Ský - 01.06.2007, Síða 18
íslenskar fyrirsætur
18 sk‡
allt orkar tvímælis þá gjört er. Þessi setning, sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins hafði svo oft yfir og
var um margt leiðarstef hans, hafa oft verið
tekin sem dæmi um þekkingu og visku
Bjarna og hvernig hann hagaði málum í
stjórnmálastarfi sínu. Kjarni þessara orða
er einfaldlega sá að öll mál hafi fleiri en
eina hlið og fyrir vikið geti menn aldrei
verið vissir um að sú leið sem þeir velja sé
endilega sú rétta. „Ég er sannfærður um að
fáir hafa yfirleitt í stjórnmálum gert meira
ógagn heldur en þeir sem ætíð telja sig hafa
allsherjarúrræði við öllu, þykjast hafa örugga
sannfæringu ... um kenningar sem eiga að
hafa allsherjarlausn þjóðfélagsvandamálsins í
sér fólgnar. Slíkir menn, þó að þeir vilji vel,
verða yfirleitt til mikils tjóns,“ sagði Bjarni í
þingræðu haustið 1967.
En þrátt fyrir þessa efahyggju var Bjarni
Benediktsson staðfastur stjórnmálamaður.
Jafnvel svo að mörgum þótti nóg um.
Almennt sagt valdi hann fremur frelsi en
hafnaði ríkisafskiptum og höftum væri um
tvennt að velja. Talaði með þunga og skýrum
röksemdum fyrir því að stofnað yrði lýðveldi
á Íslandi og þegar blikur kalda stríðsins dró
á loft - með ógnarspennu milli austurs og
vesturs - varð hann sem utanríkisráðherra
eindreginn stuðningsmaður vestrænnar
samvinnu og að Íslendingar tækju þátt í
stofnun Atlantshafsbandalagsins.
„Leyndust ekki kostir
mannsins“
Bjarni Benediktsson fæddist í Reykjavík
30. apríl 1908 og var sá þriðji af sjö
börnum Benedikts Sveinssonar þingforseta
og Guðrúnar Pétursdóttur. „Hann var
snemma bráðger og svipmikill,“ segir Ólöf
systir hans í bókinni Bjarni Benediktsson
í augum samtíðarmanna. Nefnir þar að
bróðir sinn hafi verið talinn talinn alvarlegur
og fáskiptinn í bernsku, seintekinn en
einstaklega samviskusamur og skyldurækinn.
Það síðastnefnda sést raunar best á því hve
ágætur námsmaður Bjarni var. Stúdentsprófi
frá MR lauk hann 1926 og lögfræðiprófi
frá Háskóla Íslands fjórum árum síðar. Í
framhaldinu fór hann til framhaldsnáms í
stjórnlagafræðum í Berlín og heimkominn
1932 var hann, þá 24 ára, skipaður prófessor
við lagadeild HÍ. Um það svipað leyti
hófst stjórnmálaafskipti Bjarna af alvöru.
Árið 1934 var hann kjörinn í bæjarstjórn
Reykjavíkur hvar hann sat með hléum til
1949 og var borgarstjóri frá 1940 til 1947.
Borgarstjóratíð Bjarna var umbrotatími.
Lengst af þann tíma geisaði heimsstyrjöldin
síðari og landið var setið af erlendum
her, sem fylgdu ýmis vandamál svo sem
verðbólga og húsnæðisskortur enda fluttu
margir úr sveitum landsins á mölina til að
komast í uppgripavinnu hjá hernum. Því
fylgdu á móti miklar tekjur til borgarinnar,
sem voru meðal annars nýttar til aðgerða í
húsnæðismálum, uppbyggingu hafnarinnar,
eflingar atvinnu, byggingar skólahúsnæðis
og til að bæta ýmsa félagslega aðstöðu. Í
minningarorðum um Bjarna segir Eðvarð
Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, að þegar
hann valdist í forsvar fyrir verkamenn hafi
Bjarni nýlega verið tekinn við embætti
borgarstjóra. Hafi fyrstu kynni þeirra ekki
verið neinir vinafundir, þar sem báðir hefðu
tekið þátt í hinum hörðu stéttaátökum
kreppuáranna, og verið hvor sínum megin
víglínunnar.
„Vissir fordómar og tortryggni mótuðu
því samskipti. Þótt mér virtist hann þá
harður viðskiptis og stundum fráhrindandi í
viðmóti leyndust ekki kostir mannsins: hann
kynnti sér málin, var raunsær í ályktunum,
afgreiddi mál vafningalaus og treysta mátti
orðum hans,“ segir Eðvarð.
Arkitekt utanríkisstefnu
Bjarni Benediktsson var kjörinn til setu á
Alþingi 1942 og átti þar sæti til dauðadags.
Öllum heimildum ber saman um að Bjarni
Hæfileikinn
til þess að leiða mál
til lykta
Bjarni Benediktsson varð prófessor 24 ára, borgarstjóri,
ritstjóri morgunblaðsins og ráðherra lengur en
nokkur annar Íslendingur
texti: Sigurður Bogi Sævarsson • mynd: Mbl.