Ský - 01.06.2007, Síða 11

Ský - 01.06.2007, Síða 11
 sk‡ 11 „Verðmatið byggist á tilfininningu og innsæi sem verður til þegar maður er búinn að eyða mörgum sólardeginum í dimmum fornbókabúðum í London, París og Róm,“ svarar Eiríkur Ágúst. „Þó er engin bók meira virði en það sem kaupandinn vill borga fyrir hana. En það er svo margt sem spilar inn í verð gamalla bóka, jafnvel fasteignamarkaðurinn. Undanfarið hafa verið miklir flutningar og oft virðast bækur það fyrsta sem fólk losar sig við. Þannig er misjafnt hvað telst raritet hverju sinni.“ Ari Gísli bætir við. „Nú er aldamótakynslóðin að falla og fók hefur verið að koma með bækur foreldra sinna. Því er ágætt úrval af því sem aldamótakynslóðin átti í hillunum hjá okkur.“ Hvor er dýrari í þessum gömlu útgáfum, Laxness eða Þórbergur? „Þórbergur er sennilega dýrari,“ svarar Eiríkur Ágúst. „Upprunaleg útgáfa af Bréfi til Láru í umslaginu er mjög dýr. Verðið á Spaks manns spjörum og öðrum ljóðabókum hans getur líka slagað hátt upp í góða húsaleigu. En fyrstu útgáfur Laxness geta svosem kostað sitt líka, sérstaklega ef þær eru áritaðar.“ Auðfræði og Nýhil Ari Gísli bætir við að hann verði líka var við tíðarandasveiflur á fornbókamarkaðinum og stundum komist einstaka bækur í tísku. „Til dæmis er bókin Auð­fræð­i sem kom út árið 1899 og er eftir Arnljót Ó­lafsson mjög eftirsótt þessa dagana. Ég gat þó útvegað tvö feðgar eintök af henni um daginn. Kaupandinn gaf þekktum auðmanni annað eintakið og hélt hinu fyrir sig. Í þessari bók lærirðu líka hvernig þú átt að fara að þessu.“ „Ljóðabók Bjarkar Guðmundsdóttur er önnur mjög eftirsóknarverð bók,“ bætir Eiríkur við. „Þetta er bók sem hún myndskreytti sjálf á sínum tíma. Útlendingar eru tilbúnir til að borga þúsundir dollara fyrir þessa bók en við höfum ekki enn fundið eiganda sem getur hugsað sér að láta eintakið sitt.“ „Og svo eru svona fjársjóðir í þessu,“ segir Ari. „Jónsbók frá 1578 er enn ófundin. Um daginn var seljandi í útlöndum sem taldi sig vera með þá bók undir höndum og var kominn með kaupanda sem vildi borga 5 milljónir fyrir hana. Síðar kom í ljós að eintak seljandans var ekki umrædd Jónsbók. Hinsvegar á að vera til eintak af henni einhversstaðar. Það væri gaman ef hún kæmi upp úr einhverjum kassanum.“ Hverju mynduð þið ráðleggja fólki að byrja að safna í dag ef það vill byggja upp varasjóð? „Ég myndi fara í ljóðin,“ svarar Eiríkur. „Beint í ungu höfundana sem eru að gefa út í dag. Menn eins og Kristian Guttesen og Nýhil hópinn. Eins myndi ég kaupa Bjarna Bernharð komplett og auðvitað fá allt áritað.“ „Já, ég færi líka í ljóðin,“ segir Ari Gísli. „En ég færi nú líklega í eldri skáldin. Menn eins og Stein Steinarr.“ sky , Það er heilmikið um að menn leiti ráða í persónulegum málefnum.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.