Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 21.08.2015, Síða 10

Fréttablaðið - 21.08.2015, Síða 10
efnahagsmál Framleiðni á Íslandi, sem mælir hve mikil verðmæti verða til á hverri vinnustund, hefur staðið í stað síðustu tvö ár. „Það er mikið áhyggjuefni. Til langs tíma er þetta lykilákvörðunarþáttur hagvaxtar og þar með velmegunar á Íslandi,“ segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans. Framleiðni var 0 prósent á síðasta ári, -0,1 prósent árið 2013. Sam- kvæmt spá bankans á framleiðni að aukast um 1,3 prósent í ár og 0,9 pró- sent á næsta ári. Ingólfur Bender, hjá greiningar- deild Íslandsbanka, bendir á að þeim hagvexti sem hafi verið frá árinu 2010 hafi ekki fylgt aukin framleiðni held- ur fleiri störf og sérstaklega í ferða- þjónustu. „Sú grein hefur ekki verið þekkt fyrir að skapa mikinn virðis- auka á hvert starf, ,“ segir Ingólfur. „Hið jákvæða er að þetta skapar störf. Hið neikvæða er að grundvöllur launahækkana sem á að vera sóttur í framleiðnivöxtinn er ekki til staðar þannig að launahækkanir fara beint út í verðlagið,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir ýmsar leiðir færar til að auka framleiðni. Íslendingar þurfi að spyrja sig hvað þeir geti gert betur í þeim greinum sem þeir sinni nú. „Þá er það hin leiðin sem menn hafa reynt, að færa starfsemi yfir í aðrar greinar sem hafa meiri virðisauka.“ Að hans mati væri þó besta leiðin að bæta almenn starfsskilyrði innan hagkerfisins. Þar sé stærsta málið afnám gjaldeyrishafta en einnig sé mikilvægt að stöðugleiki ríki, verð- Áhyggjuefni að framleiðni standi í stað Framleiðni á Íslandi stendur í stað. Hagfræðingur Seðlabankans segir það áhyggjuefni. Framleiðni er sögð grundvöllur bættra lífskjara. Lág framleiðni er í verslunargeiranum að sögn Ingólfs. Það skýrist helst af fámenni Íslendinga sem sé eitthvað sem lítið sé hægt að gera í. Fréttablaðið/Anton Brink ✿ Breytingar á framleiðni 2008-2014 -1,9 0,9 0,8 -0,1 0 20 08 20 09 20 10 20 13 20 14 20 11 20 12 5,7 1,3 Heimild: Seðlabanki Íslands og Hagstofa Íslands Hvað er framleiðni og af hverju skiptir hún máli? Ingólfur segir að aukin framleiðni sé grundvöllur þess að hægt sé að greiða hærri laun og bæta lífskjör á Íslandi. Hækki laun verulega umfram framleiðniaukningu muni það að lokum fara út í verðlag og skapa verðbólgu að sögn Ingólfs. Framleiðni er reiknuð sem landsframleiðsla í hlutfalli af heildarvinnustundum. Heildarvinnu- stundir eru margfeldi fjölda starfandi og meðalvinnutíma. www.hi.is Mótmæli og glæpir á Menningarnótt kl. 11 Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, og Guðni Th. Jóhannesson, dósent við Sagnfræði- og heimspekideild skólans, vita ýmislegt um glæpi og mótmæli á Íslandi í áranna rás. Þeim fróðleik deila þeir í gönguferð um glæpa- og mótmælaslóðir Reykjavíkur á Menningarnótt. Lagt verður af stað kl. 11 og gengið frá Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu, sem er gömul fangageymsla, og endað í nýrra fangelsi, Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, með viðkomu á Austurvelli og Ægisgarði. Ferðin tekur um tvær klukkustundir og er farin í samstarfi við Ferðafélag barnanna. Ferðin er liður í samstarfi Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands um göngu- og hjólaferðir undir yfirskriftinni „Með fróðleik í fararnesti“. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Með fróðleik í fararnesti Valitor er stuðningsaðili Ferðafélags Íslands PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 53 80 3 Allar nánari upplýsingar á hi.is efnahagsmál Innflutningur á skipum á tímabilinu janúar til júní 2015 reynd ist tæpum 4,4 milljörð- um króna hærri en áður var talið. Þetta leiðir endurskoðun talna um innflutn ingsverðmæti skipa og flug- véla í ljós.   Innflutningsverðmæti flugvéla á sama tímabili reyndist tæpum 5,6 millj örðum króna lægra en áður var talið. Útflutningsverðmæti á skipum reyndist um 0,8 milljörðum króna hærra en áður var talið. Halli á vöruskiptum við útlönd á tímabilinu breytist úr 5,9 millj- örðum króna í 3,8 milljarða króna og er því tæpum 6,0 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. – ngy Skipin breyttu stöðunni lögreglumál Tilkynningum um fíkni- efnabrot á höfuð borgarsvæðinu hefur fækkað umtalsvert en í júlí hafa aldrei borist jafn fáar tilkynn- ingar síðan í desember 2013. Þetta kemur fram í afbrota- tölfræði lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu fyrir júlímánuð. Þá fjölgar tilkynningum um kynferðisafbrot en 19 brot voru tilkynnt í júlí og tíu í júní. Þó er fjöldinn enn minni en meðalfjöldi tilkynntra kynferðisbrota síðast- liðinna þriggja ára. Alls bárust lögreglu til kynn ingar um  752 hegningarlagabrot í júlí. Þeim fækkar á milli mánaða en eru ögn fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára. – srs Fíkniefnabrot færri í júlí Tilkynntum kynferðisafbrotum fjölgaði milli mánaða. Fréttablaðið/Vilhelm bólga sé lág og nægt aðgengi að hæfi- leikaríku vinnuafli. Ingólfur bendir á að þróunin sé misjöfn milli atvinnugreina, í sumum hafi svigrúm til launhækkana skap- ast, ekki öðrum. „Okkur hefur gengið ágætlega að auka framleiðni í sjávar- útvegi sem er með því mesta sem maður sér. En þegar framleiðni er skoðuð í öðrum greinum, t.d. verslun og þjónustu líðum við fyrir lítinn markað og fámenna þjóð, sem er eitt- hvað sem við getum lítið gert í,“ segir hann. ingvar@frettabladid.is Ekki er um neinar smáupphæðir að tefla þegar kemur að skipaviðskiptum. fréttablaðið/vilhelm 2 1 . á g ú s t 2 0 1 5 f ö s t u D a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 6 -0 0 9 0 1 5 D 5 -F F 5 4 1 5 D 5 -F E 1 8 1 5 D 5 -F C D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.