Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 24
SKOÐUN Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R Fagnaðarefni er að Seðlabankinn ætli að grípa til aðgerða til að takmarka vaxtamunarvið-skipti. Már Guðmundsson seðlabankastjóri upplýsti á vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudag að annaðhvort stæði til að leggja skatt eða bindiskyldu á færslur í slíkum við- skiptum. Nánari útfærsla yrði kynnt síðar. Væntanlega hefur tilkynningin ein þegar áhrif til fælingar hjá þeim sem veðja hefðu viljað á þennan hest. Þó að þarna hafi verið góðar fréttir vekur ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að hækka stýrivexti um hálft prósentustig blendnari tilfinningar. Peninga- stefnunefnd bankans sér kannski ekki sömu hvata til verðlækkana og framkvæmdastjóri IKEA, sem vísar til styrkingar krónu gagnvart helstu viðskiptamyntum, kjarasamninga hagfelldari fyrirtækjum en búist hafi verið við og tekjuauka með aukinni veltu. Nema að nefndin hafi bara minni trú á því að hér lækki verslanir verð. Venjan hefur enda verið sú að vörur hækka hratt þegar gengisþróun krónunnar er óhagstæð, en lítið ber á lækkunum þegar þróunin er öndverð. Þá er þetta með kjarasamningana svolítið matskennt. „Ef það væri þannig að það yrðu engar verðhækkanir í framhaldi af þessum kjarasamningum þegar launa- kostnaður hækkar um 10 prósent á einu ári þá er það mikið kraftaverk. Við getum ekki byggt okkar stefnu á kraftaverkum,“ sagði seðlabankastjóri í fréttum Stöðvar 2 í gær. En, ætti kraftaverkið sér stað þá myndu vextir hækka minna en ella. Þar er kannski vonarglæta. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, bendir hins vegar á vef samtakanna á að ekki sé sjálfgefið að kostnaður vegna kjarasamninga velti út í verðlag. „Hærri vextir gera fyrirtækjum raunar erfiðara um vik að hagræða og mæta launahækkunum,“ segir hann og bætir við að heldur megi ekki gleymast að hærri vextir auki kostnað fyrirtækja sem aftur geti leitt út í verðlagið. Þá grafi vextir undan samkeppnishæfni landsins. Taka má undir með Almari þegar hann kallar eftir umræðu um þá staðreynd að hár vaxtamunur við útlönd kyndi undir flótta fyrirtækja og starfseininga frá landinu. „Slík atburðarás kostar okkur langtíma hag- vöxt og minni fjölbreytni í atvinnulífi.“ Hugsandi fólk sér að ekki verður við það unað að vextir hér þurfi að vera margfalt hærri en í nágranna- löndum okkar. Lykillinn að því að losna úr þessari stöðu liggur í peningastefnu landsins. En á meðan peningastefnan byggist á því að íslensk króna skuli vera gjaldmiðill landsins, örmynt svo smá að hún er sveiflu- valdur í sjálfu sér og svo óstöðug að verðtrygging verður ráðandi lánaform á meðan hún er notuð, er hætt við að vaxtapíning hér á landi verði viðvarandi. En með bremsu á vaxtamunarviðskipti getur fólk þó í það minnsta vonað að í þetta sinn geti þjóðin verið laus við vítahring vaxtahækkana sem slá eiga á innlenda þenslu á sama tíma og inn í landið flæði peningar vegna vaxtamunarins við útlönd og kyndi undir þenslunni. Enn er bætt í vextina Óli Kr. Ármannsson olikr@frettabladid.is Ekki verður við það unað að vextir hér þurfi að vera marg- falt hærri en í nágranna- löndunum. 40.000 fréttaþyrstir notendur Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum: Frá degi til dags Frægir halda framhjá Hópur tölvuþrjóta opinberaði milljónir framhjáhaldara sem höfðu skráð sig á þar til gerða síðu. Rúmlega 100 notendur eru íslenskir. Í dag er greint frá því að á meðal þeirra séu þjóðþekktir menn, viðskiptamenn og einstak- lingar tengdir æðstu valdaemb- ættum. Svo er spurningin hvort hlutverk fjölmiðla sé að greina frá hverjir eru þar á ferð? Frygðarfarir í fjölmiðla? Á Íslandi hafa framhjáhöld ekki verið í sviðsljósinu, annað en vestanhafs þar sem fjölmiðlar hafa greint frá því að fjöldi opin- berra embættismanna hafi verið notendur síðunnar. Kannski eykur uppljóstrunin áhuga fjöl- miðla og almennings á einkalífi fólks líkt og Vodafone-lekinn 2013. Þá leyndi áhugi almennings sér ekki. Hlutverkaskipti Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, boðar aukna aðhaldskröfu gagnvart ríkis- stofnunum þrátt fyrir aukið svig- rúm í fjárlögum. Yfirlýsingin er áhugaverð í ljósi þess að fjár- málaráðherra lýsti því yfir í gær að jákvæðar horfur í ríkisfjár- málum kalli á vöxt útgjalda til velferðarmála. Talað var um að í ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks væru þeir fyrr- nefndu í því hlutverki að vernda velferðarkerfið frá aðhaldskröfu þeirra síðarnefndu. Það var og. stefanrafn@frettabladid.is Á morgun höldum við Menningarnótt í 20. sinn en hún var fyrst haldin árið 1996 og hefur stækkað jafnt og þétt síðan. Menningarnótt er stærsta og fjölmennasta einstaka hátíð sem haldin er á landinu en meira en 100.000 gestir koma í bæinn og meira en hundrað mismunandi við- burðir eru haldnir. Ganga, hjóla, í strætó eða á bíl Til að tryggja aðgengi sjúkrabíla og slökkvibíla og annarra við- bragðsaðila verður miðbænum lokað fyrir bílaumferð eins og undanfarin ár. Um það bil 40 ólíkir hagsmunaaðilar koma að skipulagningu og samráði þar sem farið er yfir nauðsynlegar lokanir, aðstoð meðan á hátíð stendur, löggæslu og aðkomu sjúkrabíla, samgöngur og margt fleira til að gera Menningarnótt ánægjulega og örugga. Hægt er að kynna sér allar upplýsingar um aðgengi og lokanir á vef Menningarnætur. Ókeypis skutlur Í fyrra buðum við í fyrsta skipti upp á ókeypis skutlur niður í miðborg frá stórum bílastæðum við Kirkjusand og Borgartún undir slagorðinu Leggjum fjær og komumst nær, en sú þjónusta sló í gegn og verður því aftur í boði í ár. Svo er líka ókeypis í strætó sem keyrir hefðbundnar leiðir til kl. 23.00 en þá tekur við sérstakt leiðakerfi sem á að koma öllum hratt og örugglega heim úr miðborginni. Njótum Menningarnætur saman Að Menningarnótt standa fjölmargar stofnanir, listamenn og félagasamtök. Bakhjarlar Menningarnætur eru sem fyrr Lands- bankinn og Vodafone en Landsbankinn styrkir viðburði gegn- um umsóknir í Menningarnæturpottinn og Vodafone kostar flugeldasýninguna sem er lokaatriði Menningarnætur. Öllum þessum aðilum vil ég þakka sérstaklega. Hvað á að svo gera? Og hvað á svo að gera á Menningarnótt? Eftir að Menningarnótt stækkaði svona ógurlega hefur gefist vel að láta tilviljun ráða, byrja einhvers staðar og leyfa viðburðunum að teyma sig áfram án þess að vera með eitthvert stórkostlegt plan. Svo er líka hægt að þræða stóru viðburðina, maraþonið, flugeldasýninguna og ört stækkandi viðburði eins og karnivalið á Hverfisgötu. Mikilvægast er samt að njóta Menningarnætur saman með fjölskyldunni, fara í bæinn saman og svo heim saman. Gleðilega Menningarnótt! Gleðilega menningarnótt! Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Eftir að Menningar- nótt stækk- aði svona ógurlega hefur gefist vel að láta tilviljun ráða, byrja einhvers staðar og leyfa við- burðunum að teyma sig áfram. 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 5 -E 2 F 0 1 5 D 5 -E 1 B 4 1 5 D 5 -E 0 7 8 1 5 D 5 -D F 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.