Fréttablaðið - 21.08.2015, Side 6
MENNTAMÁL Barnaheill – Save the
Children á Íslandi leggja til að 31.
grein grunnskólalaga verði breytt
í því augnamiði að tekið verði
fyrir alla gjaldtöku og þannig verði
grunnskólinn í raun gjaldfrjáls eins
og kveðið er á um í barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna.
Í rökstuðningi sínum fyrir
þessari kröfu segir að samkvæmt
barnasáttmálanum eigi öll börn rétt
á grunnmenntun án endurgjalds og
jafnframt er kveðið á um að ekki megi
mismuna börnum sökum stöðu þeirra
eða foreldra þeirra, svo sem efnahags.
Hins vegar sé því svo farið á Íslandi að
löng hefð sé fyrir því að grunnskólar
senda út lista til foreldra yfir gögn
sem ætlast er til að þeir útvegi vegna
skólagöngu barna sinna, sem gangi
þvert á það sem barnasáttmálinn
kveður á um.
Í lögum um grunnskóla frá 2008
kemur fram að opinberum aðilum
sé ekki skylt að leggja nemendum
til gögn til persónulegra nota. Að
mati Barnaheilla eru öll gögn sem
nemandi þarf að nota til skólagöngu
sinnar hluti af námsgögnum, en ekki
persónuleg gögn.
Barnaheill vilja jafnframt hvetja
stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög til
að setja skýrar reglur um að óheimilt
sé að krefja foreldra um innkaup á
gögnum, greiðslu fyrir gögn, sem
nota á vegna skólagöngu barnanna,
eða fyrir aðra starfsemi á vegum skóla.
Leita þurfi annarra leiða til að uppfylla
markmið aðalnámskrár um menntun
barnanna en að hluti menntunarinnar
sé kostaður beint af foreldrum. – shá
GRIKKLAND Alexis Tsipras sagði í gær af
sér sem forsætisráðherra Grikklands og
boðar til kosninga innan fárra vikna.
Hann skýrði frá ákvörðun sinni í sjón-
varpsávarpi.
Fyrr um daginn fékk gríska stjórnin 13
milljarða evra að láni frá neyðarsjóði Evr-
ópusambandsins. Þriðjungur lánsins, alls
3,4 milljarðar, var samdægurs notaður til
þess að greiða niður skuld við Evrópska
seðlabankann.
Aðeins rúmlega hálft ár er liðið frá því
Tsipras, ásamt félögum sínum í SYRIZA-
flokknum, vann stórsigur í þingkosning-
um út á kosningaloforð um að ekki yrði
lengur gengið að afarkostum Evrópusam-
bandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
Evrópska seðlabankans.
Á endanum samdi Tsipras við Evrópu-
sambandið um frekari lánveitingar og
féllst á ströng skilyrði, sem í reynd voru
enn strangari en þau skilyrði sem Tsipras
hafði sjálfur hvatt þjóðina til að hafna í
þjóðaratkvæðagreiðslu, sem hann efndi
til fyrr í sumar.
Stór hluti þingmanna SYRIZA, alls 43
af 149 þingmönnum flokksins, greiddu
atkvæði gegn samkomulagi ríkisstjórnar-
innar við Evrópusambandið, þannig að
Tsipras nýtur ekki lengur óskoraðs stuðn-
ings eigin flokks á þingi.
Hann átti því ekki annars úrkosti en að
segja af sér og boða til kosninga.
Samkvæmt stjórnarskrá landsins ber
forseta reyndar skylda til þess að láta
næststærsta flokk þingsins fá stjórnar-
myndunarumboð, fari svo að ríkisstjórn
segi af sér innan árs frá kosningum.
Stjórnarandstaðan getur hins vegar gefið
frá sér stjórnarmyndunarumboðið, þann-
ig að hægt verði að boða til kosninga.
Samkvæmt samningnum við ESB geta
Grikkir fengið allt að 86 milljarða evra
að láni úr Stöðugleikasjóði Evrópusam-
bandsins, sem settur var á stofn til að
bregðast við neyðarástandi í ríkisfjár-
málum evruríkja.
Þetta lán kemur til viðbótar fyrri
neyðarlánum til Grikklands frá Evrópu-
sambandinu, Evrópska seðlabankanum
og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Um það bil 40 prósent, eða um 35
milljarðar evra, af þessu viðbótarláni eru
ætluð til þess að byggja upp hagvöxt og
skapa ný störf í Grikklandi.
gudsteinn@frettabladid.isevra
Vilja lagabreytingu sem tryggir gjaldfrjálsan skóla í raun
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sent þingmönnum og sveitarstjórnum
um land allt áskorun um að tryggja börnum rétt sinn til að stunda grunnnám án
endurgjalds. Fréttablaðið/GVA
Gegn því að fá allt að 86 milljarða til
viðbótar að láni frá Evrópusambandinu
hafa Grikkir gengist undir ströng
skilyrði.
Gríska þingið hefur nú þegar samþykkt
að lagfæra virðisaukaskattskerfið í
landinu, lagfæra lífeyrissjóðskerfið og
gera grísku hagstofuna að sjálfstæðri
stofnun, óháðri ríkisvaldinu.
Þá hefur gríska þingið einnig samþykkt
umbætur á ýmsum sviðum, þar á meðal
í menntamálum, bankamálum
og varðandi sölu á brauði
og mjólkurvörum, allt
í samræmi við kröfur
Evrópusambandsins.
Þá hefur ríkisstjórnin lofað
að gerðar verði enn frekari
breytingar á lífeyriskerfinu,
fjármálageiranum,
vinnumarkaði og í stjórnkerfi
landsins. Hún hefur einnig lofað
að einkavæða
orkuveitu landsins
og leyfa verslun á
sunnudögum, svo
nokkuð sé nefnt af
þeim umfangsmiklu
breytingum sem gera
þarf.
Loks á að einkavæða
fjölda ríkisfyrirtækja með
hraði.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, gekk í gær á fund Prokopis Pavlopoulos, forseta landsins, og tilkynnti afsögn og afhenti honum afsagnarbréf sitt. Boðað hefur
verið til kosninga í landinu 20. næsta mánaðar. Nordiphotos/EPA
Segir af sér og boðar til kosninga
Gríska ríkið fékk 13
milljarða lán útborgað
úr neyðarsjóði ESB í
gær. Þriðjungur lánsins
var strax notaður til að
greiða niður skuld við
Evrópska seðlabankann.
EFNAHAGSMÁL Ekki er hafin vinna
við frumvarp sem takmarkað gæti
vaxtamunaviðskipti í fjármála- og
efnahagsráðuneytinu. Þetta kemur
fram í svari ráðuneytisins við fyrir-
spurn Fréttablaðsins.
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri sagði á miðvikudag að á næst-
unni yrðu kynntar aðgerðir til að
takmarka vaxtamunaviðskipti,
annaðhvort með skatti eða bindi-
skyldu á fjármagn sem kemur inn til
landsins.
Már talaði fyrir því að takmarkan-
irnar yrðu fremur í formi bindingar
en skatts þótt endanlega ákvörðun
hefði ekki verið tekin. „Kannski þarf
skatt að lokum til að styðja við tækið,
en það er ljóst hvar skattlagningar-
valdið er,“ sagði Már.
„Ráðuneytið væntir þess að nú
þegar hilla fer undir losun fjár-
magnshafta muni það eiga samráð
við Seðlabankann um þessi atriði,“
segir í svari ráðuneytisins.
Ráðuneytið hafi horft til þess
hvort og hvernig megi móta laga-
reglur sem gætu takmarkað fjár-
magnsinnflæði innan ramma alþjóð-
legra skuldbindinga Íslands. Þar hafi
verið höfð til hliðsjónar skýrsla
Seðlabankans um varúðarreglur eftir
fjármagnshöft. - ih
Ekki unnið að vaxtamunafrumvarpi
Már Guðmundsson benti á á miðviku-
dag að ef til skattlagningar kæmi þyrfti
lagabreytingu.
Fréttablaðið/GVA
Undirgangast ströng skilyrði til að fá lán
Í lögum um grunnskóla
frá 2008 kemur fram að
opinberum aðilum sé ekki
skylt að leggja nemendum til
gögn til persónulegra nota.
»
2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is
20%
afsláttur af
vörum um helgina
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
2
0
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:5
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
D
5
-D
9
1
0
1
5
D
5
-D
7
D
4
1
5
D
5
-D
6
9
8
1
5
D
5
-D
5
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K