Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 34
5. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 30 SUND Hrafnhildur Lúthersdótt- ir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, lenti í gær í 6. sæti í úrslitasundi 100 metra bringusunds á Heims- meistaramótinu í Kazan í Rúss- landi. Varð hún fyrsta íslenska sundkonan sem keppti til úrslita í 50 metra laug en Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet í fyrradag er hún synti á 1:06;87 mínútum í undan- rásunum. Bætti hún með því eigið Íslandsmet um rúma sekúndu sem hún setti á Smáþjóðaleikunum í júní. Hrafnhildur synti á 1:07;10 mínútum í gær, sekúndubroti hrað- ar en í undanúrslitunum og lauk keppni í 6. sæti. Hrafnhildur var að vonum sátt þegar slegið var á þráðinn til henn- ar í gær en hún var ánægð með tækifærið að fá að synda til úrslita með bestu sundkonum heimsins. „Þetta er auðvitað ákveð- ið spennufall, þetta var mjög skemmtileg reynsla fyrir mig. Ég hef aldrei komist í úrslit á jafn stóru móti og þessi reynsla mun eflaust nýtast mér síðar meir. Þetta hjálpar manni við undirbún- inginn fyrir Ólympíuleikana næsta sumar,“ sagði Hrafnhildur sem náði Ólympíulágmarkinu í undan- rásunum. „Þetta voru margar af þeim stelpum sem ég hef verið að keppa við undanfarin ár. Ég hef alltaf litið upp til þeirra og verið að elt- ast við að ná þeim þegar við erum að keppa. Þær hafa alltaf verið hraðari en ég en það var gaman að geta synt með þeim og tekið fram úr þeim,“ sagði Hrafnhild- ur, sem vonaðist til þess að árang- urinn í bringusundinu væri merki um það að hún myndi ná góðum árangri í öðrum greinum. Synd- ir hún næst á fimmtudaginn í 200 metra bringusundi sem er sterk- asta grein hennar. „Ég á mína sterkustu grein eftir á fimmtudaginn og ég vona bara að ég nái jafn góðum árangri þar ef ekki bara betri. Ég er búin að æfa stíft fyrir það og ég er mjög spennt fyrir því að sjá hvað ger- ist á fimmtudaginn. Þetta var gott fyrir sjálfstraustið og á sama tíma var þetta gott til að losa um stress- ið. Nú er ég búin að gera þetta einu sinni og er búin að læra aðeins hvernig þetta gengur fyrir sig,“ sagði Hrafnhildur sem var ánægð með aðstæðurnar í Kazan. „Þetta er mjög flott hérna. Það er góður matur á boðstólum og félagsskapurinn er af bestu gerð. Við erum mjög samheldin og styðj- um hvert annað út í eitt svo þetta hefur bara verið æðislegt hingað til,“ sagði Hrafnhildur að lokum, en hún er ekki eini sundkappinn frá Íslandi sem hefur náð góðum árangri í Rússlandi. Náði Eygló Ósk Gústafsdóttir einnig Ólympíu- lágmarkinu í Rússlandi þegar hún setti nýtt Íslandsmet i 100 metra baksundi. Með því að synda í úrslitunum komst Hrafnhildur í flokk með bestu sundmönnum Íslands sem hafa synt í lokaúrslitum í 50 metra laug. Eru rúm tíu ár síðan íslensk- ur sundkappi keppti til úrslita. Það var þegar Örn Arnarson nældi í brons og silfur á Heimsmeistara- mótinu í Fukuoka árið 2001. - kpt Reynslan mun vonandi nýtast mér vel Hrafnhildur Lúthersdóttir var að vonum sátt eft ir að hafa lent í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á Heimsmeistara- mótinu í Kazan í Rússlandi. Hrafnhildur keppir í sinni sterkustu grein á fi mmtudaginn og vonast til þess að ná jafnvel betri árangri þar. HRAFNHILDUR LÚTHERSDÓTTIR - 100 METRA BRINGSUND Á HM Í KAZAN 2015 2. 3. 8. 10. 13. 13. ÖRN ARNARSON - 100 METRA BAKSUND Á HM Í FUKUOKA 2001 ÖRN ARNARSON - 200 METRA BAKSUND Á HM Í FUKUOKA 2001 6. EÐVARÐ ÞÓR EÐVARÐSSON - 200 METRA BAKSUND Á HM Í MADRID 1986 EÐVARÐ ÞÓR EÐVARÐSSON - 100 METRA BAKSUND Á HM Í MADRID 1986 HRAFNHILDUR LÚTHERSDÓTTIR - 50 METRA BRINGU- SUND Á HM Í BARCELONA 2013 JAKOB JÓHANN SVEINS- SON - 200 METRA BRINGU- SUND Á HM Í FUKUOKA 2001 BESTI ÁRANGUR ÍSLENDINGA Á HM Í SUNDI Í 50 METRA LAUG FÓTBOLTI Aron Jóhannsson, lands- liðsframherji Bandaríkjanna, er á förum frá AZ Alkmaar til Werder Bremen í Þýskalandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gengst Aron undir læknisskoðun hjá Werder Bremen í dag en hann gerir fjögurra ára samning við þýska liðið. AZ hafnaði fyrsta tilboði Werder Bremen sem hljóðaði upp á fjórar milljónir evra. Hollenska liðið samþykkti hins vegar næsta tilboð Þjóðverjanna upp á rúmar fimm milljónir evra. Fjölnir, uppeldisfélag Arons, nýtur góðs af þessum félagaskipt- um en Grafarvogsliðið fær rúm þrjú prósent af kaupverðinu í samstöðubætur eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Það gera um 169.000 evrur, eða tæpar 25 milljónir íslenskra króna sem Fjölnir fær í sinn hlut. Aron var tvö og hálft tímabil í herbúðum AZ en hann kom til liðsins frá danska lið- inu AGF í janúar 2013. Aron lék alls 71 leik með AZ og gerði í þeim 39 mörk. Hann varð bikar- meistari með lið- inu á sínu fyrsta tímabili en fram- herjinn sprakk svo út tímabilið á eftir (2013-14). Aron gerði þá 17 mörk í 32 deildarleikj- um og var þriðji marka- hæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar. AZ end- aði í 8. sæti það tímabil og náði góðum árangri í Evrópudeild- inni þar sem liðið komst í átta- liða úrslit. Aron var valinn í HM-hóp Bandaríkjanna síðasta sumar og kom inn á í fyrsta leik banda- ríska liðsins gegn Ghana. En ökklameiðsli útilokuðu hann frá frekari þátttöku á HM og héldu honum frá keppni fyrstu mán- uði síðasta tímabils. Aron byrj- aði ekki að spila með AZ fyrr en í lok október og skoraði aðeins tvö deildarmörk fyrir áramót. Hann náði sér svo vel á strik á nýja árinu og átti stóran þátt í góðu gengi AZ á lokakaflanum þar sem liðið náði þriðja sætinu í deildinni. Aron skoraði alls níu mörk í 21 deildar- leik fyrir AZ í fyrra. Aron verður fyrsti íslenski leik- maðurinn til að leika með Werder Bremen en liðið endaði í 10. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Brimaborgarliðið hefur fjórum sinnum orðið þýskur meistari, síðast 2004 en það ár vann liðið bæði deild og bikar undir stjórn Thomas- ar Schaaf sem stýrði Bremen í fjórtán ár. - iþs Aron til Brimarborgar Fer í læknisskoðun hjá Werder Bremen í dag. FJÓRÐA LANDIÐ Aron Jóhanns- son hefur áður spilað á Íslandi, í Danmörku og Hollandi. 0 4 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :4 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K _ n y .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 A 2 -7 D B C 1 5 A 2 -7 C 8 0 1 5 A 2 -7 B 4 4 1 5 A 2 -7 A 0 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.