Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 36
A uður Magndís Auðar­ dóttir er nýráðin fram­ kvæmdastýra Samtak­ anna ’78. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og er málefnaleg, ákveð­ in, röggsöm og smitar af sér bros­ mildi og gleði. Hún er femínisti fram í fingurgóma þótt það sé ekki endilega eitthvað sem henni var innrætt frá blautu barns­ beini. „Ég var ekki alin upp við neina sérstaka róttækni eða neitt þann­ ig, það var ekki mikið rætt um femínisma eða pólitík, en það var samt alltaf lögð áhersla á jafn­ rétti, jöfnuð og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins og ætli það hafi ekki mótað mig,“ segir Auður Magndís er hún rifj­ ar upp barnæskuna. Það er svo ekki fyrr en í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hún form­ lega fer að hrífast af femínisma og jafnréttisumræðan fer að vega þungt. „Ég var ekki í neinu gras­ rótarstarfi í MH þó að ég fylgd­ ist með Bríetunum úr fjarlægð en af því að fundirnir sköruðust við kóræfingu þá bara einhvern veg­ inn pældi ég ekkert meira í því þótt ég hafi fundið að málstaður­ inn var mikilvægur,“ segir Auður um femínismann sem seinna átti eftir að hæfa hana í hjartastað. Hulunni svipt af raunveruleikanum Að loknu stúdentsprófi ráfaði Auður um kynningarbásana í námskynningu hjá Háskóla Ís­ lands, alls óviss um hvað framtíð­ in bæri í skauti sér. „Ég var að spá í íslensku en svo þegar ég sá að það var hægt að læra kynjafræði þá staldraði ég við og vildi fá að vita meira, ég var bara svo hissa að þetta væri sérfag,“ segir Auður en tók því jafnframt fagnandi. Þegar námið hófst breyttist heimssýn Auðar: „Það var eins og hulu hefði verið lyft af augunum og heiminum öllum og þegar maður veit hvern­ ig kynjakerfið virkar þá er ekki hægt að fara til baka,“ segir Auður áköf. „Þetta var bara rosa­ legt og ég gat varla flett blöðum eða horft á sjónvarp því þetta var svo augljóst og blasti við manni alls staðar,“ bætir Auður við. Aðspurð hvort henni þyki margt hafa breyst á undanförn­ um þrettán árum frá því að nám­ inu lauk hikar hún ögn. „Samfé­ lagið er að stórum hluta enn mjög karllægt og metur meira það sem karlar gera. Það sést kannski best á launaseðlum ólíkra starfs­ stétta en einnig í smærri at­ riðum, eins og hvað telst frétt­ næmt. Í hverjum fréttatíma eru þulin upp íþróttaafrek, aðal­ lega karla. Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem hafa svona mik­ inn áhuga á íþróttakappleikjum fletti þessu ekki bara upp á net­ inu? Ég meina, má ekki sleppa þessu eða minnka það og kannski jafnvel tala um annað? Hvernig væri það til dæmis ef raktar yrðu tölur um hannyrðir eða tekið við­ tal við manneskju sem er orðin mjög leikin í nýstárlegri aðferð við að prjóna hæl á sokk? Það eru örugglega mjög margir sem hefðu talsverðan áhuga á því,“ segir Auður ögrandi en þó af ein­ lægni. Hvað ertu eiginlega? Auður er gift dr. Írisi Ellen­ berger sagnfræðingi. Þær kynnt­ ust fyrir þremur árum í gegn­ um svipaða kreðsu í Háskólanum. Auður vann þá hjá Félagsvísinda­ stofnun og unnu þær í sama húsi. Ástin leiddi þær saman þegar þær rákust reglulega á hvor aðra í fyrirlestrum um mál málanna, femínisma og jafnrétti. Auður á tvö börn úr fyrra sambandi en hún var áður í sambúð með karl­ manni. „Sumir einmitt verða eitt spurn ingarmerki í tengslum við þetta og vilja þá vita hvernig ég skilgreini mig, og jafnvel virða ekki mörkin sem þau myndu ann­ ars virða við gagnkynhneigt fólk, og spyr mjög nærgöngulla spurn­ inga um fram tíðaráform okkar í barneignum og hvernig börn­ in voru getin, fædd og feðruð,“ segir Auður. „Hvernig ég útskýri mig og mína kynhneigð fer svo­ lítið eftir því hversu vel ég þekki viðkomandi og hversu mikið ég nenni að útskýra hlutina. Það er langauðveldast að segjast bara vera lesbía, flestir skilja það og halda þá að ég hafi komið út úr skápnum þegar sambúðinni við barnsföður minn lauk, sem er ekki alls kostar rétt. Við aðra sem ég þekki betur þá segi ég tvíkyn­ hneigð og ókei, sumum þykir það pínu flókið en samþykkja það. Ef ég hef tíma og nennu til að út­ skýra að það séu til fleiri en tvö kyn og allan þann pakka, eða ef ég held að fólk þekki orðið segi ég að ég sé pankynhneigð segir Auður, um það sem mörgum þykir flókið – kynhneigð. „Þessir kassar og stimplar geta verið svolítið hamlandi en mig langar að auka skilning fólks og fræðslu um af hverju fólk notar ólíkar skilgreiningar um sig, sína kynhneigð og kynvitund,“ segir Auður. „Ef þú ert ekki viss um hvaða hugtök er best að nota þá er gott að spyrja bara,“ bend­ ir Auður einfaldlega á. „Þú þarft ekki að kunna allt né vita held­ ur bara að vera auðmjúkur gagn­ vart því að vera leiðrétt/ur og svo fylgja fordæmi viðkomandi og nota þau fornöfn eða nafn sem viðkomandi notar. Hinsegin fólk er almennt mjög skilningsríkt gagnvart því að þetta eru ný orð og það tekur fólk tíma að læra þau og skilja,“ segir Auður. Samtökin ’78 bjóða líka upp á fræðslufyrirlestra fyrir unga sem aldna sem hægt er að panta í skóla, vinnustað eða hvert sem er. Börnin ná þessu Auður á þau Bjart Einar, 7 ára, og Ástrós Ingu, 5 ára. Hún segir börnin vera mjög meðvituð um mikilvægi opinnar umræðu og séu farin að vera gagnrýnin á kynjamisrétti þegar það birtist þeim. Auður segir frábæra sögu af Bjarti þegar hann rakst á slíkt í algengum barnasöng. „Bjart­ ur kom heim úr skólanum einn daginn og sagði krakkana hafa verið að syngja Áfram áfram bíl­ stjórinn og að strákar borði popp ER LESBÍA ÞEGAR ÉG ER LÖT Poncho kr 9.990, Sparilegt, hlýlegt og töff. Afmælisleikur comma http://postlisti.comma.is/ facebook.com/CommaIceland 6 • LÍFIÐ 21. ÁGÚST 2015 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 5 -C A 4 0 1 5 D 5 -C 9 0 4 1 5 D 5 -C 7 C 8 1 5 D 5 -C 6 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.