Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 32
5. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 28 SPÁ FRÉTTABLAÐSINS SÆTI 8 TIL 20Aðeins 3 DAGAR Í FYRSTA LEIK Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI 2015-2016 8. SÆTI SWANSEA CITY 9. SÆTI SOUTHAMPTON 10. SÆTI STOKE CITY 11. SÆTI CRYSTAL PALACE 12. SÆTI NEWCASTLE 13. SÆTI WEST HAM 14. SÆTI WEST BROMWICH 15. SÆTI SUNDERLAND 16. SÆTI BOURNEMOUTH 17. SÆTI ASTON VILLA 18. SÆTI OG FALL LEICESTER 19. SÆTI OG FALL NORWICH 20. SÆTI OG FALL WATFORD Á morgun kemur í ljós hvaða lið enda í 5. til 7. sæti í spánni. ENDURKOMUSIGUR 4. maí á KR-velli 1. umferð Pepsi-deildar 3-1 sigur á KR ● KR-ingar voru yfir í 23 mín- útur ● FH skoraði þrjú mörk á síðustu 17 mínútum leiks- ins STEINLÁGU 17. maí á Vodafone-velli 3. umferð Pepsi-deildar 2-0 tap fyrir Val ● Sigurður Egill Lárusson skoraði bæði mörk Vals ● Fyrsti marka- og stigalausi leikur FH í 3 ár BJÖRGUÐU STIGI Í SEINNI HÁLFLEIK 26. maí á Samsung-velli 5. umferð Pepsi-deildar 1-1 jafntefli við Stjörnuna ● Stjarnan komst í 1-0 á 6. mínútu ● Stjörnumenn voru yfir í 54 mínútur BJÖRGUÐU STIGI Í BLÁLOKIN 21. júní í Kaplakrika 9. umferð Pepsi-deildar 1-1 jafntefli við Breiðablik ● Blikar voru yfir í 21 mínútu ● Kassim Doumbia jafnaði fyrir FH í uppbótartíma ÚR LEIK Í BIKAR 5. júlí á Alvogen-vellinum 8 liða úrslit Borgunarbikarsins 2-1 tap fyrir KR ● KR hefur unnið alla 3 bikar- leiki liðanna frá 2011 ● FH jafnaði tveimur mín- útum eftir að KR komst í 1-0 ● G. Martin skoraði sigurmark KR HRUN Í SEINNI HÁLFLEIK 19. júlí í Kaplakrika 12. umferð Pepsi-deildar 3-1 tap fyrir KR ● FH komst í 1-0 á 11. mínútu ● KR skoraði þrjú mörk á 12 mínútum ● FH var yfir í 45 mínútur STÓRU PRÓFIN HJÁ FH-LIÐINU Í ÍSLENSKA FÓTBOLTANUM Í SUMAR PIRRAÐIR BRÆÐUR Davíð Þór Viðarsson og Bjarni Þór Viðarsson eiga eitt hvað óuppgert við KR-inginn Stefán Loga Magnússon. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ FÓTBOLTI FH og Heimir Guðjónsson fá annað tækifæri á móti gamla læriföð- urnum í kvöld þegar Ólafur Jóhannes- son og hans menn í Val koma í heimsókn í Kaplakrikann. Þarna mætast liðin í 1. og 3. sæti Pepsi-deildarinnar – lið sem gætu haft sætaskipti vinni Valsmenn stóran sigur í leik kvöldsins. Valsmenn unnu sannfærandi 2-0 sigur í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda, sem var fyrsta af mörgum stórum prófum sem FH-ingar hafa lent í vandræðum með í deild og bikar í sumar. FH-ingar hafa síðan spilað fjóra stór- leiki í röð án þess að ná að fagna sigri og hafa þar af tapað tvisvar fyrir KR- ingum, í bæði deild og bikar. Það má sjá yfirlit yfir leikina hér fyrir neðan. Í báðum jafnteflisleikjum FH-liðsins, á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar og spútnikliði Breiðabliks lentu FH-ingar undir en náðu að tryggja sér jafntefli í seinni hálfleik. Jöfnunarmarkið gegn Blikum kom í uppbótartíma. Valsmenn hjálpa bæði sjálfum sér og KR-ingum með sigri í kvöld en sigur kæmi Hlíðarendaliðinu upp að hlið FH á sama tíma og KR-ingar gætu náð þriggja stiga forskoti með sigri á Fjölni í Grafar- vogi. FH-ingar þurfa hins vegar að fara að sýna að þeir geti klárað stóru leikina ætli þeir að endurheimta Íslandsbikar- inn í Kaplakrika. Ólíkt KR og Val, sem mætast í bikarúrslitaleiknum í ár, þá er Íslandsmótið eini möguleiki FH-liðsins á titli í ár. Það hefur lítið gengið á stóra sviðinu og nú er að sjá hvort það verður saga sumarsins eða hvort FH-ingar ætla loksins að sýna klærnar í stórleik. Það fer annars heil umferð fram í kvöld og eftir hana eiga liðin aðeins sjö leiki eftir af tímabilinu. Spennan er því farin að aukast verulega í baráttunni á toppi og botni Pepsi-deildarinnar. Leikur ÍBV og Fylkis hefst klukkan 18.00 en klukkan 19.15 fara síðan fram eftirtaldir leikir: Víkingur-ÍA, Breiða- blik-Keflavík, Fjölnir-KR, Leiknir- Stjarnan og loks leikur FH og Vals sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 22.00 gerir Hörður Magnússon síðan upp umferðina í Pepsi-mörkunum. ooj@frettabladid.is FH-ingar strögla í stóru prófunum FH tekur á móti Val í kvöld í stórleik fj órtándu umferðar Pepsi-deildar karla. FH-ingar eru á toppnum í deildinni en þeir geta þó ekki þakkað það árangri liðsins í síðustu leikjum þess gegn hinum toppliðunum. Stórleikirnir hafa reynst Hafnfi rðingum þrautin þyngri. 100% Valsmenn hafa unnið báða leiki sína á móti efstu tveimur lið- unum og markatala Vals er 5-0. Íslenskir áhugamenn um enska boltann eiga það flestir sameiginlegt að fylgjast vel með gangi mála hjá eina Íslendingaliði ensku úrvalsdeildarinnar burtséð frá því með hvaða liði þeir halda í sjálfri deildinni. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson stimplaði sig með frábærum hætti inn í velska liðið Swansea City á síðustu leiktíð og átti mikinn þátt í að Swansea náði sínum besta árangri í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi, bæði hvað varðar sæti og stig. Áttunda sæti var þó ekki nóg til að skila Swansea-liðinu í Evrópukeppnina, því þar vantaði bara eitt sæti og fjögur stig upp á. Southampton tók sjöunda og síðasta Evrópusætið en nú er að sjá hvort Gylfi og félagar geti tekið eitt skref upp og komið liðinu í Evrópu. Byrjun Gylfa á síðustu leiktíð var draumi líkust, hann lagði upp fyrsta mark ensku úrvalsdeildarinnar og skoraði síðan sigur- markið sjálfur í 2-1 sigri á Manchester United á Old Trafford. Swansea fær aftur verðugt verkefni í fyrsta umferð þegar liðið sækir Englandsmeistara Chelsea heim á Stamford Bridge í kvöldleik laugardagsins. Það er erfitt að ætlast til sömu draumabyrj- unar og í fyrra, ekki síst þegar litið er til þess að Swansea-liðið fékk á sig níu mörk í tveimur leikjum við Chelsea á síðustu leiktíð. Fyrsti leikurinn ræður ekki úrslitum um tímabilið hjá Swansea en getur vissulega gefið tóninn fyrir leiktíðina. Fréttablaðið býst við að Swansea haldi áttunda sætinu og verði aftur að sætta sig við það að rétt missa af sæti í Evrópukeppninni. Hér til hliðar má sjá fyrsta hlutann í spá Fréttablaðsins fyrir tímabilið en við höldum síðan áfram að spá næstu daga. ➜ Tekst Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea að tryggja sér Evrópusæti? KL. 18:45 KÖRFUBOLTI Böðvar Guðjóns- son, varaformaður körfuknatt- leiksdeildar KR, sagði að sú nið- urstaða að KR tæki ekki þátt í Evrópukeppninni að þessu sinni væri óvænt og svekkjandi. KR stefndi að því að taka þátt í Evr- ópukeppninni í haust en það hefði verið í fyrsta sinn frá árinu 2007 sem íslenskt lið tæki þátt í keppninni. „Þegar þessi keppni var kynnt fyrir okkur áttu 64 lið að taka þátt en á síðustu stundu var ákveð- ið að skera niður í 56 lið. Við úthlutun sæta var síðan farið eftir styrkleikalista og þar kom í bakið á okkur að íslensk lið hafa ekki tekið þátt undanfarin ár. Við fengum einfaldlega ekki sæti að þessu sinni vegna þátttökuleys- is íslenskra liða undanfarin ár,“ sagði Böðvar, sem sagðist hafa rætt við formann Körfuknattleiks- sambands Íslands, Hannes S. Jóns- son, um möguleika íslenskra liða á erlendri grundu.. „Ég er búinn að vera í góðu sam- bandi við Hannes sem er búinn að vera að aðstoða okkur. Þetta mál verður rætt á næsta stjórnarfundi og vonandi gefst íslenskum liðum tækifæri til að taka þátt á næstu árum,“ sagði Böðvar. Dregur ekki úr aðdráttarafli KR Böðvar bjóst ekki við að þetta myndi hafa áhrif á leikmanna- mál en enn er eftir að ganga frá samningi við Michael Craion. „Þetta dregur að mínu mati ekkert úr því aðdráttarafli sem KR hefur. Árangurinn undanfar- in ár hefur verið til fyrirmynd- ar og hefur þetta verið góður gluggi fyrir erlenda leikmenn að sýna sig ásamt því að vinna titla. Hann bað um samnings- tilboð sem bíður í höndum hans og ef svo ólíklega vill til að við þurfum að leita að nýjum Kana þá vitum við allavega hvernig leikmann við þurfum.“ - kpt Fáum vonandi tækifæri seinna Þátttökuleysi íslenskra liða undanfarin ár kom í bakið á Íslandsmeisturunum. FASTIR KR-ingar leika ekki í Evrópu eins og til stóð á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPORT 0 4 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :4 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 A 2 -5 6 3 C 1 5 A 2 -5 5 0 0 1 5 A 2 -5 3 C 4 1 5 A 2 -5 2 8 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.