Ský - 01.06.2007, Qupperneq 23

Ský - 01.06.2007, Qupperneq 23
 sk‡ 23 ragna ingólfsdóttir tvenndarleik hundrað prósent en þarf enn að passa mig þegar ég spila einliðaleiki. Þetta ætti að koma á næstu einum til tveimur mánuðum.“ Hver er staða badmintoníþróttarinnar á Íslandi? „Þótt það séu margir sem stunda badminton á Íslandi og með fastan völl kannski 1-2 í viku mættu vera fleiri að æfa það sem keppnisíþrótt. Til dæmis þarf ég alltaf að spila við strákana til að æfa mig eða þá ein á móti tveimur stelpum. Ég fæ fáa góða stelpuleiki á Íslandi og það er slæmt því strákarnir spila öðruvísi. En áhuginn fyrir badminton kemur svolítið í bylgjum og núna erum við með efnilega unga krakka. Til dæmis náði U15 liðið bronsi á alþjóðaleikum ungmenna í liðakeppni nú um daginn. Þar virðist vera efnilegt lið á ferðinni.“ Þrátt fyrir alla sína fræknu sigra og algjöru yfirburði í greininni segist Ragna alltaf eiga nóg af markmiðum til að ná. „Það er árlegt markmið hjá mér að komast inn á heimsmeistaramót einstaklinga og ég er að fara á það mót í Malasíu í ágúst. Annað árlegt markmið er að vinna Íslandsmeistaramótið og svo þetta alþjóðlega mót, Iceland International, sem mér tókst að sigra á í fyrsta sinn þegar það var haldið síðast. Eins er markmiðið alltaf að vinna þegar ég fer á þessi mót í Evrópu og mér hefur tekist að vinna tvö þeirra á þessu tímabili.“ Hvað með Evrópumeistaratitil? „Auðvitað væri gaman að komast langt á Evrópumótinu en það er mjög sterkt mót. Þetta er orðið svolítið þannig að asískir spilarar, sem eru farnir að dala í sínu heimalandi, fara gjarnan til Evrópu og fá þar ríkisborgararétt út á badmintonið. Síðan ráða þeir ríkjum á Evrópumótinu. Asíuþjóðirnar eru einfaldlega langbestar í badminton og þá sérstaklega Kínverjar. Af Evrópuþjóðunum eru Englendingar og Danir fremstir.“ En hvað gerir einn badmintonleikara fremri öðrum? „Eins og í mörgum íþróttum skiptir leikskilningur máli. Spilararnir eru svo misjafnir. Þótt þú sért í raun mun betri en andstæðingurinn þarf það ekki að þýða að þú vinnir hann létt. Það er nauðsynlegt að vera fljótur að átta sig á hvernig hann spilar og hvað er sniðugt að gera á móti honum. Því þarf maður að vera fljótur að hugsa og stundum svolítið sniðugur í hausnum. Maður þarf auðvitað að vera sterkur í fótunum og búa yfir bæði snerpu og ákveðinni taktík. Leikirnir geta líka orðið langir og því er gott úthald nauðsynlegt,“ segir Ragna Ingólfsdóttir að lokum. sky , Maður þarf að vera fljótur að hugsa og stundum svolítið sniðugur í hausnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.