Fréttablaðið - 21.08.2015, Síða 66

Fréttablaðið - 21.08.2015, Síða 66
2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U RL Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð4 8 „Við erum því miður allir staddir erlendis um þessar mundir, og vonumst til að einhver sé til í að hlaupa í skarðið fyrir okkur,“ segir Sigurður Guðmundsson, meðlimur í reggíhljómsveitinni Hjálmum. Sveitin sendir frá sér nýtt lag í dag er ber heitið Hlauptu hratt, lag og texti eftir Þorstein Einarsson. Tilviljun ein ræður því að það kemur út rétt fyrir Reykja- víkurmaraþonið en þegar Hjálmar áttuðu sig á tengingu titilsins við maraþonið fannst þeim tilvalið að gefa öllum þeim sem hlaupa á laugardag- inn, sem og öllum öðrum áhuga- sömum, eintak af laginu. „Öll okkar lög eru samin á hlaupum, enda er það trendið þessa dagana. Hins vegar þegar semja þarf textana, þá fá menn sér sæti, á hljóðlátum stað – opna eilítið fyrir vatnskranann og ímynda sér að þeir séu rétt í þann mund að koma í mark í maraþonhlaupi,“ segir Sigurður spurður um hvort lagið hafi verið samið á hlaupum. Hann er jafnframt nýkominn úr tónleika- ferð með Erlend Oye sem Hjálmar störfuðu með um árið og gerðu með heila plötu. Nýja lagið er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér á árinu, en er ný plata í bígerð? „Samkvæmt nýjustu tölum, ef við á annað borð erum hrifin af þeim, þá er þetta lag jú annað lagið í krónólógískri röð nýrra laga sem gerð eru út af örkinni. Sett á flot á öldum ljós- vakans. Hið fyrra heitir Undir fót og slapp út í maí. En við erum nú barasta að fara rólega í yfirlýsingar um heilar hljóm- plötur, enda hefur tæplega nokkur maður einbeitingu í að hlusta á mörg lög í röð nú orðið. Eða eins og maður segir, þá setur maður einn bita upp í sig í einu, og passar að tyggja vel áður en lengra er haldið. Það er allavega ekki hollt að gúffa í sig,“ útskýrir Sigurður. Hjálmar koma fram á tónleikum á Húrra laugardaginn 5. septem- ber. - glp Hljómsveitin Hjálmar hleypur ekki maraþon Hljómsveitin Of Monsters and Men er löngu orðin þjóðareign og það sást svo sannarlega þegar hún steig á svið í Eldborgarsalnum á miðvikudagskvöldið. Hún hefur verið á ferð og flugi um allan heim síðustu ár og greinilega fengið þar mikla reynslu í því að koma fram á sviði. Bandið er ótrúlega vel skipað og það skiptir engu máli hvert litið er, það er valinn maður í hverju rúmi. Tónleikarnir byrjuðu nokkuð rólega og enda voru þeir í dannaðasta sal landsins í Hörpunni. Þegar leið á var hver einasti gestur staðinn upp og stemningin rafmögnuð. Það er með ólíkindum hversu mörg þekkt lög þetta band á, og það eftir aðeins tvær breiðskífur. Íslendingar eru greinilega miklir aðdáendur, því við kunnum lögin þeirra og syngjum með. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona sveitarinnar, er einstök og býður af sér ótrúlega flottan þokka. Við lagið Lakehouse hljóp hún um salinn og fékk áhorfendur með sér í lið. Hún var síðan á tímabili mætt á trommurnar. Ragnar Þórhallsson var auðvitað á sínum stað með sína silkimjúku rödd og bræddi öll hjörtu með henni. Það er ekki á hverjum degi sem stemningin í Eldborgarsalnum er eins og hún var á miðvikudagskvöldið. Íslenskir áhorfendur fóru út úr skelinni, lögðu meðvirknina til hliðar og virtust bara hugsa um eitt, að skemmta sér. Það er auðveldasti hlutur í heim- inum að líka vel þetta band, því það er ekta. Ekki vottur af stjörnustælum, bara venjulegt fólk að gera ótrúlega hluti. Lagalistinn var vel settur saman, eldri lög í bland við ný og mikil stígandi í sveitinni þegar leið á tónleikana. Maður fann það vel að hljómsveitarmeðlimum fannst sérstakt að spila á heimavelli og greinilega mikill léttir. Einstakt kvöld í Eldborgarsalnum og við eigum að vera virkilega stolt af þessari sveit, hún er á leiðinni eitt- hvað. Ef það á að gagnrýna eitthvað þá mætti bandið gefa meira frá sér til áhorfenda og tala örlítið við þá á milli laga. stefanp@frettabladid.is Hljómsveit á heimsmælikvarða kveikti í Eldborg TÓNLIST Of Monsters and Men Eldborg, Harpa, Reykjavík 19. ágúst 2015 Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur farið sigurför um heiminn undanfarin ár og hélt sína fyrstu tónleika í tvö ár á Íslandi. ★★★★ Nýjar íslenskar skólatöskur frá Tulipop Sölustaðir: Epal, verslanir Pennans Eymundsson um land allt, Heimkaup, vefverslun Tulipop (www.tulipop.is) og fleiri. www.tulipop.is www.facebook.com/tulipop VER Ð: 10.9 00 KRÓ NUR Fréttablaðið/Anton 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 D 5 -E 7 E 0 1 5 D 5 -E 6 A 4 1 5 D 5 -E 5 6 8 1 5 D 5 -E 4 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.