Fréttablaðið - 21.08.2015, Page 38

Fréttablaðið - 21.08.2015, Page 38
Eva Laufey bakaði dásamleg­ ar bollakökur í tilefni af árs­ afmæli dóttur sinnar. Kökurnar slógu í gegn eins og aðrar veit­ ingar í veislunni. Hér gefur hún okkur þessa bragðgóðu upp­ skrift. Bestu súkkulaðibollakökurnar með hvítu smjörkremi um það bil 30 bollakökur 3 bollar Kornax hveiti (amerísk mæl- ing, 1 bolli = 2,4 dl) 2 bollar sykur 3 brúnegg 2 bollar AB mjólk 1 bolli bragðdauf olía 5 msk. kakó 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 2 tsk. vanilludropar eða sykur Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman í skál, hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður slétt og fínt. Skiptið deigblöndunni niður í bollakökuform og bakið við 180°C í 15-18 mínútur. Það er mikilvægt að leyfa kökun- um að kólna alveg áður en þær eru skreyttar með kreminu góða. Hvítt súkkulaðismjörkrem 300 g smjör við stofuhita 500 g flórsykur 2 tsk. vanilludropar 150 g hvítt súkkulaði 2-3 msk. rjómi eða mjólk Aðferð: 1. Þeytið saman flórsykur og smjör þar til það verður létt og ljóst (tekur nokkrar mínútur) 2. Á meðan bræðið þið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði. 3. Hellið súkkulaðinu út í og bætið einnig vanillu og rjóma saman við, hrærið mjög vel í nokkrar mínútur. 4. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á kökurnar. Það er í góðu lagi að frysta þessar kökur, það skemmir ekki bragðið! Skreytið þær að vild með öllu sem hugurinn girnist. Bollakökur slá alltaf í gegn, þær eru eins góðar og þær eru fal- legar. BESTU SÚKKULAÐIBOLLAKÖKURNAR MEÐ HVÍTU SMJÖRKREMI Berglind Guðmundsdóttir heldur úti hinu girnilega matarbloggi Gulur, rauð­ ur, grænn og salt. Heimsins bestu kanilsnúðar Snúðar 1 kg hveiti 5 dl mjólk, fingurvolg ½ bréf þurrger 125 g sykur 1 tsk. kardimommudropar (eða vanilludropar) ½ tsk. salt 1 egg 150 g smjör, skorið í litla teninga Fylling 125 g smjör, mjúkt 2 msk. kanill 6 msk. sykur 1 egg og perlusykur til skrauts Aðferð: Blandið mjólk og geri saman í skál. Hellið öllum hráefnun- um fyrir bolludeigið í skál, að smjörinu undanskildu, og hrær- ið. Bætið smjörinu saman við og hnoðið því vel saman við í allt að 10 mínútur. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið deigið hefast í a.m.k. klukkustund. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið út í um 60 cm breið- an ferning. Blandið kanil og sykri saman í skál. Smyrjið helmingnum af smjörinu á deigið og stráið síðan helm- ingnum af kanilsykrinum yfir smjörið. Leggið deigið saman og skerið í 12-14 lengjur. Snúið upp á lengjurnar og vefjið þær saman í snúð, annar endinn upp og hinn niður (engar áhyggj- ur, þið fattið þetta). Gerið eins með hinn helminginn af deiginu. Ef þið viljið getið þið að sjálf- sögðu gert snúðana á hinn venju- bundna máta, en þessir líta bara svo vel út og gaman að prufa eitthvað nýtt. Látið snúðana hefast í um hálf- tíma. Penslið með léttþeyttu eggi og stráið perlusykri yfir. Setjið inn í 225°C heitan ofn í um 10-12 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir. BESTU KANILSNÚÐARNIR Matarvísir E FL IR a lm an na te ng s l / H N O TS K Ó G U R g ra f í s k h ön nu n Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Velkomin í okkar hóp! Viltu léttast, styrkjast og losna úr vítahringnum? Staðurinn - Ræktin Innritun hafin á fyrstu TT námskeið haustsins! Alltaf frábær árangur á TT! Ný TT námskeið hefjast 24. ágúst  TT fundur 25. ágúst kl. 20:00 Nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.isFrá T oppi til Táar á Akranes i! 8 • LÍFIÐ 21. ÁGÚST 2015 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 D 5 -C F 3 0 1 5 D 5 -C D F 4 1 5 D 5 -C C B 8 1 5 D 5 -C B 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.