Fréttablaðið - 21.08.2015, Síða 62
LÍFIÐ 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R
Oft getur verið erfitt að fóta sig í
hinni hverfulu tilveru einhleypra
á Íslandi. Og sumir segja Íslenska
„deit-menningingu“ ekki til.
Staðreyndin er samt sú að pör
verða til. Hvernig kynnist fólk?
Fréttablaðið ræddi við nokkra
álitsgjafa og útbjó leiðarvísi yfir
það hvernig fólk kynnist.
deit-menninguLeiðarvísir að íslenskri
SKREF 1 TINDER
Á Tinder kynnast fjölmargir ein-
hleypir Íslendingar. Þar er hægt að
stilla leitarvélina eftir svæðum og
aldri, þannig að hægt er að finna
einhleypa í kringum sig á tilteknum
aldri. Fyrir þá sem ekki vita virkar
Tinder þannig að ef manni líst vel
á einhvern lýsir maður því yfir
með því að draga myndina af við-
komandi til hægri (sem kallað er að
„svæpa“). Ef manni líst ekki á við-
komandi „svæpar“ maður til vinstri.
Tinder lætur mann svo vita þegar
einhver sem maður hefur áhuga á
hefur einnig lýst yfir áhuga á manni.
Á Tinder er hægt að spjalla og eru
fyrstu skrefin tekin þar. En spjallið
á Tinder er oft hægt og því færir fólk
sig yfirleitt annað eftir stutta stund.
SKREF 2 SNAPCHAT
Eftir Tinder er Snapchat vinsæl leið
til að taka spjallið á næsta stig. Þar
getur fólk skipst á myndaskilaboð-
um, bæði af sjálfu sér og umhverfi
sínu. Á Snapchat er hægt að sjá
upplýsingar um þá sem maður ræðir
við, til dæmis hversu fljótur maður
er að komast upp í efsta lag vina-
lista þess sem maður talar við. Til
eru útskýringar á netinu yfir hvað
öll „emoji-táknin“ þýða í forritinu.
Gallinn við Snapchat er að svo
virðist sem rafhlaðan á símanum
endist mun skemur þegar forritið er
opið. Kostirnir eru þó þeir að þar er
hægt að vera ansi hreinskilinn, því
öll skilaboðin eyðast.
SKREF 3 FACEBOOK
Þegar fólk hefur spjallað saman á
Tinder og Snapchat er þriðja skrefið
yfirleitt að senda vinarbeiðni á Face-
book og spjalla þar. Viðmótið á spjall-
inu þar er, eins og flestir vita, ansi þægi-
legt. Að sögn þeirra sem Fréttablaðið
ræddi við getur verið varasamt að
byrja of snemma á Facebook-spjallinu,
sérstaklega ef fólk er nýbyrjað að tala
saman á Tinder. Auðvelt er að finna
út fullt nafn fólks, þrátt fyrir að Tinder
gefi það ekki upp, en að færa spjallið
yfir á Facebook strax gæti gefið þeim
sem talað er við það á tilfinninguna að
maður sé örvæntingarfullur. Sem er
eitthvað sem á að forðast eins og heitan
eldinn, ef maður er einhleypur.
Á Facebook eru ýmis tækifæri til
þess að kynnast þeim sem maður
ræðir við og/eða vekja athygli við-
komandi. Til dæmis með því að
„læka“ myndir og fleira. Viðmælendur
Fréttablaðsins eru þó sammála um að
mikilvægt sé að stíga varlega til jarðar
með allt sem aðrir sjá, því slíkt getur
vakið umtal og fleira.
SKREF 4 DJAMMIÐ
Eftir spjall á Facebook eru ýmis
skref vinsæl. Líklega er það „klass-
ískasta“ að hittast á djamminu.
Aðstæðurnar þar eru svolítið eins og
á Snapchat, nema í lifanda lífi. Stór
hluti samskiptanna gæti gleymst
og þannig getur fólk kannski verið
hispurslausara. Á djamminu er fólk
yfirleitt kærulausara og þannig er
minni hætta á stressi.
Þetta er þó ekki algilt fjórða skref.
Sumir hittast á virkum degi, yfir
kaffibolla, bjór og sumir bjóða ein-
faldlega í heimsókn.
SKREF 5 ÍSBÍLTÚR
Fimmta skrefið fer auðvitað svo-
lítið eftir því hvernig fjórða skrefið
endaði. En algengast er að fólk
geri eitthvað skemmtilegt eftir að
hafa hist á djamminu (ef allt hefur
farið vel). Þar kemur ísbíltúrinn
sterkur inn, en í fimmta skrefinu er
mikilvægt að gefa hugmyndaflug-
inu lausan tauminn. Góðir göngu-
túrar, spjall yfir kaffi eða bjór eða
bara að setjast niður og spjalla er
vel til þess fallið að kynnast betur.
Viðmælendur Fréttablaðsins eru
sammála um að stefnumótin á þessu
skrefi megi ekki vera of yfirdrifin;
dýrir veitingastaðir eða eitthvað
sem þakið er glansi og glamúr getur
hreinlega fælt frá. Sniðug stefnumót,
eins og göngutúr í kringum Reykja-
víkurtjörn með góðan kaffibolla
geta heillað meira.
SKREF 6 AÐ HORFA Á ÞÆTTI
Gott „vídjókúr“ má aldrei vanmeta.
Þar geta pör mátað sig saman. Vin-
sælt er að horfa á góða þætti saman
og þá er ekki úr vegi að finna þátta-
raðir sem fólk getur horft á saman.
Stundum getur verið erfitt að halda
einbeitingu í heila kvikmynd á
þessu stigi, því fólk sem er spennt
fyrir hvort öðru vill fá reglulegar
pásur.
* Endurtaka skal sjöttaskref þar til
því sjöunda er náð *
SKREF 7 SAMBAND
Jú, leiðin að sjöunda skrefinu er
þyrnum stráð. Margt getur farið
úrskeiðis á leiðinni. En þegar maður
hefur fundið einhvern sem maður
er tilbúinn að eyða tíma sínum með
er ekkert annað að gera en að skella
sér í samband. Hinir einhleypu
viðmælendur Fréttablaðsins treystu
sér ekki til að veita ítarleg ráð um
hvernig skuli hátta sambandinu.
Ekki meitlað í stein
Að sjálfsögðu er ekkert á listanum meitlað í stein, heldur
er hugmyndin að varpa ljósi á hvernig „deit-menningin“
er í raun og veru. Fréttablaðið leitaði til kvenna og karla
á milli 25 og 35 ára. Það skal tekið fram að margar mis-
munandi leiðir eru til að sjöunda skrefinu, en leiðarvísir-
inn endurspeglar tilfinningu blaðamanns fyrir því hvað er
algengast í þessum efnum hér á landi um þessar mundir.
kjartanatli@frettabladid.is
NordicPhotos/Getty
2
0
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:5
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
D
6
-0
0
9
0
1
5
D
5
-F
F
5
4
1
5
D
5
-F
E
1
8
1
5
D
5
-F
C
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K