Fréttablaðið - 21.08.2015, Side 26

Fréttablaðið - 21.08.2015, Side 26
2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R2 4 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Íslensk þjóð hefur búið við þá gæfu að eiga á síðustu áratugum nokkur stórmenni sem eru slíkar mannvitsbrekkur að engin þörf er fyrir þjóðina að hugsa sjálfstætt, enda engin eftirspurn eftir hennar hugsun lengur. Íslensk þjóð hefur hins vegar búið við þá ógæfu að allur almenningur er svo vitlaus við hlið stórmennanna að þeir (stórmennin) hafa ekkert þangað að sækja. Stórmennin, búa hins vegar við það óréttlæti að geta ekki kosið sjálfa sig á þing og þurfa því að leita á 4ra ára fresti til þess sama almennings og þeir treysta alls ekki. Því miður er viðbúið að sauðsvartur almúginn, vegna fáfræði sinnar, skilji ekki hverjir eru stórmenni og hverjir ekki og kjósi því vitlaust. Það er þó smá sárabót að hin sæmilegustu eftirlaun fylgja starfinu. „Mikið er á mann lagt að vita einn rétt,“ var viðkvæðið í gömlu Sovétríkjunum, því ekki mátti andmæla Kommúnistaflokknum. Þessi tilvitnun er því miður ekki það eina sem minnir á Sovét þessa dagana, en þar réðu einmitt ríkjum einhverjar mestu mannvitsbrekkur (að mati þeirra sjálfra) þess tíma. Þjóðaratkvæðagreiðslur voru eitur í þeirra beinum, enda aldrei að hægt að treysta almenningi til að kjósa rétt. Hin algjöra fjarvera þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi Þrátt fyrir líkur á langlífi hafði undirritaður búið sig undir að verða aldrei spurður um neitt, nema þá auð vitað hver af gömlu góðu flokk- unum ætti að hugsa fyrir undirritað- an næstu fjögur árin. En viti menn, forseti vor, Ólafur Ragnar, hafnaði svokölluðu fjölmiðlafrumvarpi og vísaði til þjóðarinnar. Þá skapaðist veruleg hætta á að almenningur tæki fram fyrir hendurnar á mestu mannvitsbrekkum þess tíma. En snilldin var tær og frumvarpið var bara dregið til baka, og þó var Alþingi búið að samþykkja það sem lög og málið einnig farið frá forseta, sem hafði vísað því til þjóðarinnar. Málið sem sagt komið úr höndum ríkisstjórnar og Alþingis og forseta til þjóðarinnar. Það tókst hins vegar að afstýra því stórslysi að til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Höfundarréttur reyndist vera á frumvarpinu sem taldist æðri samþykktum Alþingis og málskoti forsetans, stórmennum landsins til léttis. Að kjósa um eitthvert málefni, en ekki flokka, var þjóðinni einfaldlega of framandi til að mótmæli heyrðust. (Skv. þessu virðist höfundarréttur á lögum á Íslandi og að höfundurinn geti afturkallað lög þegar honum sýnist, hvernig svo sem Alþingi hefur verið að fikta í þeim). Þjóðinni var þannig bjargað frá sjálfri sér og öllum létti. Armæðan varðandi málskotsrétt forsetans Þa ð va r át a ka nlegt að sjá framámenn, sem jafnvel höfðu lokið prófi frá lagadeild HÍ, láta málskotsrétt forsetans koma sér gjörsamlega á óvart og úr jafnvægi. Það verður að teljast áfellisdómur yfir íslensku skólakerfi og þá lagadeild HÍ sérstaklega að þaðan sé hægt að útskrifast án þess að vita um málskotsrétt forsetans. S í ð a n þ á h e f u r h v e r mannvitsbrekkan á fætur annarri útskýrt fyrir þjóðinni að það samræmist ekki lýðræðinu að einn maður (forsetinn) geti ákveðið að leita til þjóðarinnar sjálfrar varðandi lausn mikilvægra mála. Málflutningurinn gengur út á að þjóðin sjálf megi ekki grípa fram í fyrir ríkisstjórninni. Þjóðin er því í raun svipt sjálfræði til 4ra ára í senn. Þingræði er langt frá því að vera lokaskrefið á lýðræðisbrautinni Það vekur furðu hve margir Íslend- ingar hræðast þjóðaratkvæða- greiðslur, ekki bara stórmennin. Menn virðast þekkja svo mikið af hálfvitum, sem þeir treysta alls ekki til að greiða atkvæði. Kannski liggur eigin vanmáttarkennd á bak við, sem birtist í vantrausti á öðrum. Sagan segir okkur að út um allan heim hefur ríkt vantraust gagnvart aukinni lýðræðisþátttöku almenn- ings. Þegar konur og óæðri karlar fengu loks kosningarétt á Íslandi var auðvitað margt af þeim fólk, sem þekkti lítið til pólitísks lands- lags þess tíma. En konurnar og karl- arnir hafa svo sannarlega vaxið með verkefninu og í dag dettur engum í hug að þessir hópar séu óhæfir til að kjósa í almennum kosningum. Þjóðin mun vaxa með aukinni ábyrgð á ein- stökum málum. Þjóðaratkvæði í öllum umdeildum, en mikilvægum, málum er óhjá- kvæmilega framtíðin, annað er kúg- andi forræðishyggja. Spurningin er bara hvort það unga fólk, sem nú er í forystu vilji að sagan minnist þess sem mikilvægra brautryðjenda í lýð- ræðisþróuninni, eða mun þetta fólk bjarga þjóðinni frá sjálfri sér t.d. í Evrópumálinu og hverfa þar með í hóp þeirra gamaldags forræðis póli- tíkusa sem þjóðin mun vilja gleyma Verður þjóðinni bjargað frá sjálfri sér enn og aftur? Einar Guðmundsson geðlæknir En konurnar og karlarnir hafa svo sannarlega vaxið með verkefninu og í dag dettur engum í hug að þessir hópar séu óhæfir til að kjósa í almennum kosningum. Þjóðin mun vaxa með aukinni ábyrgð á einstökum málum. radum.is Við finnum rétta starfsfólkið Einu sinni lagði framsóknarráð-herra nokkur fram frumvarp til laga um samræmda stafsetn- ingu sem átti meðal annars að koma böndum á óheftan skandalista, Hall- dór Kiljan Laxness að nafni. Það var nokkrum árum áður en hann skipaði bókhaldskennara í Samvinnuskól- anum fyrsta þjóðleikhússtjórann. Steinn Steinarr brást við frumvarpinu með því að yrkja ljóð sem hann kall- aði Samræmt göngulag fornt. Í því er að finna eftirfarandi tvær ljóðlínur: Álútir skulu menn ganga og hoknir í hnjánum og horfa með stilling og festu á íslenska jörð Ég býst við að Steini hafi fundist hann vera nokkuð fyndinn í þessum orðum og þar er ég honum sammála og það eru engar ástæður til þess að ætla að hann hafi reiknað með því að þetta yrðu áhrínsorð. Það eru hins vegar þau öfl í okkar samfélagi sem virðast staðráðin í að láta þau verða það. Þau ætla að ná markmiðinu með því að sjá til þess að við skömmumst okkar svo fyrir að vera Íslendingar að höfuðið sígi ósjálfrátt niður á bringu og við glötum getunni til þess að horfast í augu við nokkurn mann. Þetta byrjaði með því að við ákváðum að slást í hóp þjóða sem eru að reyna að sporna gegn heimsyfirráðastefnu Rússa með viðskiptaþvingunum. Einhverra hluta vegna hélt ég að sú ákvörðun væri svo góð að hún væri hafin yfir alla gagnrýni þótt fyrir henni hafi staðið utanríkisráðherra sem er slíkur endemis klaufi að flest sem hann gerir, hvort sem það er skynsamlegt eða ekki, virðist stórslys við fyrstu sýn. Afleiðingin af þessu, sem var fyrirsjáanleg, er að Rússar ákváðu að hætta að kaupa af okkur fisk. Hófust þá upp harmakvein þeirra sem fóru strax að sakna Rússagullsins sem er rúllugjaldið sem við höfðum ákveðið að borga til þess að fá að standa upprétt í samfélagi þjóðanna. Í sömu andrá fór að kvarnast úr þeirri reisn stjórnvalda sem endurspeglaðist í ákvörðuninni að taka þátt. Forsætisráðherra bað forsetann að fara bónleið til sendiherra Rússa í þeirri von að honum tækist að sannfæra hann um að við værum slíkir helvítis aumingjar að það væri ljótt að kalla okkur til ábyrgðar fyrir eigin gerðir sem miðuðust þó við að kalla þá til ábyrgðar fyrir þeirra. Síðan hafa heyrst þær raddir innan úr Stjórnarráðinu að þegar komi að því að endurnýja þátttöku í aðgerðunum gegn Rússum um áramótin muni Ísland stíga til hliðar. Það bendir sem sagt allt til þess að stuðningur Íslendinga við aðgerðir gegn ofbeldi Rússa verði skammlífur og allur heimurinn fái að vita að við hættum vegna þess að við tímdum því ekki. Og ef svo heldur fram sem horfir munum við af skömm einni saman: Ganga álút og hokin í hnjánum og (ef við náum tökum á kvíðanum sem fylgir skömminni) horfa með stilling og festu á íslenska jörð Ég er líka viss um að svona hringl andaháttur sem vegur að sjálfsvirðingu okkar ylli okkur mun meira efnahagslegu tjóni en nemur Rússagullinu. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn stærsta atvinnugrein þjóðarinnar vegna þess að land og þjóð þykja kúl og laða að sér fólk. Ósnerta, fallega landið, hreina loftið og ákveðið sambland af sköpunarmætti og tærleika í fólkinu er undirstaða ferðamannaiðnaðarins. Ef við afklæðumst sjálfsvirðingunni fyrir framan alheim til þess að spara fé hættum við að vera kúl og breytumst í blauta, nakta, kalda eyju í Norður-Atlantshafi þar sem búa prinsipplausir aular sem enginn vill heimsækja. Rúllugjald Utanríkismál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Þo r s t e i n n Þ o r s t e i n s s o n markaðsrýnir staðhæfir í grein í Fréttablaðinu í gær að Landsvirkjun hafi „hækkað raforkuverð undanfarið um tugi prósenta á matvælaframleiðendur og ýmiss konar iðnfyrirtæki“. Það er ekki rétt. Hið rétta er, að Landsvirkjun áætlar að hækkun á meðalraf magns verði í heildsölu frá áramótum nemi um eða innan við 4%. Endanleg hækkun meðalverðs á árinu mun liggja fyrir í ársuppgjöri. Orkusölu Landsvirkjunar má skipta í tvo hluta. Annars vegar er um að ræða beina raforkusölu í gegnum langtímasamninga til stórkaupenda, á borð við álver og gagnaver. Hins vegar er um að ræða svokallaða heildsölu en það er sala til orkufyrirtækja sem selja rafmagn áfram til viðskiptavina sinna sem eru m.a. heimili og önnur fyrirtæki en stóriðja. Heildsöluviðskiptavinir kaupa um helming sinnar orku af Landsvirkjun en vinna hinn helminginn í eigin virkjunum. Þegar rýnt er í verðþróun Lands- virkjunar á heildsölumarkaði með raforku er rétt að líta til þróunar meðalverðs síðustu ára. Meðfylgjandi mynd sýnir sögulegt meðalverð í heildsölu frá árinu 2006, á verðlagi ársins 2015. Rangfærslur um raforkuverð Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn stærsta atvinnugrein þjóðarinnar vegna þess að land og þjóð þykja kúl og laða að sér fólk. Magnús Þór Gylfason yfirmaður sam- skiptasviðs Lands- virkjunar Þegar rýnt er í verðþróun Landsvirkjunar á heildsölu- markaði með raforku er rétt að líta til þróunar meðal- verðs síðustu ára. ✿ Sögulegt meðalverð Landsvirkjunar í heildsölu Eins og sjá má hefur það verið nokkuð stöðugt og er nú lægra en í byrjun tímabilsins, en árið 2006 kostaði kílóvattstundin sem Landsvirkjun seldi á heildsölumarkaði 4,8 krónur að meðaltali og í fyrra 4,4 krónur, og á tímabilinu fór verðið niður í fjórar krónur. Meðalverð lægra en 2007 Við markaðsrýni er varhugavert að draga víðtækar ályktanir af verði til einstakra fyrirtækja. Um síðustu áramót var viðskiptaskilmálum Landsvirkjunar breytt, til að tryggja jafnræði viðskiptavina og til að einstaka vöruflokkar endurspegluðu vinnslukostnað og aðstæður á markaði. Því fer fjarri að hækkun á meðalrafmagnsverði í heildsölu frá Landsvirkjun nemi „tugum prósenta“ frá áramótum. Landsvirkjun áætlar sem fyrr segir að hækkunin nemi um eða innan við 4% frá áramótum, en endanleg hækkun liggur ekki fyrir fyrr en í ársuppgjöri. Meðalraforkuverð Landsvirkjunar í heildsölu mun því að öllum líkindum áfram vera lægra að raunvirði á árinu 2015 en það var árið 2007. Landsvirkjun hefur lengi hvatt til opinnar og faglegrar umræðu um málefni fyrirtækisins en afkoma þess og starfsemi varða þjóðarhag. Best er þó að umræða fari fram á grundvelli staðreynda.  2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 5 -F 6 B 0 1 5 D 5 -F 5 7 4 1 5 D 5 -F 4 3 8 1 5 D 5 -F 2 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.