Ský - 01.06.2007, Síða 14

Ský - 01.06.2007, Síða 14
 1 sk‡ Pétur Ben kennara í gegnum tíðina. Sumir hafa verið tónlistarkennararnir mínir, aðrir ágætlega þekktir gítarleikarar og svo hafa vinir mínir kennt mér margt. Sjálfum finnst mér ég ekkert sérstakur gítarleikari. Ég er öruggur í mínu en þegar ég er beðinn að spila eitthvað annað er ég fljótur að missa jafnvægið. Enda lít frekar á mig sem lagahöfund en gítarleikara“ Nú er Garðabær þekktari fyrir íþróttafélagið Stjörnuna en mikla gerjun í tónlist, hvernig var að alast upp þar? „Ég var svolítið félagslega utanveltu á unglingsárunum en það sem bjargaði mér var að vera ung gítarhetja. Þannig komst ég inn í aðra hópa og kynntist hljómsveitarliðinu í Kópavogi. Til dæmis var ég í dauðarokkshljómsveit með Arnari í Leaves og Vinyl bræður voru með mér í hljómsveit sem hét Charles Gissur. Á þessum tíma komst ég líka í kynni stelpurnar í Kolrössu, Emilíönu Torrini og fleira tónlistarfólk.“ Er mikil tónlist í fjölskyldunni þinni? „Nei, ég get ekki sagt það. Mamma lét sér nægja að hlusta á Abba og Billy Joel en pabbi var meira í Led Zeppelin. Ég fékk samt alltaf mikla hvatningu heima. Eftir að tónlistaráhugi minn kom í ljós fór pabbi til dæmis að ýta að mér klassískri tónlist með þeim afleiðingum að 16 ára hlustaði ég bara á Beethoven.“ Trú­in Í textum þínum er mjög víða að finna trúarlegar skírskotanir og á MySpace síðunni þinni er Guð fremstur á lista yfir helstu áhrifavalda. Á sama lista eru reyndar líka nöfn Michael Jackson og Dostojevskí og PJ Harvey. En hversu trúaður ertu? „Ég vil líta á mig sem trúaðan mann og var sunnudagaskólakennari í mörg ár í Áskirkju og Kópavogskirkju. Þar spilaði ég á kassagítar og kenndi krökkunum lög eins og Ó Jesú bróð­ir besti. Þessi bræðingur af ljósi og tónlist sem er sumsstaðar að finna í kirkjustarfinu hefur alltaf heillað mig. Og sem textahöfundur tek ég gjarnan viðmið og gildi úr kristinni trú og yfirfæri á sjálfan mig. Reyndar var það ekki fyrr en ég gerði tónlistina við Börn að ég áttaði mig á að það væri hægt að segja „ég“ í texta án þess að þurfa að vera ævisögulegur. En ég vinn stöðugt að því að verða betri textahöfundur. Þegar ég er ekki að lesa um græjur og míkrófóna skoða ég höfunda sem ég tel mig geta lært af.“ Hvað ertu að lesa núna? „Norweg­ian Wood eftir Haruki Murakami. Ég hef aldrei lesið hann áður og mér finnast flottar stemningar í þessari bók. Ég var líka að kaupa mér útlent ljóðasafn með ljóðum eftir hina og þessa.“ Aginn og Cave Þegar Vesturport setti upp leikritið Woyzeck í Borgarleikhúsinu og Nick Cave tók að sér að semja tónlist við sýninguna varstu fenginn til að vera sérstakur tónlistarstjóri leikritsins hér heima. Hvernig gekk samstarfið við Nick Cave? „Ég ætlaði nú ekki að vilja vera með í þessu fyrst þar sem ég var mjög upptekinn sjálfur. En leikstjóri sýningarinnar, Gísli Örn Garðarsson, sannfærði mig um að fljúga með sér út til London þar sem Nick Cave var að taka upp tónlist fyrir leikritið ásamt fiðluleikaranum Warren Ellis og smækkaðri útgáfu af hljómsveitinni Bad Seeds. Það var mjög áhugavert að fylgjast með þessum mönnum vinna. Þeir gerðu þetta allt á fjórum dögum og það var rosalega gaman hjá þeim. Þeir voru að frá 10 á morgnana til miðnættis og það eiginlega án þess að taka sér pásu. Ég hef aldrei séð mann borða jafn hratt og Nick Cave. Hann gleypti heilu samlokurnar. Á þessum fjórum dögum gerði ég mest lítið annað en horfa á hann vinna og spyrja hann að öllu sem brann á mér. Þegar svo heim var komið útsetti ég tónlistina hans fyrir kór sem stóð á sviðinu í leikhúsinu. Í því fólst samstarf mitt við Nick Cave. Þegar hann kom hingað heim til að sjá sýninguna spurði ég hann varlega hvort hann væri sáttur við útsetningarnar og hann reyndist mjög ánægður. Ég var í skýjunum yfir því í marga daga.“ Ertu jafn agaður til vinnu og Cave? „Nei, því miður. Ég get verið mjög kaotískur. Á móti kemur að ég er alltaf í vinnunni. Ég vildi óska að ég gæti unnið sleitulaust í 10-12 tíma á dag og svo bara hætt en það er ekki þannig. Það ruglar líka rútínunni að vera að spila á tónleikum seint á kvöldin. En trúarskoðanir mínir hjálpa mér samt við að vera rólegri í eigin skinni og gagnvart amstri dagsins. Og svo er ég viss um að ég hefði ekki klárað nokkurn skapaðan hlut ef ég ætti ekki fjölskyldu,“ segir Pétur Ben að lokum. sky , Ég hef aldrei séð mann borða jafn hratt og nick Cave. hann gleypti heilu samlokurnar. á þessum fjórum dögum gerði ég mest lítið annað en horfa á hann vinna og spyrja hann að öllu sem brann á mér.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.