Fréttablaðið - 21.08.2015, Page 68
GARÐVEISLA FTT
Hljómleikar í
Hljómskálagarðinum.
Í kvöld kl. 20:00
Allir velkomnir
Félag tónskálda og textahöfunda
býður til tónleikaveislu.
AmabaDama
Páll Óskar
Valdimar
19. júní bandið
og fleiri
Kvennasveitin frá 19. júní flytur lög
íslenskra kvenna ásamt góðum gestum.
Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is
ENDALAUST TAL OG
10 GB Á 3.990 KR.*
Færðu farsímann yfir til 365 og fáðu frábært
sjónvarpsefni á fáránlega góðu verði.
Allt það besta hjá 365
*Gildir fyrir áskrifendur í tilboðspökkum 365
1 Ekki þarf að greiða skráningargjald á síðuna, en karlmenn þurfa að
greiða fyrir ýmsa þjónustu, meðal
annars fyrir að fá að senda konum
skilaboð. Einnig var notendum
boðið upp á að borga fyrir að
láta aðstandendur síðunnar eyða
upplýsingum um þá.
2 Hópur hakkara sem kallar sig The Impact Team er talinn hafa staðið
fyrir tölvuárásinni. Þeir voru ósáttir við
að forsvarsmenn síðunnar væru að ljúga
að viðskiptavinum sínum. Hakkararnir
vildu sýna fram á að ekki væri hægt að
eyða gögnunum um viðskiptavinina.
3 Kanadíska fyrirtækið Avid Life Media rekur síðuna. Fyrirtækið
rekur fleiri umdeildar síður, eins og
Cougar Life (þar sem eldri konur geta
kynnst ungum mönnum) og Established
Men (þar sem eldri menn geta kynnst
yngri konum).
4 Aðstandendur síðunnar hafa verið gagnrýndir í gegnum tíðina, meðal
annars fyrir að hleypa blaðamönnum og
félagsfræðingum í viðkvæm gögn.
5 Auk upplýsinga um notendur síðunnar komust hakkarar yfir
ársreikninga, tölvupóst starfsmanna og
bankaupplýsingar fyrirtækisins.
6 Upplýsingarnar sem láku út um notendur eru í raun þrír stórir
gagnagrunnar. Sá fyrsti inniheldur
heimilisföng, nöfn, fæðingardaga
og fleiri upplýsingar um notendur.
Meðal annars hvað kveikir í þeim í
svefnherberginu. Annar gagnagrunnurinn
inniheldur póstföng, en þess má geta
að aðstandendur síðunnar gengu
ekki úr skugga um að notendur gæfu
upp rétt netföng. Sá þriðji inniheldur
kreditkortaupplýsingar, en aðeins er
hægt að sjá hluta af kreditkortanúmerum
notenda og því ekki hægt að nota þær
upplýsingar til að svíkja út fé eða vörur í
gegnum netið.
7 Upplýsingunum var lekið inn á svokallaða Tor-vefsíðu, sem
er einungis hægt að komast í með
sérstökum Tor-netvöfrum. Gjarnan er
talað um slíkar vefsíður sem hluta af
svokölluðum „Deep Web“, sem mætti
kalla hina dimmu kima netsins. Gögnin
hafa einnig gengið manna á milli á
svokölluðum Torrent-síðum. Ljóst er að
lekinn verður ekki stöðvaður úr þessu.
8 Talið er að fyrirtækið AvidMedia Life muni eiga í miklum erfiðleikum
með að komast aftur á réttan kjöl eftir
lekann. Talið er víst að málsókn verði
höfðuð á hendur forsvarsmönnum
fyrirtækisins og gætu bæturnar sem
fyrirtækið þarf að greiða viðskiptavinum
sínum hlaupið á tugum milljarða króna,
varlega áætlað.
Heimsbyggðin er hægt og rólega að
átta sig á áhrifunum sem lekinn úr
gagnagrunni Ashley Madison hefur,
eftir því sem upplýsingar úr honum
halda áfram að berast. Í gögnunum
má finna ítarlegar persónuupplýs-
ingar milljóna manna, þar á meðal
tuga Íslendinga. Full nöfn, heimilis-
föng, símanúmer, hluti úr kredit-
kortanúmerum, netföng og ýmislegt
fleira er meðal þess sem finna má
í gögnunum. Þar eru til að mynda
ítarlegar persónuupplýsingar um
þjóðþekkta Íslendinga sem skráðu
sig til leiks á framhjáhaldssíðuna,
einhvern tímann á þeim fjórtán
árum sem hún hefur verið í loftinu.
Mest karlmenn
Í gögnunum eru karlmenn í miklum
meirihluta. Mjög litlar upplýsingar
eru til um þær konur sem voru
skráðar í gagnagrunninn því á
síðunni þurftu einungis karlmenn
að borga. Ekkert skráningargjald var
á síðuna og þær upplýsingar sem
fólk gaf upp þegar það skráði sig
fyrst til leiks voru ekki athugaðar
nánar. En flestar upplýsingarnar má
finna í skrám sem innihalda kredit-
kortafærslur og þar eru karlmenn í
miklum meirihluta. Á síðunni þurfa
karlmenn að greiða fyrir að fá að
senda konum skilaboð auk þess sem
þeir þurfa að greiða fyrir að fá að
lesa skilaboð frá konum. Eitt af því
fáa sem konur þurftu að borga fyrir
voru rafrænar gjafir sem þær gátu
sent fólki í gegnum síðuna, þjónusta
sem fáar konur nýttu sér.
Alvarlegar afleiðingar
Eins og gefur að skilja eru fjölmörg
hjónabönd víða um heim í hættu,
eftir því sem nákvæmari upplýsingar
berast úr gögnunum. En lekinn getur
einnig haft alvarlegar afleiðingar
fyrir fólk í löndum þar sem framhjá-
hald er bannað með lögum. Samkyn-
hneigt fólk var einnig skráð á síðuna
og liggur til dæmis dauðarefsing
við samkynhneigð í Sádi-Arabíu,
en 1200 manns eru skráðir á síðuna
með netföngum frá landinu. Sam-
kynhneigður maður frá Sádi-Arabíu
opnaði sig á Reddit þegar fregnir
bárust af því að hakkarar hefðu
komist í gagnagrunninn fyrir mán-
uði. Hann sagði frá því að hann hefði
notað síðuna þegar hann var í námi
í Bandaríkjunum. Hann segist hafa
verið einhleypur þegar hann skráði
sig á síðuna; hann hafi einungis verið
að fela samkynhneigð sína. Mað-
urinn óttaðist svo mikið um líf sitt
að hann ákvað að flýja land. Aðrir
notendur Reddit hjálpuðu honum að
kaupa miða til Bandaríkjanna.
kjartanatli@frettabladid.is
Þjóðþekkta Íslendinga
að finna á listanum
Nákvæmar upplýsingar um tugi Íslendinga er að finna í gögnum sem
hakkarar láku úr gagnagrunni framhjáhaldssíðunnar Ashley Madi
son. Nöfn og heimilisföng þjóðþekktra Íslendinga má finna þar.
Í gögnunum sem láku má finna upplýsingar um milljónir manna sem notuðu vefsíðuna Ashley Madison. Nordicphotos/Getty
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson
jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U RL Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð5 0
2
0
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:5
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
D
5
-D
4
2
0
1
5
D
5
-D
2
E
4
1
5
D
5
-D
1
A
8
1
5
D
5
-D
0
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K