Fréttablaðið - 21.08.2015, Síða 46

Fréttablaðið - 21.08.2015, Síða 46
HANDBOLTI Ísland lauk leik á heims- meistaramótinu í handbolta skip- uðum leikmönnum undir 19 ára aldri í gær með öruggum sigri á Spánverjum í bronsleiknum. Var sigur íslenska liðsins afar sann- færandi en spænska liðinu tókst að laga stöðuna á lokamínútum leiksins þegar sigur íslenska liðsins var í höfn. Fjórðu verðlaunin Var þetta í fjórða sinn sem Ísland hefur unnið til verðlauna á heimsmeistara- móti unglingalandsliða í handbolta en síðustu þrír leikmannahópar hafa skilað af sér leikmönnum sem léku síðar meir lykilhlutverk í íslenska lands- liðinu. SPORT Í dag Pepsideildin ÍBV Frestað KR Leik ÍBV og KR var frestað þar til klukkan 18.00 í dag vegna þoku í Eyjum. Flugvél sem innihélt hluta af KR-liðinu gat ekki lent vegna þoku og sneri af þeim sökum til baka. Fjölnir 1 – 1 Valur 1-0 Aron Sigurðarson (7.), 1-1 Einar Karl Ingvarsson (89.). Fjölnismenn misstu af gullnu tæki- færi til að komast upp fyrir Val í 4. sæti deildarinnar. Bikarmeistararnir áttu ekki góðan leik en geta vel við stigið unað sem Einar Karl Ingvars- son tryggði þeim. 18.40 Birmingham – Derby Sport 19.00 Wyndham Championship Golfstöðin 18.00 ÍBV - KR Pepsi karla 18.00 Stjarnan – Breiðablik Pepsi kvenna Í gær ÍBV hefur ekki frestað leik í rúma tvo áratugi, hvenær ætla Íslendingar að læra? #vestmannaeyjar #fotboltinet Haraldur Pálsson, @haraldurp STÓRLEIKUR Í GARÐABÆ Klukkan 18.00 í kvöld fer fram stórleikur á Samsung-vellinum í Garðabæ. Þá mætast tvö bestu kvennalið landsins - Stjarnan og Breiðablik. Blikar eru á toppi deildarinnar með 37 stig en Stjarnan er með 33 stig. Stjarnan verður því að vinna í kvöld því annars eru Blikastúlkur komnar með níu fingur á bikarinn eftirsótta. Líkurnar á því að íslenskt lið fái rússneskt fjögur ár í röð eru 1/32.768 álíka líklegt að god created the earth #optaLKP #fotboltinet Lára Kristín Pedersen, @larakp9 STJARNAN TIL RÚSSLANDS Kvennalið Stjörnunnar dróst gegn rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32- liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í gær. Stjarnan mætti sama liði í fyrra og féll þá úr leik, saman- lagt 8-3. Þetta er fjórða árið í röð sem Íslands- meistararnir mæta rússnesku liði í 32-liða úrslit- unum. 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R Alla dreymir um landsliðið Árið 1993 leiddi Ólafur Stefánsson liðið til bronsverðlauna en honum til hliðar voru leikmenn á borð við Patrek Jóhannesson og Dag Sigurðsson. Áttu leikmenn liðsins eftir að leika heldur betur stórt hlutverk í landsliðinu næstu árin er Ísland komst í röð þeirra bestu í handboltaheiminum. Tíu árum síðar vannst gullið á EM í Ungverjalandi en þar skutust Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson fram á sjónar- sviðið. Léku þeir stórt hlutverk í liðinu sem vann silfurverðlaunin á Ólympíuleik- unum í Peking 2008 og eru enn lykil- leikmenn í íslenska liðinu. Tólf árum síðar komst liðið undir stjórn núverandi þjálfara U-19 árs liðs- ins, Einars Guðmundssonar, alla leið í úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu en tapaði gegn Króatíu í Túnis. Skaust Aron Pálmarsson fram á sjón- arsviðið á mótinu en ásamt honum voru Ólafur Andrés Guðmundsson og Stefán Rafn Sigurmannsson að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegri grundu fyrir íslenska landsliðið. Hefur Aron leikið lykilhlut- verk í landsliðinu undanfarin ár en aðrir leikmenn liðsins hafa leikið minni en þó þýðingarmikil hlutverk. Næstu kynslóð landsliðsins Óðinn Þór Ríkharðsson lék stórt hlut- verk í liðinu í ár en hann var einn íslenskra leikmanna valinn í úrvalslið mótsins. Óðinn varð næst markahæst- ur á mótinu þrátt fyrir að hafa aðeins tekið fjögur vítaskot en hann var fljótur að hrósa liðsfélögum sínum. „Þetta mót gekk mjög vel fyrir mig persónulega en þetta er allt vörninni að þakka. Þeir auðvelda fyrir Grétari í markinu og hann er búinn að vera fljót- ur að finna mig í hraðaupphlaupinu. Svo á þjálfarateymið hrós skilið fyrir sinn þátt í öllum þessum árangri. Einar er þekktur fyrir að leika góðan varnar- leik og hraðaupphlaup. Hann vill helst fá 10 hraðaupphlaupsmörk í leik sem ég náði að nýta mér vel á mótinu. Þeir eru frábærir þjálfarar og við gátum ekki gert þetta án þeirra.“ Óðinn var stoltur að heyra að þetta væri í fjórða skiptið sem íslenskt ung- lingalandslið ynni til verðlauna á stór- móti. „ Við erum afar sáttir með þetta. Við stefndum auðvitað á það að fara alla leið en úr því sem komið var var frá- bært að klára þetta. Þetta er búið að vera frábært sumar með strákunum og maður er stoltur af því sem við höfum afrekað.“ Sagði hann að á endanum væri hins vegar alltaf draumur allra leikmann- anna að leika stórt hlutverk í íslenska landsliðinu síðar meir. „Það er náttúrulega frábært að heyra það að við höfum komist í flokk með þessum mönnum. Vonandi getum við leikið eftir þeirra afrek. Það dreymir náttúrulega alla um að spila fyrir lands- liði og það er á endanum markmið allra leikmannanna í hópnum.“ kristinnpall@365.is Íslenska nítján ára lands- liðið vann brons á HM í Rússlandi sem lauk í gær. Þetta er fjórða íslenska unglinga- eða piltalands- lið Íslands í handbolta sem vinnur til verðlauna á stórmótum. Óðinn Þór Ríkharðsson var valinn í úrvalslið mótsins. Eyptaland 21 ÁRS LANDSLIÐIÐ 6 sigrar í 7 leikjum 21-20 sigur á Rússlandi í leik um bronsið Stjörnunar voru Ólafur Stefánsson Patrekur Jóhannesson og Dagur Sigurðsson Slóvakía 19 ÁRA LANDSLIÐIÐ 6 sigrar í 7 leikjum 27-23 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum Stjörnunar voru Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson Túnis 19 ÁRA LANDSLIÐIÐ 5 sigrar í 7 leikjum 40-35 tap fyrir Króatíu í úrslitaleiknum Stjörnunar voru Aron Pálmarsson Stefán Rafn Sigurmannsson og Ólafur Guðmundsson Rússland 19 ÁRA LANDSLIÐIÐ 6 sigrar í 7 leikjum 26-22 sigur á Spáni í leik um bronsið Stjörnunar eru Ómar Ingi Magnússon Grétar Ari Guðjónsson og Óðinn Þór Ríkharðsson HM 1993 EM 2003 HM 2009 HM 2015 TUTTUGU STIGA TAP Í EISTLANDI Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með tuttugu stigum, 85-65, fyrir Eistlandi á æfingamóti þar í landi í gær. Eistarnir voru með yfirhöndina allan leikinn og íslensku strákarnir hittu illa. Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. Ísland mætir Hollandi í dag í öðrum leik sínum á mótinu. Blikar hljóta að fagna því að Óli Kalli sé ekki með á sunnudag. Geta þá sleppt því að hringja inn hótanir eins og fyrir síðasta leik #smasalir Þorkell Máni Pétursson, @Manipeturs 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 D 6 -0 5 8 0 1 5 D 6 -0 4 4 4 1 5 D 6 -0 3 0 8 1 5 D 6 -0 1 C C 2 7 5 X 4 0 0 1 A F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.