Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2015, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 21.08.2015, Qupperneq 54
MENNING V innuaðferðin sem Halla og John koma með í farteskinu er æði sérstök og gengur alla jafna undir heitinu dansókí sem er dregið af orðinu karaoki – leiknum þar sem hægt er að spreyta sig á að syngja heimsþekkt dægurlög. „Þessi aðferð varð nú eiginlega til þegar við vorum nokkur saman í Svíþjóð að leika okkur að því að leika eftir atriði úr sjónvarpsþáttunum Ally McBeal fyrir mörgum árum en svo einhvern veginn þróaðist þetta þannig að fólk fór að leika sér að þessu og taka það í ólíkar áttir. Það er til að mynda sænskur hópur sem hefur unnið mikið út frá þessu kon­ septi en það er mikilvægt að hafa í huga að það á þetta enginn.“ Ramminn er okkar „John er danshöfundur, dansari og arkitekt og við vorum að vinna saman verkefni fyrir einhverjum árum þar sem við áttum sameiginlega þessa margþættu tilfinningu sem við bárum til klassísks balletts. Okkur langaði að þróa leiðir og búa til verk þar sem við gætum dansað ballett en farið engu að síður burt frá hugmyndinni um fullkomnun eða að hann eigi að líta út á einhvern ákveðinn hátt. Hvernig getum við dansað ballett þar sem margir geta gert það sama og maður gert það eins og maður vill? Það eru auðvitað hundrað leiðir en þetta er ein leið til þess að setja ákveðinn ramma utan um þann sem er að dansa hverju sinni. Við John setjum upp þennan ramma utan um dansarana en svo er líka ákveðið frelsi innan þessa ramma fyrir dansarana að taka sínar eigin ákvarðanir. Dansað í gegnum verkið Á myndbandinu sem dansað er eftir er The American Ballet Theater að dansa Giselle sem er vissulega klassískt ballettverk. „Það sem gerist svo er að við erum í eins konar hermi­ dansi en samt að túlka líka – að gera þetta á okkar hátt innan þessa ramma. Hópurinn er að takast á við þetta og það skapast mismunandi söguþræðir í þessu ferli. Í klassískum dansi er allt niðurnjörvað í afmörkuð hlutverk en í okkar ferli þá brjótum við niður þessa múra. Kynhlutverk ruglast, bilið milli manneskju og dýrs verða óljós – þannig að við erum í raun að vinna með umskipti hlutverka og breytingu á formi og svo mætti áfram telja. Við erum eiginlega umskiptingar. Dansararnir sem við erum að vinna með að þessu sinni eru átta dansarar frá Íslenska dansflokknum og svo eru líka sjö sjálfstætt starfandi dansarar þannig að þetta er blandaður hópur. Ég upplifi að það sé ákveðin samheldni og samkennd sem myndast við þessa vinnu. Verkið er alveg níutíu mínútur og það er einhvern veginn of mikið af öllu þarna – of mikið af upplýsingum að vinna með. Þannig að á tíu dögum hefur maður í raun engan tíma til þess að vinna úr þessu öllu og þá skapast ákveðið andrúmsloft þar sem hver og einn reynir hreinlega að dansa í gegnum verkið.“ Alltaf ný sýning Halla segir að það sé í raun frábært að vinna í þessu formi og það gefi bæði henni og John mikið sem dönsurum og danshöfundum. „Við gerum sýninguna á hverjum degi og á tíunda degi bjóðum við svo áhorfendum að koma inn og horfa á sýninguna eins og hún stendur þann daginn. Þannig að sýningin breytist alltaf frá degi til dags. Á þessu eru engar undantekningar þannig að þetta er alltaf sýning eða öllu heldur verk í stöðugu ferli og þróun. Í þessu tíu daga ferli safnast svo upp ákveðnar aðferðir sem nýtast og þróast áfram eftir því sem líður á ferlið. Þannig að það er heilmikill munur á sýningunni á fyrsta degi og tíunda degi. Að fá að taka inn mismunandi hópa og ólíkt fólk til þess að vinna í þessu ferli er algjörlega frábært.“ Gleðin brýtur múra „Við vinnum mjög mikið með það að lána og stela frá öðrum og bæta við það. Tökum inn hluti frá öðrum alveg blygðunarlaust og vinnum þá áfram. Það er stór þáttur í því sem við erum að gera. Við sækjum þannig bæði í það sem oft er kallað hámenning og það sem er alþýðlegra og það gerum við m.a. með því að stela alveg miskunnarlaust frá öllum. Það er líka mjög mikilvægt að hafa gaman saman. Ég veit að þetta hljómar klisjukennt en við John vorum alltaf bæði á því að það væri eitthvað sem vantaði í hinn klassíska ballettheim – það vantaði að hafa gleðina. Sumir elska þetta eins og það er en ég er ekki hrifin af þessari miklu stigskiptingu sem er í ballettinum og það var það sem við vildum leika okkur með og ráðast á.“ magnus@frettabladid.is Dansókí myndar ramma og brýtur múra Dansararnir og danshöfundarnir Halla Ólafsdóttir og John Moström. Fréttablaðið/Ernir Halla Ólafsdóttir er dansari og danshöfundur, útskrifuð frá sænsku ballett akademíunni í Stokkhólmi. Frá því Halla lauk námi hefur hún unnið víða um veröldina og hefur á undanförnum árum getið sér afar gott orðspor í heimi listdansins. Á Reykjavík Dance Festival í næstu viku býðst íslenskum áhorfendum að sjá afraksturinn af tíu daga vinnusmiðju sem hún stendur fyrir ásamt kollega sínum, John Moström. Fréttablaðið/Ernir 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 D 5 -B 6 8 0 1 5 D 5 -B 5 4 4 1 5 D 5 -B 4 0 8 1 5 D 5 -B 2 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 7 2 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.