Fréttablaðið - 21.08.2015, Qupperneq 56
Bókasýningin í
Gautaborg er sú
stærsta á Norður
löndum. Hana
sækja um 100.000
gestir og um 1.500
fjölmiðlamenn.
Sigurður Svavars_
son bókaútgefandi
hefur sótt messuna
í áraraðir, bæði
sem útgefandi og
fulltrúi íslenskra
bókmennta, og
þekkir því messuna
flestum betur.
Miðstöð íslenskra bókmennta
skipuleggur íslensku dagskrána
í Gautaborg og Sigurður segir að
messan í Gautaborg sé sú messa í
norðrinu sem dregur að sér flesta
erlenda útgefendur, enda er þar
stunduð sala á útgáfurétti á sérstöku
réttindatorgi.
„Bókamessan í Gautaborg skilur
sig frá messunni í Frankfurt hvað
það varðar að hún er fyrst og fremst
hátíð lesendanna, síður markaðs-
torg útgefenda. Hún er einhvers
konar sambland af bókasýningu
og bókmenntahátíð, með ótal mál-
stofum og uppákomum sem bóka-
fólk flykkist á. Á hverju ári mæta til
leiks heimskunnir höfundar sem
draga að sér mikla athygli, sem aðrir
njóta góðs af. Þessi messa er því sér-
staklega skemmtileg fyrir áhugafólk
um bókmenntir og því tilvalið fyrir
Íslendinga að skella sér til Gauta-
borgar í september.“
Sigurður segir að á hverju ári sé
eitt land í sérstökum heiðurssessi á
messunni og slíkur heiður geti haft
mikla þýðingu fyrir bókmenntirnar
í viðkomandi landi enda fylgi slíku
gríðarleg athygli.
„Við Íslendingar skipuðum þann
sess árið 1990. En að þessu sinni
er íslenskum bókmenntum helg-
aður veglegur sess í prógrammi sem
heitir Raddir frá Íslandi. Þess vegna
verða óvenju margir íslenskir höf-
undar á ferðinni í ár, um 15 talsins,
af ýmsum sviðum bókmenntanna.
Þeir munu taka þátt í alls 35-40
málstofum og uppákomum öðrum.
Þannig að þetta er mikið umfangs
og afskaplega gott tækifæri til þess
að koma íslenskum bókmenntum á
framfæri við heiminn.
Málið er að rithöfundar þrífast
alla jafna mjög vel í Gautaborg á
messutíma, enda ævinlega gaman
að komast í návígi við lesendur
sína. Svo er andrúmsloftið í kringum
þessa messu einstakt. Þeir íslensku
höfundar sem þegar eiga sér útgef-
endur í Svíþjóð geta styrkt samband
sitt við þá, og hinir sem enn ekki
hafa komið út á sænsku komast í
dauðafæri við útgefendur af öllu
tagi. Þar að auki starfa fulltrúar
íslenskra útgefenda og Miðstöðvar
íslenskra bókmennta á réttindatorgi
messunnar og leita þar nýrra tæki-
færa fyrir höfundana okkar.“
Eitt af því sem íþyngir íslenskum
bókamarkaði er smæðin því á litlum
markaði er erfitt að ná upp sölu sem
gerir höfundum kleift að lifa af verk-
um sínum og oft er róðurinn þungur
í rekstri bókaútgáfu. Sigurður bendir
á að sökum þessarar smæðar sé
hreinlega nauðsynlegt fyrir þá sem
vilja helga sig ritstörfum að freista
þess að koma bókum sínum á fram-
færi í fleiri löndum og á stærri mál-
svæðum. „Það gengur allvel að koma
íslenskum bókum á framfæri við
erlenda útgefendur, sér í lagi í kjöl-
far þess mikla kynningarstarfs sem
fylgdi heiðursessi Íslands á alþjóð-
legu bókasýningunni í Frankfurt
árið 2011. Á síðasta ári komu út um
130 þýðingar á íslenskum verkum
hjá erlendum forlögum. En við vilj-
um alltaf gera betur, og þátttakan í
bókamessunni í Gautaborg er loka-
hnykkurinn í því átaki Miðstöðvar
íslenskra bókmennta að endurvinna
markað fyrir íslenska höfunda á
Norðurlöndunum. Sem betur fer
sjáum við strax að það átak er að
skila góðum árangri.“
Sigurður segir að eins og stundum
áður sé nú unnið með þröngan fjár-
hagsramma, og því er um að gera að
nýta fjármunina sem best – smíða
sem öflugasta vængi fyrir íslenskar
bókmenntir. „Við erum þakklát
fyrir góðan stuðning frá Félagi
íslenskra bókaútgefenda, Íslands-
stofu og menntamálaráðuneytinu.
Illugi Gunnarsson menntamálaráð-
herra mun opna messuna að þessu
sinni, ásamt öðrum. Við njótum
líka góðs af því að nánast frá upp-
hafi hefur verið einstaklega gott
samband milli okkar hér heima
og eigenda og stjórnenda bóka-
messunnar í Gautaborg – þau hafa
sýnt okkur mikla rausn. Þetta góða
samband er ekki síst henni Önnu
Einarsdóttur að þakka, dugnaði
hennar og ósérhlífni, en hún sat
alllengi í stjórn bókamessunnar.“
magnus@frettabladid.is
Hún er að koma fyrir listaverki í
sal 101 Hótels við Hverfisgötu og
þar er ekki kastað til höndunum.
Hulda Hákon myndlistarmaður
hefur gert styttu af íslenskum sjó-
manni í Norðuríshafinu og sökk-
ullinn er hafið. Þetta er traustur,
sterkur og veðurbarinn sjómaður,
nútímalegur með hvítan hjálm og
útvarp í eyrunum, í 66°Norður galla
en svipurinn lýsir dálitlu óöryggi.
Hverju sætir það? „Hann er að segja
fólki frá því að hann hafi séð stórt
sæskrímsli í Norður-Íshafinu en fólk
trúir honum ekki og honum finnst
erfitt að fólk skuli telja hann ljúga.
Sjálfur stendur hann á hafinu eins
og ekkert sé, hlustar á Motörhead
og fílar Homer Simpson,“ útskýrir
listakonan.
Hulda kveðst alltaf hafa haft mik-
inn áhuga á sæskrímslum. „Ég gerði
fyrstu skrímslamyndina 1989. Það er
með skrímslin eins og álfana, sumir
segjast hafa séð þá og það er ekki
hægt að rengja það. Fréttamaðurinn
Þorvaldur Friðriksson segir marga
íslenska sjómenn hafa séð eitthvað
norður í höfum og ég hef hitt mann
sem kveðst hafa séð skeljaskrímsli
þar. Maður getur ekki sagt „þetta er
lygi í þér“.
Upphaflega kveðst Hulda bara
hafa ætlað að hafa sjómanninn
á 101 Hóteli í viku því hún hefði
hugsað sér að taka hann með til
Hollands á sýningu í september.
Nú er hún að hverfa frá því ráði. „Ég
er dálítið hrædd um minn mann ef
hann fer á flæking og ætla bara að
hafa hann á hótelinu áfram. Geri
bara annað verk fyrir Holland.“
gun@frettabladid.is
2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R3 8 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Þarna erum við í dauðafæri
100.000 GESTIR
1.500 FJÖLMIÐLAMENN
15 ÍSLENSKIR HÖFUNDAR
TAKA ÞÁTT Í 35–40
MÁLSTOFUM
Traustur, sterkur og veðurbarinn
SÖKKULLINN
Textinn á sökklinum er á íslensku,
hollensku, ensku og grænlensku.
Svona lítur sá grænlenski út:
Aalisartup islandimiup Issittup
imartaani immap uumasorujussua
takusimavaa.
Oqaluttuarerusukkunnaarpaali inuit
illaatigiinnartarmanni.
Fréttablaðið/GVA
Hulda Hákon og
sjómaðurinn.
Sigurður Svavarsson bókaútgefandi er margreyndur í útgáfustarfsemi og hefur sótt bókamessur um víða veröld í áraraðir. Fréttablaðið/GVA
2
0
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:5
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
D
5
-C
5
5
0
1
5
D
5
-C
4
1
4
1
5
D
5
-C
2
D
8
1
5
D
5
-C
1
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K