR
Þórsmörk, Garðabæ,
sem lést á Landspítalanum 25. júlí
verður jarðsungin frá Garðakirkju
fimmtudaginn 6. ágúst kl. 15.
Bryndís Þórarinsdóttir Aðalgeir Aðdal Jónsson
Baldvin Þórarinsson
Ingunn Þóra Hallsdóttir Ólafur Ingi Grettisson
Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir
og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
BJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR
fyrrverandi organisti
frá Hólkoti í Staðarsveit,
lést í Seljahlíð 31. júlí. Hún verður jarðsungin
frá Fossvogskapellu föstudaginn 7. ágúst kl. 13.
F.h. aðstandenda,
Védís Elsa Kristjánsdóttir
Kristlaug Karlsdóttir
Heiðbjört Kristjánsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar,
bróðir og stjúpfaðir,
VALUR KARL PÉTURSSON
Mýrargötu 3,
Vogum,
lést á líknardeild Landspítalans 29. júlí.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 6. ágúst kl. 13.
Sigríður Helga Jensdóttir
María Karlsdóttir, Hersteinn Karlsson,
Soffía Pétursdóttir, Guðrún Karólína Pétursdóttir,
Hulda Hersteinsdóttir, Karl Hersteinsson,
Jenný Hermannsdóttir, Benedikt Hermannsson
og fjölskyldur.
Konan mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
DAGFRÍÐUR H. HALLDÓRSDÓTTIR
Hrólfsskálamel 6,
Seltjarnarnesi,
lést á hjartadeild Landspítalans 31. júlí.
Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju
þriðjudaginn 11. ágúst kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Nýrað, félag nýrnasjúklinga,
334-26-1558, kt. 670387-1279.
Pétur Sigurðsson
Fanney Pétursdóttir Egill Már Markússon
Ragna Pétursdóttir Hannes Páll Guðmundsson
Jason, Sunna, Tómas, Pétur og Guðmundur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN ARNFINNUR ÞÓRARINSSON
fv. kaupmaður,
lést fimmtudaginn 30. júlí á hjúkrunarheimili
Hrafnistu, Boðaþingi í Kópavogi. Útför hans
fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 10. ágúst kl. 15.00.
Guðný Rut Jónsdóttir Lárus Valberg
Ólafur Haukur Jónsson Inga Lára Helgadóttir
Arnfinnur Sævar Jónsson Helga Daníelsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra móðir, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
HANNA STEFÁNSDÓTTIR
Austurbyggð 17,
áður Víðilundi 24,
lést þann 30. júlí á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Hlíð. Útför auglýst síðar.
Stefán Jónas Guðmundsson
Guðmundur Ómar Guðmundsson Anna Ingólfsdóttir
Haraldur Huginn Guðmundsson Helga Ólafsdóttir
Kristján Antonsson Dóróthea Valdimarsdóttir
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
MAGÐALENA SIGRÍÐUR
HALLSDÓTTIR
fyrrv. símafulltrúi, Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar
föstudaginn 31. júlí. Útförin fer fram frá
Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 9. ágúst
kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélag
Sjúkrahúss Siglufjarðar og Kvenfélagið Von.
Guðný Sigríður Guðlaugsdóttir Ómar Einarsson
Guðrún Herdís Guðlaugsdóttir Kristján Sigfús Sigmundsson
Karl Guðlaugsson Kristjana Sæberg Júlídóttir
Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir Nils Gústavsson
ömmubörn og langömmubörn.
HANNES PÁLSSON
bankamaður,
Sólheimum 42, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 23. júlí. Útförin fer fram
frá Langholtskirkju í dag, miðvikudaginn
5. ágúst, kl. 13.00.
Guðrún Hannesdóttir Þorbjörn Broddason
Kristín Hannesdóttir Nicholas Groves-Raines
Halla Hannesdóttir Vífill Magnússon
Páll H. Hannesson Liv Jorunn Seljevoll
Pétur H. Hannesson Erla Dís Axelsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
KRISTINN GUÐJÓNSSON
Hlíðartúni 9, Höfn,
lést föstudaginn 31. júlí. Hann verður
jarðsunginn frá Hafnarkirkju fimmtudaginn
6. ágúst klukkan 11. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Styrktarsjóð Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands.
Heiður Vilhjálmsdóttir
Vilhjálmur Kristinsson Sigríður Sigurþórsdóttir
Sigríður S. Kristinsdóttir Stefán B. Jónsson
Erlingur Kristinsson Jóhanna María Þorbjarnardóttir
börn og barnabörn.
Æfa björgun í Rússlandi
Tíu íslenskir unglingar úr deildum Landsbjargar taka þátt í krefj andi björgunaræfi ngum í
Rússlandi þessa dagana. Helena Dögg Magnúsdóttir er með hópnum úti.
ÍSLENSKI HÓPURINN Tíu ungmenni og fimm umsjónarmenn. Helena er önnur frá hægri.
MYND/ OTTI RAFN SIGMARSSON
0
4
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:4
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
A
2
-8
7
9
C
1
5
A
2
-8
6
6
0
1
5
A
2
-8
5
2
4
1
5
A
2
-8
3
E
8
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
4
0
s
C
M
Y
K